Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 mánaða.
Herdís segir eina af sérstöðum KVH vera mikið vöruúrval. Hún rekist oft á vörur sem hún vissi ekki að væru á boðstólum.
Herdís segir eina af sérstöðum KVH vera mikið vöruúrval. Hún rekist oft á vörur sem hún vissi ekki að væru á boðstólum.
Mynd / ál
Fréttir 30. júlí 2024

Allt fæst í kaupfélaginu

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Ólíkt því sem áður var eru verslanir í eigu kaupfélaga orðnar sjaldgæfar. Á Hvammstanga er rekin ein slík á vegum Kaupfélags Vestur-Húnvetninga.

Herdís Harðardóttir, aðstoðarverslunarstjóri matvöruverslunar Kaupfélags Vestur-Húnvetninga (KVH) á Hvammstanga, telur að þakka megi vilja nærsamfélagsins til að versla í heimabyggð að búðin lifi góðu lífi. Fólk vilji alls ekki missa kaupfélagið og því venji það ferðir sínar þangað. Í sama húsi og matvöruverslunin eru búvöru- og byggingavöruverslun.

Í þau ár sem Herdís hefur unnið hjá KVH hefur hún aldrei fundið fyrir því að rekstur þess hafi staðið tæpt. Hún hóf sinn feril sem starfsmaður í versluninni árið 2012 og vann hún sig upp í stöðu aðstoðarverslunarstjóra fyrir nokkrum árum.

Herdís Harðardóttir, aðstoðar- verslunarstjóri matvöruverslunar KVH, segir nærsamfélagið vilja halda í búðina og því venji íbúar ferðir sínar í kaupfélagið
Ekki bundin vörumerkjum

Lykillinn að því að halda versluninni gangandi er að mati Herdísar að vera liðleg og veita góða þjónustu. Ólíkt stærri verslunarkeðjum sé KVH ekki bundið neinum vörumerkjum og geti starfsfólkið því ráðið sjálft hvort vörur séu teknar inn ef þau telja að eftirspurn sé eftir þeim. „Ef einhvern langar rosalega mikið í akkúrat þessa tegund af tei þá reddum við því,“ segir Herdís.

Hún nefnir í þessu samhengi að starfsfólkinu hafi fundist úrvalið af kaffi vera óþarflega mikið og viljað einfalda framboðið. Þau hafi hins vegar horfið frá þeim áformum þegar í ljós kom að sumir viðskiptavinir vildu ekki missa sína uppáhaldstegund og það voru fastir kaupendur af öllu því sem var í boði, þó að þeir séu ekki margir á bak við hverja tegund. „Sumar vörur erum við bara að selja fyrir einhvern einn eða tvo einstaklinga,“ segir hún.

Fólk úr öðrum landshlutum leitar oft til KVH vegna vara sem fást hvergi annars staðar. Einu sinni sendu þau restar af prjónagarni til prjónakonu eftir að það var uppselt um land allt.

Flutningar helsta áskorunin

Helstu áskoranirnar sem fylgi því að reka verslun í svona litlu samfélagi séu flutningar. Herdís nefnir sem dæmi að á vorin sé mikið af frídögum í miðri viku og þá falli niður fastar ferðir. Því þurfi að leggjast yfir hvenær þurfi til dæmis að panta ávexti svo þeir komi örugglega fyrir helgi.

Eitthvað er um að fólk leggi land undir fót til að gera stórinnkaup í lágvöruverðsverslunum, sem geti borgað sig fyrir stærri fjölskyldur. Herdís viðurkennir að það geti verið nokkur verðmunur enda sé KVH einungis lítil búð úti á landi. „En á sumum stöðum erum við á pari við aðrar verslanir, eins og með sérvöruna hjá okkur,“ segir Herdís og telur upp meðal annars gjafavörur, leikföng og annað slíkt. „Maður fer ekki í verslun í Reykjavík án þess að skoða verð og úrval.“

Te, barnamatur og snyrtispeglar fást á sama stað.

Rambar oft á nýjar vörur

Helsta sérstaða KVH er í huga Herdísar hversu gott úrval þau eru með. „Þú færð eiginlega allt hérna,“ segir hún og bendir á að oft fái þau símtöl úr öðrum landshlutum frá fólki sem er að leita að hlutum sem fást hvergi annars staðar. Einu sinni hafi prjónakona leitað um allt land að einhverju tilteknu garni sem var ófáanlegt nema í verslun KVH. „Þá fékk hún restarnar og vonandi náði hún að klára peysuna sína.“

Að auki við hefðbundið úrval er hægt að kaupa ýmsa sérvöru sem fæst ekki í hinni almennu verslun. Nú eru búvöruverslunin og byggingavöruverslunin undir sama þaki og matvörubúðin. Aðspurð um áhugaverða hluti nefnir Herdís að í matvörubúðinni sé hægt að fá sérpakkað undanrennuduft (sem fæst annars bara í 25 kílóa sekkjum), fatnað, kristalsglös, klukkur, myndaramma, Lego, sundkúta og ýmislegt fleira.

Herdís veit ekki hversu margar einstakar vörur eru í boði í búðinni, en hún skýtur á að vörunúmerin hlaupi á tugum eða hundruðum þúsunda. Hún segist oft rekast á vörur sem hún hafi aldrei séð áður. „Það hefur alltaf verið talað um að ef eitthvað fæst ekki í kaupfélaginu þá þarf maður ekki á því að halda.“

Sérpakkað undanrennuduft sem annars fæst bara í stórum sekkjum.

Útrunnið hráefni til diskósúpugerðar
Fréttir 29. október 2024

Útrunnið hráefni til diskósúpugerðar

Slow Food Reykjavík hélt hátíð í garðskála Grasagarðs Reykjavíkur dagana 18. og ...

Dagur sauðkindarinnar
Fréttir 29. október 2024

Dagur sauðkindarinnar

Þann 12. október síðastliðinn var dagur sauðkindarinnar í Rangárvallasýslu haldi...

Nýr formaður Lífeyrissjóðsins
Fréttir 29. október 2024

Nýr formaður Lífeyrissjóðsins

Vala Valtýsdóttir er nýr formaður stjórnar Lífeyrissjóðs bænda. Aukaaðalfundur s...

Vindorkugarður á borð Skipulagsstofnunar
Fréttir 28. október 2024

Vindorkugarður á borð Skipulagsstofnunar

Skipulagsstofnun birti þann 18. október til umsagnar matsáætlun fyrir mat á umhv...

Stjórnvöld þurfi að styðja aukna matvælaframleiðslu
Fréttir 28. október 2024

Stjórnvöld þurfi að styðja aukna matvælaframleiðslu

Auka þarf innlenda matvælaframleiðslu um 45–55 prósent næstu þrjátíu árin til að...

Vel gengur að rækta riðuþolið sauðfé
Fréttir 28. október 2024

Vel gengur að rækta riðuþolið sauðfé

Innleiðing á verndandi og mögulega verndandi arfgerðum gegn riðu í sauðfé gengur...

Umsóknum fækkaði um jarðræktarstyrki í garðyrkju
Fréttir 25. október 2024

Umsóknum fækkaði um jarðræktarstyrki í garðyrkju

Umsóknum um styrki vegna útiræktunar grænmetis fækkaði um fimm frá fyrra ári.

Sláturhús Hellu og Esja gæðafæði sameinast
Fréttir 25. október 2024

Sláturhús Hellu og Esja gæðafæði sameinast

Kennitala Sláturhússins á Hellu hefur verið afskráð og verður reksturinn færður ...