Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en mánaðar gamalt.
Túmatur – tómatur
Af vettvangi Bændasamtakana 17. maí 2024

Túmatur – tómatur

Höfundur: Herdís Magna Gunnarsdóttir, varaformaður Bændasamtaka Íslands.

Sem barn velti ég stundum fyrir mér af hverju amma mín kallaði tómata alltaf túmata, þá velti ég fyrir mér hvort þetta væru kannski danskir tómatar þar sem amma sletti stundum á dönsku.

Mér varð hugsað til þessa þegar ég rakst á umræðu á fjölmennri Facebook-síðu þar sem einstaklingur velti fyrir sér uppruna og verðmun á hollenskum og íslenskum tómötum. Verð er að sjálfsögðu stór þáttur þegar kemur að vali neytenda á matvælum en gæði og framleiðsluhættir eru það líka. Gæði íslenskra framleiðsluhátta felast m.a. í hreinleika vatns, lágmarksnotkun varnarefna og sýklalyfja. Framleiðslunni eru einnig sett ýmis skilyrði er snúa að dýravelferð og vinnslu sem eiga að tryggja gæði vörunnar. Síðast en ekki síst þarf að tryggja fólkinu sem starfar við matvælaframleiðslu hér sambærileg kjör og öðrum starfsstéttum. Hugmyndin um að á sama landi getum við búið við íslensk laun og vaxtastig en hollenskt matvælaverð gengur tæpast upp. Einhver gætu þá spurt hvort ekki sé bara einfaldara að eftirláta öðrum að framleiða fyrir okkur matinn en heimsmynd okkar er í stöðugum breytingum. Eins og alltaf þegar kreppir að beindist athygli heimsins að mikilvægi fæðuöryggis í heimsfaraldri. Nú þegar lífið er aftur farið að ganga sinn vanagang verðum við vís til að gleyma þessu. Mannkyninu hefur þó ekki enn tekist að framleiða bóluefni við hlýnun jarðar og öðrum umhverfislegum áskorunum svo að gripið hefur verið til viðbragðsaðgerða sem margar hverjar hafa áhrif á matvælaframleiðslu heimsins. Holland er dæmi um útflutningsþjóð með landbúnaðarvörur sem hefur gripið til aðgerða sem hafa áhrif á matvælaframleiðslu landsins í nafni umhverfismála. Margar aðgerðanna snúa einfaldlega að því að draga úr matvælaframleiðslu. Sömuleiðis höfum við séð hvernig orkukrísa, stríð og uppskerubrestur hafa haft veruleg áhrif á matvælaframleiðslu heimsins og verðum að átta okkur á því að það getur seint talist okkur til hagsbóta að reiða okkur alfarið á matvælaframleiðslu annarra þjóða.

Uppruni tómata hafði ekkert að gera með orðaval ömmu heitinnar. Reyndar voru amma og afi í góðu sambandi við íslenskan landbúnað þrátt fyrir að vera uppaldir Reykvíkingar og studdu íslenska framleiðslu. Þau voru af kynslóð þar sem fleiri höfðu tengingu í sveit og samfélagsleg hugsun hafði sitt að segja þegar kom að matarinnkaupum. Þjóðin tekur stöðugum breytingum, ekki aðeins eru færri sem hafa tengingu við sveit, heldur er íslenska þjóðin líka orðin ríkari af fólki af öðrum uppruna en íslenskum.

Samstaða alla framleiðslukeðjuna

Þrátt fyrir breytt samfélagsmunstur eru neytendur enn áhugasamir um uppruna og framleiðsluhætti matvæla og það hefur orðið áberandi aukning á því að neytendur hafi samband við Bændasamtökin þar sem er kallað eftir því að upprunamerkingar verði bættar. Þetta er auðvitað ánægjulegt því að góð tengsl milli framleiðenda íslenskrar búvöru og neytenda eru okkur dýrmæt. Svar við ákalli neytenda er vottaða upprunamerkið Íslenskt staðfest sem Bændasamtökin hafa komið á laggirnar. Með merkinu á að auðvelda neytendum að velja íslenskt og undir merkjum þess viljum við vekja áhuga á innlendri matvöru, gera íslenskri framleiðslu hærra undir höfði og vekja athygli á margrómuðum kostum innlendrar matvælaframleiðslu. Það er hagur allra aðila framleiðslukeðjunnar að sameinast um að lyfta íslenskum afurðum á þann stall sem þær eiga skilið og að innlend matvælaframleiðsla dafni. Bændur væru illa staddir án afurðastöðva og verslana, eins væri úrvalið fátæklegt í verslunum ef ekki væri fyrir bændur.

Öflug matvælaframleiðsla er þjóðinni dýrmæt og það er verkefni ríkisvaldsins að búa svo um hnútana að hér geti íslensk matvælaframleiðsla vaxið og dafnað í samkeppnishæfu starfsumhverfi. Verkfæri ríkisins til þessa eru fjölmörg en búvöru- og tollasamningar eru þeirra sterkasta vopn. Því leggjum við áherslu á mikilvægi þess að vinna að búvörusamningum verði góð og ítarleg þar sem sameiginlegt markmið allra aðila verði að efla íslenskan landbúnað okkur öllum til hagsbóta.

Ekki lausn fyrir Landeyjahöfn - Síðari hluti
Lesendarýni 5. júlí 2024

Ekki lausn fyrir Landeyjahöfn - Síðari hluti

Í síðasta eintaki af Bbl. birtist grein um það hvernig öldusveigjan umhverfis Ve...

Dýravelferð og hugmyndafræði einnar heilsu: ábyrgð okkar allra
Lesendarýni 2. júlí 2024

Dýravelferð og hugmyndafræði einnar heilsu: ábyrgð okkar allra

Velferð dýra er ófrávíkjanleg krafa siðmenntaðs samfélags, hvort sem um ræðir gæ...

Framleiðsla og vinnsla búvara falla ekki undir EES-samninginn
Lesendarýni 24. júní 2024

Framleiðsla og vinnsla búvara falla ekki undir EES-samninginn

Fyrir röskum þremur árum ritaði greinarhöfundur þrjár greinar um landbúnað og sa...

Enn af undanþágum búvörulaga og stöðu bænda
Lesendarýni 21. júní 2024

Enn af undanþágum búvörulaga og stöðu bænda

Ágætu bændur. Í Bændablaðinu þann 16. maí sl. reifaði ég í bréfi til ykkar áhygg...

Af heimanautum og sæðinganautum
Lesendarýni 21. júní 2024

Af heimanautum og sæðinganautum

Mikil notkun heimanauta hefur um langa hríð verið eitt helsta umræðuefni og þræt...

Réttindabarátta sjávarbyggða og strandveiðimanna
Lesendarýni 21. júní 2024

Réttindabarátta sjávarbyggða og strandveiðimanna

Strandveiðitímabilið hófst í byrjun maí. Mikil veiði hefur verið enda mikið af f...

Kynding með viðarperlum úr íslensku lerki
Lesendarýni 20. júní 2024

Kynding með viðarperlum úr íslensku lerki

Tandrabretti ehf. hefur undanfarin ár unnið að uppbyggingu á viðarperluframleiðs...

Og svo kom vorið
Lesendarýni 18. júní 2024

Og svo kom vorið

Nú í byrjun júnímánaðar fengu landsmenn yfir sig sannkallað vetrarveður sem varð...