Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Borun við Reyki fyrir hitaveitu Blönduóss og Skagastrandar.
Borun við Reyki fyrir hitaveitu Blönduóss og Skagastrandar.
Mynd / RARIK
Fréttir 3. ágúst 2023

Vantar nýja vinnsluholu

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

Borun er hafin við Reyki fyrir hitaveitu Blönduóss og Skagastrandar.

Byrjað var að bora fyrstu af fjórum rannsóknarholum við Reyki laust fyrir síðustu mánaðamót, að því er kemur fram á vef RARIK.

Er farið í verkefnið til að finna meira heitt vatn fyrir hitaveitu Blönduóss og Skagastrandar þar sem afkastageta núverandi svæðis er um það bil fullnýtt. Segir að ætlunin sé að bora fjórar rannsóknarholur, allt að 500 m djúpar, og út frá þeim gögnum sem fást úr holunum verði ný vinnsluhola staðsett.

Að tillögu ÍSOR er borað austan og vestan við núverandi vinnslusvæði og er ætlunin að leggja mat á stærð svæðisins, athuga hvort líkur séu á að finna heitt vatn utan við núverandi nýtingarsvæði og sem fyrr segir að finna hentuga staðsetningu fyrir vinnsluholuna sjálfa.

„Verktaki við borunina er Finnur ehf. á Akureyri en það fyrirtæki hefur nýlega flutt inn nýjan öflugan beltabor sem hentar vel í umrætt verk,“ segir í tilkynningu RARIK. „Ummerki á landi ættu því að vera í lágmarki, auk þess sem nauðsynleg loftpressa er höfð á vörubíl sem getur í þessu verkefni staðið á vegslóðum sem þegar eru til staðar og þaðan lagðar loftslöngur að bornum.“

Skylt efni: Rarik

Jólakveðja
Fréttir 24. desember 2024

Jólakveðja

Ritstjórn Bændablaðsins óskar lesendum um land allt gleðilegra jóla og farsældar...

Lækkað áburðarverð
Fréttir 23. desember 2024

Lækkað áburðarverð

Fyrsta áburðarverðskráin hefur verið gefin út fyrir næsta ár.

Bleikjuharðfiskur úr heimilisbakarofninum
Fréttir 23. desember 2024

Bleikjuharðfiskur úr heimilisbakarofninum

Auðvelt er að gera sinn eigin „harðfisk“ heima í eldhúsi úr flökum smáfisks. Flö...

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...