Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Útbreiðsla og þéttleiki uppsjávarfiska mæld
Fréttir 20. ágúst 2021

Útbreiðsla og þéttleiki uppsjávarfiska mæld

Höfundur: Vilmundur Hansen

Rannsóknaskipið Árni Friðriks­son kom í höfn fyrir skömmu eftir að hafa lokið þátttöku í árlegum uppsjávarvistkerfisleiðangri í Norðurhöfum að sumarlagi. Í leiðangrinum var farið í kringum landið og teknar 64 togstöðvar. Auk þess voru gerðar sjómælingar og teknir átuháfar.

Í leiðangrinum var rannsökuð útbreiðsla og þéttleiki makríls, síldar og kolmunna í íslenskri landhelgi að undanskildum suðausturhluta hennar sem Færeyingar og Norðmenn rannsökuðu. Samkvæmt því sem segir á vef Hafrannsóknastofnunar sýna bráðabirgðaniðurstöður að magn makríls í íslenskri landhelgi er meira en sumarið 2020 en mun minna en áratuginn þar á undan. Makríll hefur áberandi meiri útbreiðslu fyrir austan landið en sumarið 2020 en þéttleikinn er lítill.

Líkt og undanfarin ár veiddist norsk-íslensk vorgotssíld á flestum togstöðvum fyrir norðan og austan landið og íslensk sumargotssíld veiddist á landgrunninu fyrir sunnan og vestan landið.

0-ára kolmunni veiddist við landgrunnsbrúnina fyrir sunnan og vestan landið sem gerðist síðast í þessum leiðangri sumarið 2011. Lítið mældist af kynþroska kolmunna.

Hrognkelsi voru með mesta útbreiðslu allra tegunda og veiddust á 59 af 64 stöðum. Í leiðangrinum voru merkt alls 451 hrognkelsi.

Gögn frá skipunum fimm sem taka þátt í leiðangrinum verða tekin saman og greind fljótlega og niðurstöður þeirrar vinnu kynntar í lok ágúst. /VH

Breytileikinn T137 verði viðurkenndur sem verndandi
Fréttir 22. nóvember 2024

Breytileikinn T137 verði viðurkenndur sem verndandi

Formlegt erindi liggur nú í matvælaráðuneytinu þar sem óskað er eftir því að arf...

Hlaðvarp um landbúnað í aðdraganda kosninga
Fréttir 22. nóvember 2024

Hlaðvarp um landbúnað í aðdraganda kosninga

Áherslur framboða í málefnum tengdum landbúnaði er umræðuefni hlaðvarpsins „Á hl...

Lán að ekki fór verr
Fréttir 22. nóvember 2024

Lán að ekki fór verr

Um sex þúsund varphænur drápust í eldsvoðanum sem varð í eggjabúi hjá Nesbúeggju...

Aldrei fleiri umsóknir um nýliðunarstuðning
Fréttir 22. nóvember 2024

Aldrei fleiri umsóknir um nýliðunarstuðning

Matvælaráðuneytið hefur úthlutað nýliðunarstuðningi í landbúnaði fyrir árið 2024...

Ákvörðun felld úr gildi
Fréttir 21. nóvember 2024

Ákvörðun felld úr gildi

Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu að nýlega samþykktar undaþágu...

Skráð heildartjón rúmur milljarður
Fréttir 21. nóvember 2024

Skráð heildartjón rúmur milljarður

Skráð heildartjón vegna kuldakasts og annars óvenjulegs veðurfars á árinu er rúm...

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu
Fréttir 21. nóvember 2024

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu

Áður en Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm boðaði Kaupfélag Skagfirðinga (KS) ...

Undanþágan dæmd ólögmæt
Fréttir 21. nóvember 2024

Undanþágan dæmd ólögmæt

Óvissa er uppi um framhald samruna og hugmynda Kaupfélags Skagfirðinga (KS) um h...