Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Meðalnotkun Breta á vatni í dag er um 140 lítrar á dag en notkunin þarf að fara í 100 lítra á dag til að vel megi vera.
Meðalnotkun Breta á vatni í dag er um 140 lítrar á dag en notkunin þarf að fara í 100 lítra á dag til að vel megi vera.
Fréttir 23. apríl 2019

Vatnsskortur innan aldarfjórðungs

Höfundur: VH
Samkvæmt nýjum spám Um­hverf­is­­stofnunar Bretlands­eyja er talið að Bretlandseyjar gætu átt við alvarlegan vatnsskort að etja á næsta aldarfjórðungi. 
 
Skýrsla um vatnsbirgðir og vatns­notkun á Bretlandseyjum var lögð fram á ráðstefnunni Waterwise í síðustu viku. Samkvæmt skýrslunni er vatnsþörf íbúa Bretlands í dag svo mikil að vatnsmagn í boði annar vart eftirspurn. Helsta ástæða þessa er sagður vera vaxandi fólksfjöldi og hækkandi hiti vegna loftslagsbreytinga.  
 
Í tillögu til að stemma stigu við líklegum vatnsskorti er lagt til að fólk dragi úr vatnsnotkun sinni um allt að einn þriðja og að farið verði í gagngerar endurbætur á vatnalögnum í landinu til að draga úr leka þeirra. Talið er að um 35% af öllu vatni sem fara um vatnsleiðslur á Bretlandseyjum tapist vegna leka. Einnig er sagt nauðsynlegt að koma upp nýjum vatnslónum og auka hreinsun á vatni til muna. 
 
Samkvæmt skýrslunni verða Bretar og stjórnvöld í landinu að hætta að stinga hausnum í sandinn þegar kemur að stöðu vatnsmála í landinu. Talið er að um 2040 muni hitabylgjur verða tíðar og líklega árvissar á Bretlandseyjum og að það muni auka vatnsþörfina en á sama tíma draga úr framboði á vatni. Talið er að fólksfjöldi á Bretlandseyjum muni fara úr 67 milljónum í 75 milljónir um miðja þessa öld sem mun að sjálfsögðu auka vatnsþörfina. 
 
Á ráðstefnunni kom fram að meðalnotkun Breta á vatni í dag er um 140 lítrar á dag en að notkunin þurfi að fara í 100 lítra á dag til að vel megi vera. Einnig kom fram að Bretar hafa ekki byggt nýtt vatnslón í áratugi og að vegna þess þurfi að flytja neysluvatn langar vegalengdir eftir hriplekum vatnsleiðslum og að úr því verði að bæta hið bráðasta.
Skráð heildartjón rúmur milljarður
Fréttir 21. nóvember 2024

Skráð heildartjón rúmur milljarður

Skráð heildartjón vegna kuldakasts og annars óvenjulegs veðurfars á árinu er rúm...

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu
Fréttir 21. nóvember 2024

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu

Áður en Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm boðaði Kaupfélag Skagfirðinga (KS) ...

Undanþágan dæmd ólögmæt
Fréttir 21. nóvember 2024

Undanþágan dæmd ólögmæt

Óvissa er uppi um framhald samruna og hugmynda Kaupfélags Skagfirðinga (KS) um h...

Pólar hestar fyrirtæki ársins
Fréttir 19. nóvember 2024

Pólar hestar fyrirtæki ársins

Markaðsstofa Norðurlands hefur valið hestaleiguna Pólar hestar sem fyrirtæki árs...

Byggja stóra íþróttamiðstöð
Fréttir 18. nóvember 2024

Byggja stóra íþróttamiðstöð

Í Árnesi er verið að byggja fyrstu íþróttamiðstöðina í Skeiða- og Gnúpverjahrepp...

Afstaða framboða til landbúnaðarmála
Fréttir 15. nóvember 2024

Afstaða framboða til landbúnaðarmála

Stjórnmálaflokkarnir sem eru í framboði til alþingiskosninga, sem fram fara 30. ...

Nýjar höfuðstöðvar
Fréttir 15. nóvember 2024

Nýjar höfuðstöðvar

Samkvæmt ákvörðun Guðlaugs Þórs Þórðarsonar umhverfis-, orku- og loftslagsráðher...

Fiðrildategund nefnd eftir Björk
Fréttir 15. nóvember 2024

Fiðrildategund nefnd eftir Björk

Skordýrafræðingurinn Harry Pavulaan hjá Nebraska-háskóla hefur nefnt nýja fiðril...