Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 mánaða.
Dömupeysa
Hannyrðahornið 13. ágúst 2024

Dömupeysa

Höfundur: Stelpurnar í Handverkskúnst, www.garn.is

Prjónuð peysa úr DROPS Cotton Merino. Stykkið er prjónað ofan frá og niður með tvöföldum kanti í hálsi, hringlaga berustykki og áferðarmynstri.

DROPS Design: Mynstur cm-127

Stærðir: S (M) L (XL) XXL (XXXL)

Garn: DROPS COTTON MERINO (fæst í Handverkskúnst)
450 (500) 550 (600) 650 (750) g litur á mynd nr 29, sægrænn

Prjónfesta: 21 lykkja x 28 umferðir í sléttprjóni = 10 x 10 cm

Prjónar: Sokkaprjónar nr 3 og 4. Hringprjónar nr 3 og 4 , 40 cm og 60 cm eða 80 cm. Kaðlaprjónn

Mynstur: Sjá mynsturteikningu A.1 og A.2.Veldu mynsturteikningu fyrir þína stærð (á við um A.1)

Útaukning-1 (jafnt yfir): Til þess að reikna út hvernig auka eigi jafnt út, teljið fjölda lykkja í umferð (t.d. 94 lykkjur) og deilið lykkjum með fjölda útaukninga sem á að gera (t.d. 32) = 2,9. Í þessu dæmi er aukið út með því að slá 1 sinni uppá prjóninn til skiptis á eftir ca 3. hverja lykkju. Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður snúinn slétt, svo ekki myndist gat.

Útaukning-2 (á við um í hliðum á fram- og bakstykki): Aukið út um 1 lykkju hvoru megin við A.2 í hvorri hlið á fram- og bakstykki, þ.e.a.s. aukið út þannig: Prjónið þar til 1 lykkja er eftir á undan A.2, sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið 1 lykkju sléttprjón, prjónið A.2 (= 9 lykkjur), prjónið 1 lykkju sléttprjón og sláið 1 sinni uppá prjóninn (= 2 lykkjur fleiri í hlið og alls 4 lykkjur fleiri í umferð).

Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður snúinn slétt svo ekki myndist gat. Prjónið síðan nýjar lykkjur í sléttprjóni.

Úrtaka (á við um mitt undir ermum): Fækkið um 1 lykkju hvoru megin við A.2 mitt undir ermi, þ.e.a.s. prjónið þannig: Prjónið A.2 eins og áður yfir fyrstu 9 lykkjur, lyftið 1 lykkju eins og prjóna eigi slétt, prjónið 1 lykkju slétt, steypið lyftu lykkjunni yfir lykkjuna sem var prjónuð, prjónið sléttprjón þar til 2 lykkjur eru eftir á undan A.2, prjónið þessar 2 lykkjur slétt saman (= 2 lykkjur færri).

PEYSA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI:
Tvöfaldur kantur í hálsmáli og berustykki er prjónað í hring á hringprjón frá miðju að aftan, ofan frá og niður. Berustykkið skiptist fyrir fram- og bakstykki og ermar. Fram- og bakstykki er prjónað í hring á hringprjóna, ofan frá og niður. Ermar eru prjónaðar í hring á sokkaprjóna/stutta hringprjóna, ofan frá og niður.

Kantur í hálsmáli: Fitjið upp 94 (98) 102 (108) 112 (116) lykkjur á stuttan hringprjón nr 3. Prjónið stroff hringinn (1 slétt, 1 brugðið) í 7 cm. Prjónið 1 umferð slétt þar sem aukið er út um 32 (32) 34 (36) 38 (38) lykkjur jafnt yfir – sjá

ÚTAUKNING-1 = 126 (130) 136 (144) 150 (154) lykkjur. Setjið 1 prjónamerki mitt í umferð (= mitt að framan). Berustykkið er nú mælt frá þessu prjónamerki. Prjónið síðan berustykki eins og útskýrt er að neðan.

