Greina þörf á tæknilausnum
Mynd / Unsplash - Jason Mavrommatis
Fréttir 31. júlí 2024

Greina þörf á tæknilausnum

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Evrópskt netverk um stafræna nýsköpun og gagnatækni fyrir búfjárrækt sem byggir á úthagabeit er íslenskt heiti verkefnisins DIGI- RANGELAND sem hlaut í lok júní úthlutun úr Horizon Europe rannsókna- og nýsköpunaráætlun Evrópusambandsins.

Landbúnaðarháskóli Íslands er hluti af verkefninu og leiðir Jóhannes Sveinbjörnsson það fyrir hönd skólans.

„Búfjárrækt sem byggir að meira eða minna leyti á úthagabeit er mikilvæg í Evrópu. Það er bæði vegna matvælaframleiðslu og ýmiss konar þjónustu við vistkerfi, svo sem að halda landi opnu með beit til að draga úr líkum á gróðureldum og stuðla að fjölbreytni búsvæða. Þessa tegund landbúnaðar er á margan hátt flóknara að tæknivæða heldur en þá framleiðslu sem fer fram að mestu innandyra eða á tiltölulega einsleitu landi. Ýmis framþróun hefur þó átt sér stað sem skapar tækifæri til vinnuhagræðingar við ýmsa meðhöndlun búfjár á beit og þann tíma sem það er á húsi, og varðandi beitarstýringu, smalamennskur og fleira. Nokkur lykilorð varðandi slíka tækni eru rafræn eyrnamerki, GPS-staðsetningarbúnaður, rafrænar (ósýnilegar) girðingar, drónar, raggangar og flokkunarhlið, búnaður til að stýra fóðrun og hugbúnaðarkerfi vegna skýrsluhalds af ýmsu tagi. DIGI- RANGELAND netverkið gengur út á að búa til smærri og stærri tengslanet bænda og annarra landnotenda sem standa frammi fyrir ýmsum áskorunum varðandi landnotkun, bæði á héraðs-, lands- og Evrópuvísu. Þörf fyrir tæknilausnir verður greind, skoðað hvaða tæknilausnir eru í boði og hvað hentar á mismunandi stöðum. Lögð er áhersla á að koma á nánu sambandi milli þeirra sem eru að þróa lausnirnar og væntanlegra notenda þeirra. Í þessu netverki felast því margvísleg tækifæri fyrir íslenska bændur, ráðgjafa þeirra, vísindafólk og fleiri tengda aðila,“ segir í tilkynningu frá LbhÍ.

Verkefnið hefst í ársbyrjun 2025 og stendur yfir í fjögur ár. Heildarstuðningur við verkefnið er 3 milljónir evra, eða um 450 milljónir íslenskra króna, þar af mun 14,25%, eða rúmlega 60 milljónir íslenskra króna, fara í gegnum Landbúnaðarháskóla Íslands.

Stofnunin IDELE í Frakklandi leiðir verkefnið en í kjarnahópi sem mótaði verkefnið voru einnig stofnanirnar SRUC í Skotlandi og NIBIO í Noregi ásamt LbhÍ. Þátttökuaðilar í verkefninu koma einnig frá Rúmeníu, Grikklandi, Spáni, Króatíu, Slóveníu, Búlgaríu og Sviss að því er fram kemur í tilkynningunni.

Greina þörf á tæknilausnum
Fréttir 31. júlí 2024

Greina þörf á tæknilausnum

Evrópskt netverk um stafræna nýsköpun og gagnatækni fyrir búfjárrækt sem byggir ...

Allt fæst í kaupfélaginu
Fréttir 30. júlí 2024

Allt fæst í kaupfélaginu

Ólíkt því sem áður var eru verslanir í eigu kaupfélaga orðnar sjaldgæfar. Á Hvam...

Stórþörungar í matvæli
Fréttir 29. júlí 2024

Stórþörungar í matvæli

Verkefninu Seafoodture, um stórþörunga í matvæli, hefur verið hleypt af stokkunu...

Mugga bar þremur kvígum
Fréttir 26. júlí 2024

Mugga bar þremur kvígum

Kýrin Mugga 985 frá bænum Steindyrum í Svarfaðardal í Dalvíkurbyggð bar þríkelfi...

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku
Fréttir 25. júlí 2024

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku

Þann 24. júní náðist sögulegt samkomulag í Danmörku, á milli stjórnvalda og nokk...

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?
Fréttir 25. júlí 2024

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?

Því hefur verið varpað fram að þegar kemur að kolefnisbindingu ætti að leggja me...

Snikka til lög um flutningsjöfnuð
Fréttir 25. júlí 2024

Snikka til lög um flutningsjöfnuð

Áform eru uppi um breytingu á lögum um svæðisbundna flutningsjöfnun.

Stofnanir út á land
Fréttir 24. júlí 2024

Stofnanir út á land

Aðsetur nýrra stofnana umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins verður utan h...