Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 mánaða.
Svarfaðardalurinn 5. maí.
Svarfaðardalurinn 5. maí.
Mynd / mþþ
Fréttir 16. maí 2024

Vorverkum bænda seinkar

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Veturinn sem leið var sá kaldasti frá vetrinum 1998 til 1999, samkvæmt tíðindum Veðurstofu Íslands.

Sigurgeir Hreinsson.
Mynd /mþþ

Kaldast hefur verið á norðanverðu landinu og hafa eftirhreytur vetrarins teygt sig þar inn í byrjun sumars sem hefur orðið þess valdandi að vorverkum bænda seinkar víðast hvar. Sigurgeir Hreinsson, framkvæmdastjóri Búnaðar- sambands Eyjafjarðar, segir að fyrir flesta bændur á svæðinu sé vorkoman köld, sein og til leiðinda – ekkert verra en það.

„Þeir eru svona að skríða af stað í jarðvinnslu en hafa verið að keyra skít. Það er enn þá dálítið mikið frost í jörðu víða en það er þó það langt niður á klakann að menn eru svona við það að fara af stað.“

Óvissa með Svarfarðardal

„Í flestum sveitum verða túnin örugglega bara í lagi, en eins og ég segi, sein af stað vegna kulda ofan frá og neðan á meðan hér eru enn kaldar nætur og almennt svalt. En engin skelfing, en víða óvissa enn þá um hvenær hægt verður að sá korni,“ segir Sigurgeir.

„En svo bíður maður í svolítilli óvissu eins og með Dalvíkurbyggðina og Svarfaðardalinn sérstaklega. Þar er búið að vera svo lengi klaki að bændur hafa átt von á því að þar verði umtalsvert kal í túnum. En ég fór nú þar um sveitir á dögunum og maður fann hvergi þessa rotnunarlykt sem fylgir oft kalinu, þannig að ég veit ekki alveg hvað segja skal um það. En það kæmi verulega á óvart ef ekki yrði umtalsvert kal þar.“

Lítil kalhætta í Eyjafirði

Sigurgeir telur ekki mikla hættu á kali á öðrum svæðum í hans umdæmi og nálægum sveitum.

„Hér í Eyjafirðinum og í Suður- Þingeyjarsýslu þar sem ég þekki til komu svell það seint að þar á ekki að vera kalhætta nema að litlu leyti. Gamla þumalputtareglan segir að ef gras er undir svelli í 90 til 100 daga samfellt þá sé umtalsverð hætta á kali.

Svo eru ýmsar aðstæður sem geta haft áhrif til góðs eða ills. Til dæmis hefur verið talað um að ef svell er mjög glært og sólin skín í gegn, að það sé mjög óheppilegt því birtan ýti undir að grasið fari af stað undir svellinu. Eins ef það eru göt á svellinu, þá dreifist loftið undir og getur hjálpað til.“

Enga rotnunarlykt að finna

Sigurgeir segir að rotnunarlykt sé ákveðin vísbending um að kal sé að finna í túnum. „Nú hagar því þannig til í Svarfaðardal að það er komið langt fram úr þessum tíma sem talað er um, en samt var ekki þessa rotnunarlykt að finna þegar ég var þar nýlega á ferð þannig að það er dálítið erfitt að segja til um það hvernig staðan er þar.

En almennt má segja að vorverk bænda verði eitthvað þyngri og erfiðari vegna kuldans og klaka í jörðu, án þess að það komi verulega að sök. Undanfarin flest ár hafa menn getað sett út lambfé á beit svona jafnóðum og menn hafa viljað, en nú er varla hægt að tala um að það sé komin nokkur beit neins staðar enn þá.

Það eru rétt einstaka blettir í skjóli orðnir grænir. Þó sé ég hérna handan fjarðarins á Svalbarðsströndinni að það er að byrja að koma vottur af grænum litatóni. Ef það hlýnar, eins og spáir um helgina, þá hlýtur þetta nú að fara að koma,“ sagði Sigurgeir þegar rætt var við hann á miðvikudaginn í síðustu viku.

Norrænt samstarf um fæðuöryggi
Fréttir 6. ágúst 2024

Norrænt samstarf um fæðuöryggi

Norðurlöndin hafa tekið upp formlegt samstarf á sviði fæðuöryggis.

Greina þörf á tæknilausnum
Fréttir 31. júlí 2024

Greina þörf á tæknilausnum

Evrópskt netverk um stafræna nýsköpun og gagnatækni fyrir búfjárrækt sem byggir ...

Allt fæst í kaupfélaginu
Fréttir 30. júlí 2024

Allt fæst í kaupfélaginu

Ólíkt því sem áður var eru verslanir í eigu kaupfélaga orðnar sjaldgæfar. Á Hvam...

Stórþörungar í matvæli
Fréttir 29. júlí 2024

Stórþörungar í matvæli

Verkefninu Seafoodture, um stórþörunga í matvæli, hefur verið hleypt af stokkunu...

Mugga bar þremur kvígum
Fréttir 26. júlí 2024

Mugga bar þremur kvígum

Kýrin Mugga 985 frá bænum Steindyrum í Svarfaðardal í Dalvíkurbyggð bar þríkelfi...

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku
Fréttir 25. júlí 2024

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku

Þann 24. júní náðist sögulegt samkomulag í Danmörku, á milli stjórnvalda og nokk...

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?
Fréttir 25. júlí 2024

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?

Því hefur verið varpað fram að þegar kemur að kolefnisbindingu ætti að leggja me...

Snikka til lög um flutningsjöfnuð
Fréttir 25. júlí 2024

Snikka til lög um flutningsjöfnuð

Áform eru uppi um breytingu á lögum um svæðisbundna flutningsjöfnun.