Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Stóraukin sojaræktun er meginástæða fyrir eyðingu regnskóga Brasilíu. Um 80% af soja sem ræktað er á Amason-svæðinu fer til dýraeldis en annað til sojaolíugerðar og manneldis. Um 24–25 milljónir hektara eru sagðir fara undir sojarækt á Amasonsvæðinu, sem
Stóraukin sojaræktun er meginástæða fyrir eyðingu regnskóga Brasilíu. Um 80% af soja sem ræktað er á Amason-svæðinu fer til dýraeldis en annað til sojaolíugerðar og manneldis. Um 24–25 milljónir hektara eru sagðir fara undir sojarækt á Amasonsvæðinu, sem
Mynd / BioMar
Fréttir 25. febrúar 2020

Um 70% af innflutningi Dana á soja ógnar regnskógum

Höfundur: ehg - landbrugsavisen
Ný skýrsla frá háskólanum í Kaupmannahöfn sýnir að Danir flytja inn um 70% af hefðbundnu soja sem er ekki vottað til Danmerkur til dýraeldis en nú fá kaupendur þess skýr skilaboð þar í landi um að þeir verði að breyta til í skipulagi sínu því soja sem flutt er til landsins ógnar regnskógum heimsins. Einungis 20% þess soja sem flutt er inn til Danmerkur er vottað. 
 
„Neytendur hafa óskað eftir sjálfbærari framleiðslu á matvörum, eins og kaffi og kakó, og hafa matvælaframleiðendur og kaupendur farið fram á að bæta framleiðslu á pálmaolíu til ábyrgari vegar. Nú er hins vegar mikill áhugi á og krafa um að það sama gerist þegar kemur að soja,“ segir lektor og höfundur skýrslunnar, Aske Skovmand Bosselmann. Að hans sögn er líklegt að stór hluti þess soja sem Danmörk flytur inn komi frá regnskógum sem sífellt verða fyrir barðinu á nútímakröfum eins og í Brasilíu. Þau þrjú hundruð þúsund tonn af soja sem Danmörk flytur inn í gegnum RTRS-samninga er í raun ekki vitað með fullvissu hvaðan koma. Vegna skorts á rekjanleika er erfitt að vita um upphaf þess soja sem flutt er inn til landsins. Margir kostir eru þó við samningana sem notast er við, eins og að þeir tryggja að framleiðendur fái réttar greiðslur og komið er í veg fyrir háan flutningskostnað. 

Skylt efni: regnskógar | soja | Danmörk

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...

Bjart er yfir Miðfirði
Fréttir 19. desember 2024

Bjart er yfir Miðfirði

Bændurnir á bæjunum Bergsstöðum og Urriðaá í Miðfirði fengu heimild til að kaupa...

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum
Fréttir 18. desember 2024

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum

Nýverið var samningur um byggðaþróunarverkefni Brothættra byggða undirritaður mi...

Mánaðarleg upplýsingagjöf
Fréttir 18. desember 2024

Mánaðarleg upplýsingagjöf

Hagstofa Íslands hyggst frá næstu áramótum birta mánaðarlega upplýsingar um fjöl...