Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 mánaða.
Svín í eldi.
Svín í eldi.
Mynd / ghp
Fréttir 17. maí 2024

Sama sláturhús sektað þrisvar

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Matvælastofnun (MAST) hefur þrisvar sinnum á þessu ári lagt stjórnvaldssekt á svínasláturhús á Suðvesturlandi. Sektirnar nema samtals 450.000 krónum.

Þann 1. mars tilkynnti MAST að það hafi lagt 160.000 kr. stjórnvaldssekt á sláturhús á Suðvesturlandi vegna þess að fótbrotinn grís lá yfir heila helgi í sláturrétt áður en honum var slátrað.

„Grísinn mun hafa fótbrotnað í flutningi til sláturhússins. Samkvæmt reglum hefði átt að slátra honum strax við móttöku,“ segir í tilkynningu MAST.

Einnig er sagt frá því í sömu tilkynningu að sláturhús á Suðvesturlandi hafi brotið dýravelferðarlög þegar grís var vegna mistaka ekki sviptur meðvitund fyrir aflífun. Stjórnvaldssekt sú nam 145.000 krónum. Í apríl tilkynnti svo MAST að í mars hafi sláturhús á Suðvesturlandi verið sektað um 145.000 kr. vegna fráviks við aflífun á grís.

Fjögur sláturhús slátra svínum á Íslandi. Það eru B. Jensen og Norðlenska á Akureyri, Stjörnugrís á Kjalarnesi og SS á Selfossi. Sláturhús Stjörnugríss á Kjalarnesi er það eina sem tilheyrir Suðvesturumdæmi samkvæmt upplýsingum frá Matvælastofnun.

Skylt efni: stjórnvaldssekt

Skógarfura í Varmahlíð föngulegust
Fréttir 4. október 2024

Skógarfura í Varmahlíð föngulegust

Skógræktarfélag Íslands hefur valið skógarfuru í Varmahlíð tré ársins 2024.

Þrír forstjórar skipaðir fyrir nýjar ríkisstofnanir
Fréttir 4. október 2024

Þrír forstjórar skipaðir fyrir nýjar ríkisstofnanir

Nýlega voru skipaði þrír forstjórar fyrir nýjar ríkisstofnanir sem urðu til með ...

Eftirlíking af hálfri kú
Fréttir 4. október 2024

Eftirlíking af hálfri kú

Nautastöð Bændasamtaka Íslands tók á dögunum í notkun eftirlíkingu af kú sem er ...

Gagnrýna nýjar reglur um hollustuhætti
Fréttir 3. október 2024

Gagnrýna nýjar reglur um hollustuhætti

Heilbrigðisnefndir kringum landið hafa gagnrýnt skort á kynningu á nýrri regluge...

Aðgerðaáætlun gefin út
Fréttir 3. október 2024

Aðgerðaáætlun gefin út

Matvælaráðherra, Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, hefur gefið út aðgerðaáætlun fyrir...

Grasrótin gaumgæfir atvinnulíf og nýsköpun
Fréttir 3. október 2024

Grasrótin gaumgæfir atvinnulíf og nýsköpun

Verkefnið Vatnaskil á Austurlandi miðar að því að efla nýsköpun og stuðla að fjö...

Áburðarverkefni í uppnámi
Fréttir 3. október 2024

Áburðarverkefni í uppnámi

Áburðarverkefni í Syðra-Holti í Svarfaðardal, sem gengur út á moltugerð úr nærsa...

Aukinn innflutningur á lægri tollum
Fréttir 2. október 2024

Aukinn innflutningur á lægri tollum

Ekki er hægt að fá uppgefna þá aðila sem standa að baki innflutningi á landbúnað...