Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Fósturvísar verða teknir úr færeyskum hryssum og settir í íslenskar merar.
Fósturvísar verða teknir úr færeyskum hryssum og settir í íslenskar merar.
Mynd / Cécile Zahorka
Fréttir 6. desember 2023

Tilraun til að bjarga færeyska hrossakyninu

Höfundur: Hulda Finnsdóttir

Færeyska hestakynið er í útrýmingarhættu en í dag eru til 89 færeysk hross og af þeim eru einungis 25 frjóar hryssur.

Félagið Felagið Føroysk ross hefur unnið hörðum höndum að því að bjarga færeyska hrossakyninu og nýjasta hugmyndin er sú að flytja inn íslenskar hryssur, nota þær sem staðgöngumæður, og flytja þær síðan aftur úr landi.

Eitt af helstu baráttumálum félagsins undanfarin ár hefur verið að breyta löggjöf í Færeyjum. Eins og staðan er í dag er útflutningur á færeyska hestinum bannaður en leyfi til útflutnings er eitt af því sem talið er nauðsynlegt til að tryggja afkomu hestakynsins. Árið 2021 var Magnusi Rasmussen, þáverandi umhverfisráðherra Færeyja, afhent áskorun, undirrituð af 1.200 manns, um að breyta lögunum en það bar engan árangur. Bundnar eru vonir við að nýr umhverfisráðherra Færeyja, Høgni Hoydal, bregðist við ákalli félagsins um breytingu á lögunum.

Nýlega fékk félagið styrk, frá ónefndum velunnara, upp á 1,5 milljónir danskra króna sem er jafnvirði rúmlega 30 milljóna íslenskra króna. Hyggst félagið nota styrkinn í ræktunarverkefni sem fellst í að flytja 10 íslenskar hryssur frá Danmörku til Færeyja. Fósturvísar verða síðan teknir úr 10 færeyskum hryssum og fluttar yfir í þær íslensku sem verða síðan aftur fluttar til Danmerkur. Þá munu færeysku folöldin sem fæðast í Danmörku fá vegabréf og má því flytja þau á milli landa. Vonast er til að þetta framtak efli ræktun á færeyska hrossakyninu og fjöldi færeyskra hrossa muni aukast jafnt og þétt.

Skylt efni: færeyski hesturinn

Upplýsingar uppfærðar um lambakjöt
Fréttir 14. mars 2025

Upplýsingar uppfærðar um lambakjöt

Eitt af þróunarverkefnum búgreina sem nýlega var veittur styrkur úr matvælaráðun...

Tangi besta nautið
Fréttir 14. mars 2025

Tangi besta nautið

Tangi 18024 frá Vestra-Reyni undir Akrafjalli hlaut nafnbótina besta naut fætt á...

Áform dregin til baka
Fréttir 13. mars 2025

Áform dregin til baka

Áform fjármála- og efnahagsráðherra um frumvarp til breytingar á tollalögum, þar...

Kvíaból fyrirmyndarbú ársins
Fréttir 13. mars 2025

Kvíaból fyrirmyndarbú ársins

Kvíaból í Köldukinn var útnefnt fyrirmyndarbú nautgripabænda árið 2025 á deildar...

Lyfta heildinni með samstarfi
Fréttir 12. mars 2025

Lyfta heildinni með samstarfi

Eitt af helstu málunum sem voru rædd á fundi loðdýrabænda var áætlun um dýraskip...

Hrossabændur vilja aðkomu að búvörusamningum
Fréttir 12. mars 2025

Hrossabændur vilja aðkomu að búvörusamningum

Nokkuð fámennt var á fundi hrossabænda á deildarfundi búgreina en þar var rætt u...

Búvélasali nýr formaður FA
Fréttir 12. mars 2025

Búvélasali nýr formaður FA

Friðrik Ingi Friðriksson, forstjóri og eigandi Aflvéla og Burstagerðarinnar, var...

Vill sjá fæðuöryggi rætt á matvælaþingi
Fréttir 11. mars 2025

Vill sjá fæðuöryggi rætt á matvælaþingi

Í hugtakinu fæðuöryggi felast mörg og ólík viðfangsefni. Þau voru rædd á málþing...