Berustykki: Skiptið yfir á hringprjóna nr 4 og prjónið sléttprjón hringinn. Þegar stykkið mælist 4 cm frá prjónamerki í öllum stærðum, aukið út um 42 (32) 34 (36) 50 (52) lykkjur jafnt yfir (sjá útaukning-1) = 168 (162) 170 (180) 200 (206) lykkjur. Prjónið áfram þar til stykkið mælist 4 (5)6(7)7(8)cm–aukiðjafnframtútum0 (18) 10 (18) 31 (39) lykkjur jafnt yfir í síðustu umferð = 168 (180) 180 (198) 231 (245) lykkjur. Prjónið A.1 hringinn (28 (30) 30 (33) 33 (35) mynstureiningar með 6 (6) 6 (6) 7 (7) lykkjur). Þegar A.1 er prjónað til loka á hæðina, eru 280 (300) 330 (363) 396 (420) lykkjur í umferð og stykkið mælist ca 15 (16) 18 (19) 21 (22) cm frá prjónamerki við háls. Prjónið sléttprjón – aukið jafnframt út 4 (8) 2 (9) 0 (8) lykkjur jafnt yfir í fyrstu umferð. Þegar stykkið mælist 19 (21) 23 (25) 27-(29) cm frá prjónamerki við háls, skiptist berustykkið fyrir fram- og bakstykki og ermar. Prjónið: 41 (45) 48 (53) 59 (65) lykkjur slétt ( 1⁄2 bakstykki), setjið næstu 60 (64) 70 (80) 80 (84) lykkjur á þráð fyrir ermi, fitjið upp 7 (7) 9 (9) 11 (11) nýjar lykkjur, prjónið 82 (90) 96 (106) 118 (130) lykkjur slétt ( framstykki), setjið næstu 60 (64) 70 (80) 80 (84) lykkjur á þráð fyrir ermi, fitjið upp 7 (7) 9 (9) 11 (11) nýjar lykkjur, prjónið 41 (45) 48 (53) 59 (65) lykkjur ( 1⁄2 bakstykki). Héðan er nú mælt.

FRAM- OG BAKSTYKKI: = 178 (194) 210 (230) 258 (282) lykkjur. Setjið 1 prjónamerki í hvora hlið á fram- og bakstykki – í miðju af 7 (7) 9 (9) 11 (11) lykkjum sem fitjaðar voru upp undir hvorri ermi.

Prjónið sléttprjón yfir bakstykki þar til 4 lykkjur eru eftir á undan fyrstu lykkju með prjónamerki í – umferðin byrjar nú hér. Prjónið A.2 (= 9 lykkjur – prjónamerki situr í miðju af þessum 9 lykkjum), prjónið 80 (88) 96 (106) 120 (132) lykkjur sléttprjón, prjónið A.2 (= 9 lykkjur – prjónamerki situr í miðju af þessum 9 lykkjum), prjónið 80 (88) 96 (106) 120 (132) lykkjur sléttprjón. Haldið svona áfram með mynstur. Þegar stykkið mælist 6 cm frá skiptingu í öllum stærðum, aukið út um 1 lykkju hvoru megin við A.2 í hvorri hlið á fram- og bakstykki – sjá ÚTAUKNING (= 4 lykkjur fleiri).

Aukið svona með 6 cm millibili alls 3 sinnum í hvorri hlið = 190 (206) 222 (242) 270 (294) lykkjur.

Prjónið áfram þar til stykkið mælist 25 cm frá skiptingu. Nú eru eftir ca 3 cm að loka máli, mátið e.t.v. peysuna og prjónið að óskaðri lengd. Í næstu umferð eru lykkjur auknar út jafnt yfir, þ.e.a.s. næsta umferð er prjónuð þannig: Prjónið A.2 eins og áður, prjónið 86 (94) 102 (112) 126 (138) lykkjur sléttprjón og aukið jafnframt út 19 (21) 23 (25) 27 (29) lykkjur jafnt yfir þessar sléttprjónuðu lykkjur, prjónið A.2 eins og áður, prjónið 86 (94) 102 (112) 126 (138) lykkjur sléttprjón og aukið jafnframt út 19 (21) 23 (25) 27 (29) lykkjur jafnt yfir þessar sléttprjónuðu lykkjur = 228 (248) 268 (292) 324 (352) lykkjur. ATH: Það er aukið út til að koma í veg fyrir að stroffið sem á að prjóna dragið stykkið saman. 

Skiptið yfir á hringprjón 3.

Prjónið næstu umferð þannig: Prjónið A.2 eins og áður yfir fyrstu 9 lykkjurnar, *1 lykkja slétt, 1 lykkja brugðið*, prjónið frá *-* þar til 1 lykkja er eftir á undan A.2 í hinni hliðinni á stykkinu, prjónið 1 lykkju slétt, prjónið A.2 eins og áður yfir næstu 9 lykkjur, *1 lykkja slétt, 1 lykkja brugðið*, prjónið frá *-* þar til 1 lykkja er eftir í umferð og endið með 1 lykkju slétt.

