Sjaldgæft er að þríkelfingar komi í heiminn en kálfarnir á Steindyrum eiga
vonandi bjarta framtíð. Allt eru þetta kvígur.
Sjaldgæft er að þríkelfingar komi í heiminn en kálfarnir á Steindyrum eiga vonandi bjarta framtíð. Allt eru þetta kvígur.
Mynd / Aðsendar
Fréttir 26. júlí 2024

Mugga bar þremur kvígum

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

Kýrin Mugga 985 frá bænum Steindyrum í Svarfaðardal í Dalvíkurbyggð bar þríkelfingum í lok júní.

„Burðurinn gekk ótrúlega vel, kálfarnir eru sprækir og mamma þeirra líka. Nú er aðal höfuðverkurinn að finna nafn á alla kálfana en Úllen, Dúllen og Doff gætu komið til greina,“ segir Gunnhildur Gylfadóttir kúabóndi létt í bragði. Þetta var þriðji burður Muggu en faðir kálfanna er nautið Óðinn 21002. Mamma Muggu var tvíkelfingur og hétu þær systur Sí og Æ. Ábúendur á Steindyrum eru þau Gunnhildur og Hjálmar Herbertsson, sem eiga fjögur börn.

Mjólkurkýrnar á bænum eru um 65 talsins en á búinu eru líka kindur, geitur, hross og hænur svo eitthvað sé nefnt.

Mugga bar þremur kvígum
Fréttir 26. júlí 2024

Mugga bar þremur kvígum

Kýrin Mugga 985 frá bænum Steindyrum í Svarfaðardal í Dalvíkurbyggð bar þríkelfi...

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku
Fréttir 25. júlí 2024

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku

Þann 24. júní náðist sögulegt samkomulag í Danmörku, á milli stjórnvalda og nokk...

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?
Fréttir 25. júlí 2024

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?

Því hefur verið varpað fram að þegar kemur að kolefnisbindingu ætti að leggja me...

Snikka til lög um flutningsjöfnuð
Fréttir 25. júlí 2024

Snikka til lög um flutningsjöfnuð

Áform eru uppi um breytingu á lögum um svæðisbundna flutningsjöfnun.

Stofnanir út á land
Fréttir 24. júlí 2024

Stofnanir út á land

Aðsetur nýrra stofnana umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins verður utan h...

Lundaveiðar leyfðar
Fréttir 24. júlí 2024

Lundaveiðar leyfðar

Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja hefur samþykkt að heimila lundaveiði 27...

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum
Fréttir 23. júlí 2024

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum

Rannsóknamiðstöð landbúnaðarins, RML, rannsakar nú erfðaorsakir kálfadauða.

Upphreinsun skurða
Fréttir 23. júlí 2024

Upphreinsun skurða

Búnaðarfélag Austur-Landeyja hefur sent sveitarstjórn Rangárþings eystra erindi ...