Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Fiskveiðieftirlitsmaður National Marine Fisheries Service í Alaska heldur hér á rauðum kóngakrabba.
Fiskveiðieftirlitsmaður National Marine Fisheries Service í Alaska heldur hér á rauðum kóngakrabba.
Mynd / Wikipedia
Utan úr heimi 9. október 2023

Lokað fyrir krabbaveiðar

Höfundur: Sigrún Pétursdóttir

Krabbaveiðar, ein hættulegasta atvinnugrein veraldar, er meðal annars stunduð á haustin undan ströndum Alaska. Sl. tvö ár hafa þarlend yfirvöld þó lokað fyrir veiðar vegna aflaleysis.

Krabbakjöt er selt dýrum dómum, hér á Pike Place-markaðinum í Seattle.

Um ræðir rýrnun stofna rauða kóngakrabbans svo og snjókrabba í Beringshafi. Kemur það nokkuð á óvart, en fyrir um fimm árum var stofn þeirra þéttur og góður og verð á krabbakjöti í hæstu hæðum.

En hvað veldur þessari rýrnun? Telja vísindamenn og líffræðingar að aðallega sé um tvennt að ræða – togveiðisjómenn og hlýnun jarðar. Trollnetin skaði búsvæði krabba þar sem þau dragast yfir hafsbotninn en þetta eru svæði þar sem krabbinn parast og hefur setu á meðan hann er á viðkvæmu mjúkskeljastigi.

Til viðbótar við þetta hefur ísmyndun í Beringshafi minnkað allverulega sl. tvo vetur, hitastig sjávar hækkað og því áhrifin á lífríki hafsins sífellt að breytast. Haft er eftir vísindamönnum að tvö ár af lítilli þekju hafíss og óeðlilega hlýjum sjávarhita vegna loftslagsbreytinga kunni að hafa breytt vistkerfinu á þann hátt að snjókrabbi eigi erfitt með að lifa af og talið er það taki frá 6–10 árum fyrir stofninn að jafna sig.

Mike Litzow, yfirmaður rannsókna við Kodiak Fisheries Science Center, segir árlega könnun stofnunarinnar hafa leitt í ljós fall heildarstofns krabba í Beringshafi úr sögulegu hámarki, 11,7 milljörðum frá árinu 2018, í 940 milljónir árið 2021, því lægsta sem nokkurn tíma hefur mælst.

Sendu Alaska Bering Sea Crabbers, hagsmunasamtök krabbaveiðimanna, beiðni til National Marine Fisheries Service um að loka öllum tegundum veiða í 180 daga í austurhluta Beringshafs í viðleitni til að vernda rauða kóngakrabbann. Þeirri beiðni var hafnað en þess í stað voru kannaðir aðrir valkostir sem fælu í sér mögulegar veiðilokanir á helstu mökunar- og moldarsvæðum rauðkóngakrabba

Til skamms tíma er tap á uppskeru rauðkónga- og snjókrabba hrikalegt. Krabbaveiðimenn í Alaska keppast við að halda sér á floti og oft heilu samfélögin sem sum hver treysta á krabbauppskeruna fyrir meira en 90% af skatttekjum sínum. Því má nærri geta að þeir fiskimenn sem hafa afkomu sína af krabbaveiðum séu orðnir örvæntingarfullir. Í maí úthlutaði bandaríska viðskiptaráðuneytið tæpum 192 milljónum dollara til að aðstoða fiskimenn í Alaska sem hafa orðið fyrir áhrifum vegna lokunar veiða á kónga- og snjókrabba síðustu tvö árin, en talið er að ærið margir muni hætta starfsemi áður en þeir peningar berast.

Skylt efni: krabbaveiðar

„Spjallað“ við kýr
Á faglegum nótum 9. janúar 2023

„Spjallað“ við kýr

Atferli, hegðun, útlit og ástand nautgripa getur gefið gríðarlega mikilvægar upp...

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands

Á aðalfundi Landssambands skógareigenda (LSE) sem haldinn var í Borgarnesi í maí...

Lífræn framleiðsla – nú er lag
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Lífræn framleiðsla – nú er lag

Á undanförnum árum hefur VOR látið til sín taka með ýmsum hætti til að hvetja ti...

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið
Á faglegum nótum 3. janúar 2023

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið

Meindýr eru skaðvaldar í garð- og skógrækt og óvelkomnir gestir sem flestir vild...

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna
Á faglegum nótum 2. janúar 2023

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna

Vinna við norrænu næringarráðin (NNR), sem Norræna ráðherra­nefndin heldur utan ...

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022
Á faglegum nótum 30. desember 2022

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022

Í heildina var útkoma lamba í haust góð. Meðalfallþungi á landinu var 16,6 kg og...

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?
Á faglegum nótum 28. desember 2022

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?

Hér á landi fellur til gríðarlegt magn af lífrænum úrgangi á öllum stigum samfél...

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs
Á faglegum nótum 27. desember 2022

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs

Nú þegar líður að áramótum og allir eru búnir að skila haustskýrslu til matvælar...