Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 11 mánaða.
Fósturvísar verða teknir úr færeyskum hryssum og settir í íslenskar merar.
Fósturvísar verða teknir úr færeyskum hryssum og settir í íslenskar merar.
Mynd / Cécile Zahorka
Fréttir 6. desember 2023

Tilraun til að bjarga færeyska hrossakyninu

Höfundur: Hulda Finnsdóttir

Færeyska hestakynið er í útrýmingarhættu en í dag eru til 89 færeysk hross og af þeim eru einungis 25 frjóar hryssur.

Félagið Felagið Føroysk ross hefur unnið hörðum höndum að því að bjarga færeyska hrossakyninu og nýjasta hugmyndin er sú að flytja inn íslenskar hryssur, nota þær sem staðgöngumæður, og flytja þær síðan aftur úr landi.

Eitt af helstu baráttumálum félagsins undanfarin ár hefur verið að breyta löggjöf í Færeyjum. Eins og staðan er í dag er útflutningur á færeyska hestinum bannaður en leyfi til útflutnings er eitt af því sem talið er nauðsynlegt til að tryggja afkomu hestakynsins. Árið 2021 var Magnusi Rasmussen, þáverandi umhverfisráðherra Færeyja, afhent áskorun, undirrituð af 1.200 manns, um að breyta lögunum en það bar engan árangur. Bundnar eru vonir við að nýr umhverfisráðherra Færeyja, Høgni Hoydal, bregðist við ákalli félagsins um breytingu á lögunum.

Nýlega fékk félagið styrk, frá ónefndum velunnara, upp á 1,5 milljónir danskra króna sem er jafnvirði rúmlega 30 milljóna íslenskra króna. Hyggst félagið nota styrkinn í ræktunarverkefni sem fellst í að flytja 10 íslenskar hryssur frá Danmörku til Færeyja. Fósturvísar verða síðan teknir úr 10 færeyskum hryssum og fluttar yfir í þær íslensku sem verða síðan aftur fluttar til Danmerkur. Þá munu færeysku folöldin sem fæðast í Danmörku fá vegabréf og má því flytja þau á milli landa. Vonast er til að þetta framtak efli ræktun á færeyska hrossakyninu og fjöldi færeyskra hrossa muni aukast jafnt og þétt.

Skylt efni: færeyski hesturinn

Breytileikinn T137 verði viðurkenndur sem verndandi
Fréttir 22. nóvember 2024

Breytileikinn T137 verði viðurkenndur sem verndandi

Formlegt erindi liggur nú í matvælaráðuneytinu þar sem óskað er eftir því að arf...

Hlaðvarp um landbúnað í aðdraganda kosninga
Fréttir 22. nóvember 2024

Hlaðvarp um landbúnað í aðdraganda kosninga

Áherslur framboða í málefnum tengdum landbúnaði er umræðuefni hlaðvarpsins „Á hl...

Lán að ekki fór verr
Fréttir 22. nóvember 2024

Lán að ekki fór verr

Um sex þúsund varphænur drápust í eldsvoðanum sem varð í eggjabúi hjá Nesbúeggju...

Aldrei fleiri umsóknir um nýliðunarstuðning
Fréttir 22. nóvember 2024

Aldrei fleiri umsóknir um nýliðunarstuðning

Matvælaráðuneytið hefur úthlutað nýliðunarstuðningi í landbúnaði fyrir árið 2024...

Ákvörðun felld úr gildi
Fréttir 21. nóvember 2024

Ákvörðun felld úr gildi

Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu að nýlega samþykktar undaþágu...

Skráð heildartjón rúmur milljarður
Fréttir 21. nóvember 2024

Skráð heildartjón rúmur milljarður

Skráð heildartjón vegna kuldakasts og annars óvenjulegs veðurfars á árinu er rúm...

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu
Fréttir 21. nóvember 2024

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu

Áður en Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm boðaði Kaupfélag Skagfirðinga (KS) ...

Undanþágan dæmd ólögmæt
Fréttir 21. nóvember 2024

Undanþágan dæmd ólögmæt

Óvissa er uppi um framhald samruna og hugmynda Kaupfélags Skagfirðinga (KS) um h...