Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 mánaða.
Svín í eldi.
Svín í eldi.
Mynd / ghp
Fréttir 17. maí 2024

Sama sláturhús sektað þrisvar

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Matvælastofnun (MAST) hefur þrisvar sinnum á þessu ári lagt stjórnvaldssekt á svínasláturhús á Suðvesturlandi. Sektirnar nema samtals 450.000 krónum.

Þann 1. mars tilkynnti MAST að það hafi lagt 160.000 kr. stjórnvaldssekt á sláturhús á Suðvesturlandi vegna þess að fótbrotinn grís lá yfir heila helgi í sláturrétt áður en honum var slátrað.

„Grísinn mun hafa fótbrotnað í flutningi til sláturhússins. Samkvæmt reglum hefði átt að slátra honum strax við móttöku,“ segir í tilkynningu MAST.

Einnig er sagt frá því í sömu tilkynningu að sláturhús á Suðvesturlandi hafi brotið dýravelferðarlög þegar grís var vegna mistaka ekki sviptur meðvitund fyrir aflífun. Stjórnvaldssekt sú nam 145.000 krónum. Í apríl tilkynnti svo MAST að í mars hafi sláturhús á Suðvesturlandi verið sektað um 145.000 kr. vegna fráviks við aflífun á grís.

Fjögur sláturhús slátra svínum á Íslandi. Það eru B. Jensen og Norðlenska á Akureyri, Stjörnugrís á Kjalarnesi og SS á Selfossi. Sláturhús Stjörnugríss á Kjalarnesi er það eina sem tilheyrir Suðvesturumdæmi samkvæmt upplýsingum frá Matvælastofnun.

Skylt efni: stjórnvaldssekt

Ákvörðun felld úr gildi
Fréttir 21. nóvember 2024

Ákvörðun felld úr gildi

Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu að nýlega samþykktar undaþágu...

Skráð heildartjón rúmur milljarður
Fréttir 21. nóvember 2024

Skráð heildartjón rúmur milljarður

Skráð heildartjón vegna kuldakasts og annars óvenjulegs veðurfars á árinu er rúm...

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu
Fréttir 21. nóvember 2024

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu

Áður en Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm boðaði Kaupfélag Skagfirðinga (KS) ...

Undanþágan dæmd ólögmæt
Fréttir 21. nóvember 2024

Undanþágan dæmd ólögmæt

Óvissa er uppi um framhald samruna og hugmynda Kaupfélags Skagfirðinga (KS) um h...

Pólar hestar fyrirtæki ársins
Fréttir 19. nóvember 2024

Pólar hestar fyrirtæki ársins

Markaðsstofa Norðurlands hefur valið hestaleiguna Pólar hestar sem fyrirtæki árs...

Byggja stóra íþróttamiðstöð
Fréttir 18. nóvember 2024

Byggja stóra íþróttamiðstöð

Í Árnesi er verið að byggja fyrstu íþróttamiðstöðina í Skeiða- og Gnúpverjahrepp...

Afstaða framboða til landbúnaðarmála
Fréttir 15. nóvember 2024

Afstaða framboða til landbúnaðarmála

Stjórnmálaflokkarnir sem eru í framboði til alþingiskosninga, sem fram fara 30. ...

Nýjar höfuðstöðvar
Fréttir 15. nóvember 2024

Nýjar höfuðstöðvar

Samkvæmt ákvörðun Guðlaugs Þórs Þórðarsonar umhverfis-, orku- og loftslagsráðher...