Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 11 mánaða.
Borun við Reyki fyrir hitaveitu Blönduóss og Skagastrandar.
Borun við Reyki fyrir hitaveitu Blönduóss og Skagastrandar.
Mynd / RARIK
Fréttir 3. ágúst 2023

Vantar nýja vinnsluholu

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

Borun er hafin við Reyki fyrir hitaveitu Blönduóss og Skagastrandar.

Byrjað var að bora fyrstu af fjórum rannsóknarholum við Reyki laust fyrir síðustu mánaðamót, að því er kemur fram á vef RARIK.

Er farið í verkefnið til að finna meira heitt vatn fyrir hitaveitu Blönduóss og Skagastrandar þar sem afkastageta núverandi svæðis er um það bil fullnýtt. Segir að ætlunin sé að bora fjórar rannsóknarholur, allt að 500 m djúpar, og út frá þeim gögnum sem fást úr holunum verði ný vinnsluhola staðsett.

Að tillögu ÍSOR er borað austan og vestan við núverandi vinnslusvæði og er ætlunin að leggja mat á stærð svæðisins, athuga hvort líkur séu á að finna heitt vatn utan við núverandi nýtingarsvæði og sem fyrr segir að finna hentuga staðsetningu fyrir vinnsluholuna sjálfa.

„Verktaki við borunina er Finnur ehf. á Akureyri en það fyrirtæki hefur nýlega flutt inn nýjan öflugan beltabor sem hentar vel í umrætt verk,“ segir í tilkynningu RARIK. „Ummerki á landi ættu því að vera í lágmarki, auk þess sem nauðsynleg loftpressa er höfð á vörubíl sem getur í þessu verkefni staðið á vegslóðum sem þegar eru til staðar og þaðan lagðar loftslöngur að bornum.“

Skylt efni: Rarik

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði
Fréttir 15. júlí 2024

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði

Matvælaráðuneytið segir í svari við fyrirspurn ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, að sa...

Farsæll áhugaræktandi
Fréttir 15. júlí 2024

Farsæll áhugaræktandi

Þrír synir undan heiðursverðlaunahryssunni Álöfu frá Ketilsstöðum komu fram á La...

Hundrað hesta setningarathöfn
Fréttir 12. júlí 2024

Hundrað hesta setningarathöfn

Setningarathöfn Landsmóts hestasmanna er alla jafna hátíðleg.

Til þess var leikurinn gerður
Fréttir 11. júlí 2024

Til þess var leikurinn gerður

Stjórn Búsældar hefur fyrir sitt leyti samþykkt söluna á Kjarnafæði Norðlenska t...

Skammur aðdragandi að sölunni
Fréttir 11. júlí 2024

Skammur aðdragandi að sölunni

Bræðurnir Eiður og Hreinn Gunnlaugssynir hafa sem áður segir samþykkt kauptilboð...

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska
Fréttir 11. júlí 2024

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska

Meginmarkmið kaupa Kaupfélags Skagfirðinga (KS) á Kjarnafæði Norðlenska (KN) er ...

Tilþrif á Landsmóti
Fréttir 11. júlí 2024

Tilþrif á Landsmóti

Enginn skortur var á glæsilegum tilþrifum stólpafáka sem komu fram í gæðingakepp...

Verður langstærsta kjötafurðastöð landsins
Fréttir 11. júlí 2024

Verður langstærsta kjötafurðastöð landsins

Kaupfélag Skagfirðinga (KS) hefur gert kauptilboð í allt hlutafé Kjarnafæðis Nor...