Haldið svona áfram með stroff í 3 cm. Fellið af með sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur.

Peysan mælist ca 50 (52) 54 (56) 58 (60) cm frá öxl og niður.

ERMI: Setjið 60 (64) 70 (80) 80 (84) lykkjur af þræði í annarri hlið á stykki á sokkaprjóna eða stuttan hringprjón nr 4 og prjónið að auki upp1lykkjuíhverjaaf7(7)9(9)11(11) lykkjur sem fitjaðar voru upp undir ermi. Setjið 1 prjónamerki í miðju af 7 (7) 9 (9) 11 (11) lykkjum. Byrjið umferð 4 lykkjum á undan lykkju með prjónamerki í, prjónið A.2 (= 9 lykkjur – prjónamerki situr í miðju af þessum 9 lykkjum), prjónið þær lykkjur sem eftir eru í sléttprjóni. Haldið svona áfram með mynstri. Þegar ermin mælist 3 cm frá skiptingu í öllum stærðum, fækkið um 1 lykkju hvoru megin við A.2 – sjá ÚRTAKA). Fækkið lykkjum svona með 31⁄2 (3) 2 (11⁄2) 11⁄2 (11⁄2) cm millibili alls 10 (11) 14 (18) 18 (18) sinnum = 47 (49) 51 (53) 55 (59) lykkjur. Prjónið áfram þar til ermin mælist 38 (36) 35 (33) 31 (30) cm frá skiptingu. Nú eru eftir ca 8 cm að loka máli, mátið e.t.v. peysuna og prjónið að óskaðri lengd. ATH: Það er styttra mál í stærri stærðum vegna víðari hálsmáls og lengra berustykkis. Í næstu umferð er lykkjum aukið út jafnt yfir, þ.e.a.s. næsta umferð er prjónuð þannig: Prjónið A.2 eins og áður, prjónið síðan 38 (40) 42 (44) 46 (50) lykkjur sléttprjón og aukið jafnframt út 9 (9) 11 (11) 11 (11) lykkjur jafnt yfir þessar sléttprjónuðu lykkjur. Skiptið yfir á sokkaprjóna nr 3. Prjónið næstu umferð þannig: Prjónið A.2 eins og áður yfir fyrstu 9 lykkjurnar, *1 lykkja slétt, 1 lykkja brugðið*, prjónið frá *-* þar til 1 lykkja er eftir á undan A.2 og endið með 1 lykkju slétt. Haldið svona áfram með stroff í 8 cm. Fellið af með sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur. Ermin mælist ca 46 (44) 43 (41) 39 (38) cm frá skiptingu. Prjónið hina ermina á sama hátt.

Frágangur: Brjótið upp á kant í hálsmáli tvöfalt að röngu og saumið niður með smáu, fallegu spori.

Prjónakveðja, Stelpurnar í Handverkskúnst

Gleðileg rauð slaufa
Hannyrðahornið 23. desember 2024

Gleðileg rauð slaufa

Prjónuð slaufa úr DROPS Cotton Merino, sem hægt er að nýta sem pakkaskraut, hárs...

Sveitahúfa (Húfa á húsin)
Hannyrðahornið 16. desember 2024

Sveitahúfa (Húfa á húsin)

Hugmyndir að uppskriftum og mynstrum koma víða að. Þessi húfa varð að stofni til...

Jólapottaleppar
Hannyrðahornið 3. desember 2024

Jólapottaleppar

Jólin nálgast óðfluga og alltaf gaman að taka upp jólahlutina og gefa heimilinu ...

Peysan Björk
Hannyrðahornið 20. nóvember 2024

Peysan Björk

Stærðir: XS S M L XL XXL. Yfirvídd: 88 94 100 111 120 128.

Lily Leaper Socks
Hannyrðahornið 6. nóvember 2024

Lily Leaper Socks

Prjónaðir stuttir sokkar í stroffprjóni úr DROPS Fiesta. Fiesta er nýtt nylonsty...

Peysan Fis
Hannyrðahornið 22. október 2024

Peysan Fis

Létta, lipra peysan sem göngugarpar elska að skella í bakpokann.

Bubba
Hannyrðahornið 24. september 2024

Bubba

Stærðir: XS S M L XL XXL.

Manstu vorið?
Hannyrðahornið 10. september 2024

Manstu vorið?

Þessi fallega peysa með gatamynstri á ermum er prjónuð úr DROPS Alpaca og DROPS ...