Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Örn Karlsson, bóndi að Sandhóli í Skaftárhreppi. Mynd / Magnús Hlynur Hreiðarsson.
Örn Karlsson, bóndi að Sandhóli í Skaftárhreppi. Mynd / Magnús Hlynur Hreiðarsson.
Fréttir 17. maí 2019

Tvöfaldar ræktunina milli ára

Höfundur: Vilmundur Hansen

Ræktun og vinnsla á höfrum til manneldis að Sandhóli í Skaft­árhreppi gengur vel og og anna ábúendurnir ekki eftirspurn. Örn Karlsson, bóndi að Sandhóli, segist því hafa ákveðið að tvöfalda ræktunina og sáði höfrum í 130 hektara í vor.

„Ræktunin hefur gengið vonum framar,“ segir Örn, sem hefur undanfarin ár prófað sig áfram með að rækta hafra. „Landið sem við sáðum í var fremur blautt í vor og því tók lengri tíma að sá en venjulega, eða frá miðjum apríl og fram að 5. maí.“

Höfrum sáð í 130 hektara

Örn segir að hann hafi tvöfaldað ræktun á höfrum í ár frá því í fyrra og sáð í um 130 hektara í vor. „Ræktunin á síðasta ári gekk mjög vel. Sérstaklega í gömlum túnum, og á bestu stykkjunum erum við að fá sjö tonn af þurrkuðum höfrum á hektara en niður í 2,5 tonn af nýrækt.

Búin er að sá höfrum til manneldis í 130 hektara að Sandhóli í Skaftár­hreppi. Mynd / Úr einkasafni.

Eftirspurnin eftir unnum höfrum er slík í dag að við getum ekki annað henni og því ekkert annað að gera en að auka ræktunina. Ég hef prófað mig áfram með að rækta hafra í níu ár og uppskeran hefur verið mjög góð flest árin. Fyrstu árin var það í smáum stíl, á þremur eða fjórum hekturum og til skepnufóðurs. Ég ákvað því að fara alla leið og fullrækta og vinna hafrana.“

Annar ekki eftirspurn

„Eftirspurnin eftir höfrunum er meiri en svo að við getum annað henni. Ég hef því miður þurft að neita verslunum, mötuneytum og bökurum um hafra undanfarið þar sem þeir eru einfaldlega búnir hjá mér. Til mín hafa einnig leitað aðilar sem hafa áhuga á ýmiss konar vinnslu með hafra eins og að búa til próteinstangir, haframjólk og annað slíkt og möguleikarnir óendanlegir. Það lá því beint við að auka ræktunina,“ segir Örn.

Auk þess að rækta hafra ræktar Örn fimmtíu hektara af byggi og fjóra hektara af rúgi.

Örn segist ekki vita til þess að aðrir ræktendur hafi farið út í að fullrækta hafra til manneldis þótt talsvert af honum sé ræktaður til sláttar sem skepnufóður. Hann segir hafrafræin vera innflutt en að hann hafi gert spírunarpróf á fræjum úr eigin ræktun og að spírunarprósentan hafi ekki verið nógu góð.

Mikil sól best

„Til þess að ræktun á höfrum takist vel þarf helst að vera sólríkt sumar og ekki mikil vætutíð og ekki mikil næturfrost í ágúst.

Hafrar þurfa lengri ræktunartíma en bygg og algengt að við séum að þreskja þá um mánaðamótin september og október,“ segir Örn Karlsson, bóndi að Sandhóli að lokum.

Skráð heildartjón rúmur milljarður
Fréttir 21. nóvember 2024

Skráð heildartjón rúmur milljarður

Skráð heildartjón vegna kuldakasts og annars óvenjulegs veðurfars á árinu er rúm...

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu
Fréttir 21. nóvember 2024

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu

Áður en Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm boðaði Kaupfélag Skagfirðinga (KS) ...

Undanþágan dæmd ólögmæt
Fréttir 21. nóvember 2024

Undanþágan dæmd ólögmæt

Óvissa er uppi um framhald samruna og hugmynda Kaupfélags Skagfirðinga (KS) um h...

Pólar hestar fyrirtæki ársins
Fréttir 19. nóvember 2024

Pólar hestar fyrirtæki ársins

Markaðsstofa Norðurlands hefur valið hestaleiguna Pólar hestar sem fyrirtæki árs...

Byggja stóra íþróttamiðstöð
Fréttir 18. nóvember 2024

Byggja stóra íþróttamiðstöð

Í Árnesi er verið að byggja fyrstu íþróttamiðstöðina í Skeiða- og Gnúpverjahrepp...

Afstaða framboða til landbúnaðarmála
Fréttir 15. nóvember 2024

Afstaða framboða til landbúnaðarmála

Stjórnmálaflokkarnir sem eru í framboði til alþingiskosninga, sem fram fara 30. ...

Nýjar höfuðstöðvar
Fréttir 15. nóvember 2024

Nýjar höfuðstöðvar

Samkvæmt ákvörðun Guðlaugs Þórs Þórðarsonar umhverfis-, orku- og loftslagsráðher...

Fiðrildategund nefnd eftir Björk
Fréttir 15. nóvember 2024

Fiðrildategund nefnd eftir Björk

Skordýrafræðingurinn Harry Pavulaan hjá Nebraska-háskóla hefur nefnt nýja fiðril...