Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 mánaða.
Borun við Reyki fyrir hitaveitu Blönduóss og Skagastrandar.
Borun við Reyki fyrir hitaveitu Blönduóss og Skagastrandar.
Mynd / RARIK
Fréttir 3. ágúst 2023

Vantar nýja vinnsluholu

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

Borun er hafin við Reyki fyrir hitaveitu Blönduóss og Skagastrandar.

Byrjað var að bora fyrstu af fjórum rannsóknarholum við Reyki laust fyrir síðustu mánaðamót, að því er kemur fram á vef RARIK.

Er farið í verkefnið til að finna meira heitt vatn fyrir hitaveitu Blönduóss og Skagastrandar þar sem afkastageta núverandi svæðis er um það bil fullnýtt. Segir að ætlunin sé að bora fjórar rannsóknarholur, allt að 500 m djúpar, og út frá þeim gögnum sem fást úr holunum verði ný vinnsluhola staðsett.

Að tillögu ÍSOR er borað austan og vestan við núverandi vinnslusvæði og er ætlunin að leggja mat á stærð svæðisins, athuga hvort líkur séu á að finna heitt vatn utan við núverandi nýtingarsvæði og sem fyrr segir að finna hentuga staðsetningu fyrir vinnsluholuna sjálfa.

„Verktaki við borunina er Finnur ehf. á Akureyri en það fyrirtæki hefur nýlega flutt inn nýjan öflugan beltabor sem hentar vel í umrætt verk,“ segir í tilkynningu RARIK. „Ummerki á landi ættu því að vera í lágmarki, auk þess sem nauðsynleg loftpressa er höfð á vörubíl sem getur í þessu verkefni staðið á vegslóðum sem þegar eru til staðar og þaðan lagðar loftslöngur að bornum.“

Skylt efni: Rarik

Sama sláturhús sektað þrisvar
Fréttir 17. maí 2024

Sama sláturhús sektað þrisvar

Matvælastofnun (MAST) hefur þrisvar sinnum á þessu ári lagt stjórnvaldssekt á sv...

KS hagnaðist um 5,5 milljarða króna
Fréttir 17. maí 2024

KS hagnaðist um 5,5 milljarða króna

Hagnaður Kaupfélags Skagfirðinga af rekstri félagsins á árinu 2023 reyndist rúml...

Vorverkum bænda seinkar
Fréttir 16. maí 2024

Vorverkum bænda seinkar

Veturinn sem leið var sá kaldasti frá vetrinum 1998 til 1999, samkvæmt tíðindum ...

Riðuveiki útrýmt innan 20 ára
Fréttir 16. maí 2024

Riðuveiki útrýmt innan 20 ára

Landsáætlun um riðuveikilaust Ísland hefur verið sett í samráðsgátt stjórnvalda.

Kornþurrkstöð reist í Eyjafirði
Fréttir 16. maí 2024

Kornþurrkstöð reist í Eyjafirði

Grunnur undir kornþurrkstöð í Eyjafirði er nú að taka á sig mynd í landi Laugala...

Mjólkurframleiðendur fá arðgreiðslu
Fréttir 16. maí 2024

Mjólkurframleiðendur fá arðgreiðslu

Kúabændur á starfssvæði Auðhumlu mega gera ráð fyrir arðgreiðslu frá samstæðunni...

Vetnisknúin skip í smíðum
Fréttir 15. maí 2024

Vetnisknúin skip í smíðum

Smíði er hafin á tveimur vetnis­ skipum á vegum Samskipa. Áætlað er að þeim verð...

Drómasýki í hrossum
Fréttir 13. maí 2024

Drómasýki í hrossum

Drómasýki er vaxandi vandamál í íslenskri hrossarækt. Til stendur að stofna star...