Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 mánaða.
Norrænt samstarf um fæðuöryggi
Fréttir 6. ágúst 2024

Norrænt samstarf um fæðuöryggi

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

Norðurlöndin hafa tekið upp formlegt samstarf á sviði fæðuöryggis.

Sjávarútvegs-, landbúnaðar-, matvæla- og skógræktarráðherrar Norðurlandanna undirrituðu nýverið sameiginlega yfirlýsingu varðandi norrænt samstarf á sviði fæðuöryggis. Í yfirlýsingunni fjalla ráðherrarnir um mikilvægi þess að tryggja fæðuöryggi komandi kynslóða og að sú þörf muni leggja miklar kröfur á herðar norræna samstarfsins.

Hugað að aðfangakeðjum

Í tilkynningu segir að á meðal þess sem ráðherrarnir vilja stuðla að séu traustari aðfangakeðjur með aukið áfallaþol, að þróa sambandið á milli hins opinbera og einkageirans, vinna að veikleikagreiningu fyrir fiskveiðar og fiskeldi; efla vinnuna innan One Health (sem fjallar um heilbrigði fólks og dýra, fæðu og umhverfis) og efla samstarfið um viðbúnað á sviði landbúnaðar- og skógræktar. Ráðherrarnir vilji auk þess standa vörð um vinnu Norrænu erfðaauðlindastofnunarinnar (NordGen) við líffræðilega innviði og sérstaklega er nefnd þörfin á því að vera á verði gagnvart fjölþáttaógnum sem kunna að ógna aðfangakeðjum Norðurlandanna.

Samræma framtíðarverkefni

Í yfirlýsingunni, sem kennd er við Karlstad, er einnig fjallað um þörfina á að samræma framtíðarverkefni og fyrri samstarfsverkefni um viðbúnaðarmál og hún byggir m.a. á Hagayfirlýsingunum tveimur frá 2009 og 2013 og yfirlýsingu norrænu samstarfsráðherranna um samstarf á krísutímum frá 2022.

Skylt efni: fæðuöryggi

Jafnvægisverð 250 krónur
Fréttir 10. apríl 2025

Jafnvægisverð 250 krónur

Markaður með greiðslumark í mjólk var haldinn þann 1. apríl og náðu viðskiptin y...

Boðar nýtt frumvarp um samruna afurðastöðva
Fréttir 10. apríl 2025

Boðar nýtt frumvarp um samruna afurðastöðva

Atvinnuvegaráðherra segist munu leggja fram eigið frumvarp sem leyfi samruna kjö...

Aðsteðjandi ógnir æ flóknari og fjölþættari
Fréttir 10. apríl 2025

Aðsteðjandi ógnir æ flóknari og fjölþættari

Vaxandi vilji er meðal norrænu þjóðanna til að fara í samstarf um viðbúnað og ne...

Áhyggjur af nýliðun í bændastétt og afkomuvanda
Fréttir 10. apríl 2025

Áhyggjur af nýliðun í bændastétt og afkomuvanda

Fundaferð Bændasamtaka Íslands og atvinnuvegaráðherra lauk í gær. Helstu málefni...

Stuðningur við innleiðingu á LED-ljósabúnaði
Fréttir 10. apríl 2025

Stuðningur við innleiðingu á LED-ljósabúnaði

Jóhann Páll Jóhannsson umhverfis-, orkuog loftslagsráðherra hefur ákveðið að sty...

Alþjóðlegt samstarf um líffræðilega fjölbreytni
Fréttir 4. apríl 2025

Alþjóðlegt samstarf um líffræðilega fjölbreytni

Í umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytinu er nú hafin vinna við að undirbúa að...

Huldar verur í sviðsljósið
Fréttir 3. apríl 2025

Huldar verur í sviðsljósið

Völva og sjáandi á Akureyri hefur unnið ötullega að því að efla samtal og áhuga ...

Framleiða pakkasósur úr villisveppum á Flateyri
Fréttir 3. apríl 2025

Framleiða pakkasósur úr villisveppum á Flateyri

Hjónin Sæbjörg Freyja Gísladóttir og Eyvindur Atli Ásvaldsson framleiða pakkasós...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f