Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Borðeyri við Hrútafjörð.
Borðeyri við Hrútafjörð.
Fréttir 29. apríl 2019

Tíu mánaða bið eftir staðfestingu ráðherra

Höfundur: Hörður Kristjánsson
Mennta- og menningarmála­ráðherra hefur enn ekki skrifað undir staðfestingu á því að hluti Borðeyrar verði verndarsvæði í byggð en tíu mánuðir eru liðnir frá því sveitarstjórn Húnaþings vestra óskaði eftir því.
 
Þann 19. maí 2018 samþykkti sveitarstjórn að hluti Borðeyrar verði verndarsvæði í byggð vegna menningarsögulegs gildis og ásýndar svo auðveldara verði að vernda sérkenni byggðakjarnans í komandi skipulagsvinnu. Þann 30. maí óskaði sveitarfélagið eftir staðfestingu mennta- og menningarmálaráðherra, eins og kveðið er á um í lögum að þurfi að gera.
 
Í millitíðinni hefur Minjastofnun sent inn sína umsögn og mælir stofnunin með staðfestingu. Töfin hefur hamlað skipulagsvinnu á Borðeyri og uppbyggingu ferðaþjónustu í Hrútafirði, að því er fram kemur í fundargerð byggðarráðs Húnaþings vestra.
 
Byggðarráð Húnaþings vestra harmar þessi vinnubrögð og hvetur ráðherra til að klára málið sem fyrst. Þetta kemur fram á fréttavefnum huni.is.

Skylt efni: Borðeyri

Skráð heildartjón rúmur milljarður
Fréttir 21. nóvember 2024

Skráð heildartjón rúmur milljarður

Skráð heildartjón vegna kuldakasts og annars óvenjulegs veðurfars á árinu er rúm...

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu
Fréttir 21. nóvember 2024

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu

Áður en Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm boðaði Kaupfélag Skagfirðinga (KS) ...

Undanþágan dæmd ólögmæt
Fréttir 21. nóvember 2024

Undanþágan dæmd ólögmæt

Óvissa er uppi um framhald samruna og hugmynda Kaupfélags Skagfirðinga (KS) um h...

Pólar hestar fyrirtæki ársins
Fréttir 19. nóvember 2024

Pólar hestar fyrirtæki ársins

Markaðsstofa Norðurlands hefur valið hestaleiguna Pólar hestar sem fyrirtæki árs...

Byggja stóra íþróttamiðstöð
Fréttir 18. nóvember 2024

Byggja stóra íþróttamiðstöð

Í Árnesi er verið að byggja fyrstu íþróttamiðstöðina í Skeiða- og Gnúpverjahrepp...

Afstaða framboða til landbúnaðarmála
Fréttir 15. nóvember 2024

Afstaða framboða til landbúnaðarmála

Stjórnmálaflokkarnir sem eru í framboði til alþingiskosninga, sem fram fara 30. ...

Nýjar höfuðstöðvar
Fréttir 15. nóvember 2024

Nýjar höfuðstöðvar

Samkvæmt ákvörðun Guðlaugs Þórs Þórðarsonar umhverfis-, orku- og loftslagsráðher...

Fiðrildategund nefnd eftir Björk
Fréttir 15. nóvember 2024

Fiðrildategund nefnd eftir Björk

Skordýrafræðingurinn Harry Pavulaan hjá Nebraska-háskóla hefur nefnt nýja fiðril...