Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 mánaða.
Frelsinu fegnar að loknu óveðri.
Frelsinu fegnar að loknu óveðri.
Mynd / Högni Elfar
Lesendarýni 18. júní 2024

Og svo kom vorið

Höfundur: Högni Elfar Gylfason, sauðfjárbóndi og ýmislegt fleira.

Nú í byrjun júnímánaðar fengu landsmenn yfir sig sannkallað vetrarveður sem varði í marga daga. Á sama tíma var sauðburði að ljúka hjá flestum sauðfjárbændum og merar í óðaönn að kasta folöldum.

Högni Elfar Gylfason.

Tímasetningin var því afar óheppileg fyrir slíkt veður svo ekki sé meira sagt. Bændur eru harðgerðir eftir átök við óblíð náttúruöfl og vanir að bjarga sér sjálfir. Þeir eru flestir lítið fyrir það að biðja um aðstoð, en bæta frekar við sig verkum. Þannig hafa þeir lagt í mikla vinnu við að bjarga búfénaði í hús eða önnur skjól og hugsa um hann meðan óveðrið stóð yfir. Vegna mismunandi aðstæðna og veðurs er líklegt að sums staðar hafi verið erfiðara við þetta að eiga en annars staðar. Þá er líklegt að eitthvað af fé hafi króknað í veðurofsa, kulda og blautum krapasnjó þrátt fyrir baráttu bænda þeim til bjargar og að eftirköst vegna undanvilltra lamba, júgurbólgu og annarra krankleika verði nokkur.

Það var ánægjulegt fyrir bændur að verða vitni að því að lögregla, Almannavarnir, Bændasamtökin, stjórnvöld og fleiri skyldu láta sig málið varða og nú þegar hefur undirritaður fengið símtal frá átakshópi sem myndaður var þar sem spurt var út í stöðuna á okkar bæ og boðin aðstoð ef á þyrfti að halda. Það ber að þakka og passar vel við það sem bændum var sagt eftir óveðrið og fjárfellinn sem fylgdi í september 2012. Þá var gefið út að bændur skyldu vera óhræddir við að hringja í Neyðarlínuna 112 ef hætta væri á ferðum og þeir réðu ekki við aðstæður einir. Þá yrði allt gert til að senda aðstoð. Þá mun átakshópnum ætlað að vinna áfram að samantekt upplýsinga um tjón bænda af óveðrinu ásamt þeim miklu kalskemmdum í túnum sem hafa komið upp á ákveðnum svæðum. Þá væri frábært og upplífgandi fyrir sauðfjárbændur ef ráðherra tæki sig til og færi að tillögum umboðsmanns Alþingis og gerði upp misræmi í greiðslum fyrir ull sem upp kom fyrir nokkrum árum vegna breytinga uppgjörstímabils ullar. Því miður stefnir í dag í að Bændasamtökin, fyrir hönd sauðfjárbænda, þurfi að fara í mál við ríkið til að knýja fram leiðréttingu sem þó er nú þegar viðurkennd af hálfu ríkisins með réttarsátt við nokkra bændur á síðasta ári.

Nú þegar óveðrinu er loks lokið líta sauðfjárbændur bjartari augum til framtíðar. Innan tíðar fer fé til fjalla, fræ í flög og áburður á tún. Lífið kemst í fastar skorður á ný og gott er að hafa jákvæðni að leiðarljósi í framhaldinu. Styðjum hvert annað og hvetjum til dáða.

Tökum höndum saman og berjumst fyrir tilverurétti íslensks landbúnaðar og bændastéttar, bæði gagnvart óblíðu veðurfari og ekki síður stjórnvöldum.

Enginn bóndi. Enginn matur. Ekkert líf.

Matvöruverðbólga – af hverju hækkaði matvælaverð mismikið milli landa?
Lesendarýni 15. apríl 2025

Matvöruverðbólga – af hverju hækkaði matvælaverð mismikið milli landa?

Á árunum 2021 til 2025 hækkaði matvælaverð í Evrópu víða verulega.

Innflutningur á erlendu kúakyni til mjólkurframleiðslu
Lesendarýni 14. apríl 2025

Innflutningur á erlendu kúakyni til mjólkurframleiðslu

Í kjölfar umræðu um innflutning á erlendu kúakyni til mjólkurfram - leiðslu vill...

Táknmynd Íslands
Lesendarýni 2. apríl 2025

Táknmynd Íslands

Hver skyldi myndin vera sem kemur upp í huga flestra útlendinga þegar Ísland er ...

Hringrásargarðar á Íslandi
Lesendarýni 1. apríl 2025

Hringrásargarðar á Íslandi

Hugmyndin um hringrásargarða hefur rutt sér til rúms sem leið að vistvænni iðnþr...

Tilhæfulaus fyrirgangur
Lesendarýni 27. mars 2025

Tilhæfulaus fyrirgangur

Að undanförnu hefur mikill fyrirgangur verið vegna þeirrar ákvörðunar ríkisstjór...

Vandi bænda í ESB
Lesendarýni 25. mars 2025

Vandi bænda í ESB

Landbúnaður í Evrópusambandinu stendur frammi fyrir miklum áskorunum sem ógna bæ...

Myglufaraldur í húsum
Lesendarýni 19. mars 2025

Myglufaraldur í húsum

Fréttir berast reglulega um myglu í húsum, jafnvel svo útbreidda, að rífa þurfi ...

Hvað er Gvendardagur?
Lesendarýni 14. mars 2025

Hvað er Gvendardagur?

Á liðnum árum og áratugum hafa slæðst inn í dagatal okkar dagar sem bera hin ýms...