Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Guðríður Helgadóttir er fyrrverandi staðarhaldari Garðyrkjuskólans á Reykjum. Hún er nú í kennarahópi skólans.
Guðríður Helgadóttir er fyrrverandi staðarhaldari Garðyrkjuskólans á Reykjum. Hún er nú í kennarahópi skólans.
Mynd / smh
Fréttir 20. ágúst 2020

Telja að Garðyrkjuskóli Íslands gæti verið lausn á aðsteðjandi vanda

Höfundur: smh

Starfsmenn Garðyrkjuskólans á Reykjum líta ekki á stofnun nýs garðyrkjuskóla sem vantraust á þeirra störf. Guðríður Helgadóttir, fyrrverandi staðarhaldari á Reykjum, segir að starfsmenn þar hafi átt mjög gott samstarf við atvinnulífið í garðyrkju í gegnum tíðina.

„Hins vegar hefur atvinnulífið haft verulegar áhyggjur af nýrri stefnu og skipulagi skólans hvað garðyrkjunámið varðar og þeir starfsmenn sem sinna kennslu í garðyrkjugreinum hér á Reykjum verið sammála atvinnulífinu í öllum aðalatriðum,“ segir Guðríður, sem er garðyrkjufræðingur og í kennarahópi skólans.

Garðyrkjunám á Reykjum í uppnámi

„Við starfsmenn teljum að garð­yrkju­­­n­ámið verði aldrei rekið nema í góðu samstarfi við atvinnulífið í garðyrkju og þar sem atvinnulífið hefur lýst því yfir að það sjái ekki samstarfsgrundvöll við núverandi stjórn Land­búnaðar­háskóla Íslands að þá sé garðyrkjunámið hér við skólann í miklu uppnámi.

Við höfum verulegar áhyggjur af stöðu námsins en vonum að stjórnvöld og atvinnulífið finni góða og farsæla lausn á framtíð garðyrkjumenntunar á framhalds­skólastigi í landinu, það bráðvantar fólk með þessa menntun til starfa. Stofnun Garðyrkjuskóla Íslands gæti verið lausnin á þeim vanda sem steðjar að garðyrkjunáminu við núverandi aðstæður,“ segir Guðríður og bætir við að þetta sé almenn skoðun starfsmanna á Reykjum.

Stofnun nýja skólans til marks um vaxandi áhuga

Ragnheiður I. Þórarinsdóttir er rektor Landbúnaðarháskóla Íslands. Mynd / Aðsend

Í svari Ragnheiðar I. Þórar­ins­­dóttur, rektors Landbúnaðar­háskóla Íslands (LbhÍ), við fyrirspurn um viðbrögð hennar við stofnun hins nýja garðyrkjuskóla, kemur fram að LbhÍ telji að stofnun þessa félags sé merki um það hversu vaxandi atvinnugrein garðyrkja er.

„Það sýnir að það starf sem Landbúnaðarháskólinn hefur innt af hendi er að skila sér í auknum áhuga á garðyrkjunni,“ segir í svari Ragnheiðar.

„Landbúnaðar­háskólinn vonast til að stofnun félagsins efli aðsókn í námið enn frekar. Það þarf að efla nýliðun í greininni og þörf á því að ná til unga fólksins sérstaklega. Metaðsókn er í garðyrkjunám Landbúnaðar­háskólans á Reykjum þetta árið, alls bárust 144 umsóknir og hafa þær aldrei verið jafn margar í sögu skólans,“ bætir hún við.

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...

Bjart er yfir Miðfirði
Fréttir 19. desember 2024

Bjart er yfir Miðfirði

Bændurnir á bæjunum Bergsstöðum og Urriðaá í Miðfirði fengu heimild til að kaupa...

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum
Fréttir 18. desember 2024

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum

Nýverið var samningur um byggðaþróunarverkefni Brothættra byggða undirritaður mi...

Mánaðarleg upplýsingagjöf
Fréttir 18. desember 2024

Mánaðarleg upplýsingagjöf

Hagstofa Íslands hyggst frá næstu áramótum birta mánaðarlega upplýsingar um fjöl...