Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 mánaða.
Matís er í samstarfi um rannsóknir á samþættri verðmætasköpun við nýtingu stórþörunga til framleiðslu á sjálfbærum, næringarríkum, hágæða matvælum.
Matís er í samstarfi um rannsóknir á samþættri verðmætasköpun við nýtingu stórþörunga til framleiðslu á sjálfbærum, næringarríkum, hágæða matvælum.
Mynd / CIAL
Fréttir 29. júlí 2024

Stórþörungar í matvæli

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

Verkefninu Seafoodture, um stórþörunga í matvæli, hefur verið hleypt af stokkunum.

Seafoodture-verkefnið miðar að því að nýta lífmassa stórþörunga til þróunar á sjálfbærum, hágæða matvælum. Matís tekur þátt fyrir Íslands hönd. Verkefnið er styrkt af Sustainable Blue Economy Partnership (SBEP).

Stefnt er að því að nýta stórþörunga sem sjálfbæran próteingjafa í matvæli, að sögn Sophie Jensen, verkefnastjóra hjá Matís. Hagnýting og næringarinnihald stórþörunga verði rannsakað með það fyrir augum að bæta næringarlega samsetningu matvæla, með áherslu á bætta heilsu neytenda. Enn fremur segir hún markmiðið að fullnýta sem mest af hráefninu í matvæli og annað í lífrænar matvælaumbúðir.

Upphafsfundur í verkefninu fór fram um miðjan maí hjá Institute of Food Science Research (CIAL) í Madríd á Spáni. Tíu samstarfsaðilar frá átta löndum sóttu hann. Um er að ræða þriggja ára verkefni. Meðal samstarfsaðila Matís í verkefninu eru vísindafólk frá Spáni, Tyrklandi, Ítalíu, Portúgal, Írlandi, Noregi og Eistlandi.

„Hröð fólksfjölgun ýtir matvælaframleiðslu í átt að þolmörkum og nýting á próteinum úr dýraríkinu veldur auknu álagi á umhverfið,“ segir Sophie í fregn á vef Matís. „Þar að auki þarf að bæta úrval af plöntupróteinum sem eru minna háð notkun vatns og landsvæðis. Það er brýn þörf á að þróa fleiri próteinríkar matvörur sem innihalda mikilvæg næringarefni með því að nýta óhefðbundnar auðlindir. Sjónum hefur verið í auknum mæli beint að stórþörungum en þeir hafa fram til þessa verið fremur lítið rannsakaðir sem matvæli,“ segir hún.

Útrunnið hráefni til diskósúpugerðar
Fréttir 29. október 2024

Útrunnið hráefni til diskósúpugerðar

Slow Food Reykjavík hélt hátíð í garðskála Grasagarðs Reykjavíkur dagana 18. og ...

Dagur sauðkindarinnar
Fréttir 29. október 2024

Dagur sauðkindarinnar

Þann 12. október síðastliðinn var dagur sauðkindarinnar í Rangárvallasýslu haldi...

Nýr formaður Lífeyrissjóðsins
Fréttir 29. október 2024

Nýr formaður Lífeyrissjóðsins

Vala Valtýsdóttir er nýr formaður stjórnar Lífeyrissjóðs bænda. Aukaaðalfundur s...

Vindorkugarður á borð Skipulagsstofnunar
Fréttir 28. október 2024

Vindorkugarður á borð Skipulagsstofnunar

Skipulagsstofnun birti þann 18. október til umsagnar matsáætlun fyrir mat á umhv...

Stjórnvöld þurfi að styðja aukna matvælaframleiðslu
Fréttir 28. október 2024

Stjórnvöld þurfi að styðja aukna matvælaframleiðslu

Auka þarf innlenda matvælaframleiðslu um 45–55 prósent næstu þrjátíu árin til að...

Vel gengur að rækta riðuþolið sauðfé
Fréttir 28. október 2024

Vel gengur að rækta riðuþolið sauðfé

Innleiðing á verndandi og mögulega verndandi arfgerðum gegn riðu í sauðfé gengur...

Umsóknum fækkaði um jarðræktarstyrki í garðyrkju
Fréttir 25. október 2024

Umsóknum fækkaði um jarðræktarstyrki í garðyrkju

Umsóknum um styrki vegna útiræktunar grænmetis fækkaði um fimm frá fyrra ári.

Sláturhús Hellu og Esja gæðafæði sameinast
Fréttir 25. október 2024

Sláturhús Hellu og Esja gæðafæði sameinast

Kennitala Sláturhússins á Hellu hefur verið afskráð og verður reksturinn færður ...