Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 mánaða.
Greina þörf á tæknilausnum
Mynd / Unsplash - Jason Mavrommatis
Fréttir 31. júlí 2024

Greina þörf á tæknilausnum

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Evrópskt netverk um stafræna nýsköpun og gagnatækni fyrir búfjárrækt sem byggir á úthagabeit er íslenskt heiti verkefnisins DIGI- RANGELAND sem hlaut í lok júní úthlutun úr Horizon Europe rannsókna- og nýsköpunaráætlun Evrópusambandsins.

Landbúnaðarháskóli Íslands er hluti af verkefninu og leiðir Jóhannes Sveinbjörnsson það fyrir hönd skólans.

„Búfjárrækt sem byggir að meira eða minna leyti á úthagabeit er mikilvæg í Evrópu. Það er bæði vegna matvælaframleiðslu og ýmiss konar þjónustu við vistkerfi, svo sem að halda landi opnu með beit til að draga úr líkum á gróðureldum og stuðla að fjölbreytni búsvæða. Þessa tegund landbúnaðar er á margan hátt flóknara að tæknivæða heldur en þá framleiðslu sem fer fram að mestu innandyra eða á tiltölulega einsleitu landi. Ýmis framþróun hefur þó átt sér stað sem skapar tækifæri til vinnuhagræðingar við ýmsa meðhöndlun búfjár á beit og þann tíma sem það er á húsi, og varðandi beitarstýringu, smalamennskur og fleira. Nokkur lykilorð varðandi slíka tækni eru rafræn eyrnamerki, GPS-staðsetningarbúnaður, rafrænar (ósýnilegar) girðingar, drónar, raggangar og flokkunarhlið, búnaður til að stýra fóðrun og hugbúnaðarkerfi vegna skýrsluhalds af ýmsu tagi. DIGI- RANGELAND netverkið gengur út á að búa til smærri og stærri tengslanet bænda og annarra landnotenda sem standa frammi fyrir ýmsum áskorunum varðandi landnotkun, bæði á héraðs-, lands- og Evrópuvísu. Þörf fyrir tæknilausnir verður greind, skoðað hvaða tæknilausnir eru í boði og hvað hentar á mismunandi stöðum. Lögð er áhersla á að koma á nánu sambandi milli þeirra sem eru að þróa lausnirnar og væntanlegra notenda þeirra. Í þessu netverki felast því margvísleg tækifæri fyrir íslenska bændur, ráðgjafa þeirra, vísindafólk og fleiri tengda aðila,“ segir í tilkynningu frá LbhÍ.

Verkefnið hefst í ársbyrjun 2025 og stendur yfir í fjögur ár. Heildarstuðningur við verkefnið er 3 milljónir evra, eða um 450 milljónir íslenskra króna, þar af mun 14,25%, eða rúmlega 60 milljónir íslenskra króna, fara í gegnum Landbúnaðarháskóla Íslands.

Stofnunin IDELE í Frakklandi leiðir verkefnið en í kjarnahópi sem mótaði verkefnið voru einnig stofnanirnar SRUC í Skotlandi og NIBIO í Noregi ásamt LbhÍ. Þátttökuaðilar í verkefninu koma einnig frá Rúmeníu, Grikklandi, Spáni, Króatíu, Slóveníu, Búlgaríu og Sviss að því er fram kemur í tilkynningunni.

Aðsteðjandi ógnir æ flóknari og fjölþættari
Fréttir 10. apríl 2025

Aðsteðjandi ógnir æ flóknari og fjölþættari

Vaxandi vilji er meðal norrænu þjóðanna til að fara í samstarf um viðbúnað og ne...

Áhyggjur af nýliðun í bændastétt og afkomuvanda
Fréttir 10. apríl 2025

Áhyggjur af nýliðun í bændastétt og afkomuvanda

Fundaferð Bændasamtaka Íslands og atvinnuvegaráðherra lauk í gær. Helstu málefni...

Lóu og spóa fækkar ört
Fréttir 10. apríl 2025

Lóu og spóa fækkar ört

Hljóðheimur íslenska sumarsins er að breytast því bæði lóum og spóum hefur fækka...

Stuðningur við innleiðingu á LED-ljósabúnaði
Fréttir 10. apríl 2025

Stuðningur við innleiðingu á LED-ljósabúnaði

Jóhann Páll Jóhannsson umhverfis-, orkuog loftslagsráðherra hefur ákveðið að sty...

Alþjóðlegt samstarf um líffræðilega fjölbreytni
Fréttir 4. apríl 2025

Alþjóðlegt samstarf um líffræðilega fjölbreytni

Í umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytinu er nú hafin vinna við að undirbúa að...

Huldar verur í sviðsljósið
Fréttir 3. apríl 2025

Huldar verur í sviðsljósið

Völva og sjáandi á Akureyri hefur unnið ötullega að því að efla samtal og áhuga ...

Framleiða pakkasósur úr villisveppum á Flateyri
Fréttir 3. apríl 2025

Framleiða pakkasósur úr villisveppum á Flateyri

Hjónin Sæbjörg Freyja Gísladóttir og Eyvindur Atli Ásvaldsson framleiða pakkasós...

Ólíklegt að veiðar verði heimilaðar
Fréttir 2. apríl 2025

Ólíklegt að veiðar verði heimilaðar

Líklegt þykir að þingsályktunartillaga um veiðar á álft og gæs utan hefðbundins ...