Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Meðalnotkun Breta á vatni í dag er um 140 lítrar á dag en notkunin þarf að fara í 100 lítra á dag til að vel megi vera.
Meðalnotkun Breta á vatni í dag er um 140 lítrar á dag en notkunin þarf að fara í 100 lítra á dag til að vel megi vera.
Fréttir 23. apríl 2019

Vatnsskortur innan aldarfjórðungs

Höfundur: VH
Samkvæmt nýjum spám Um­hverf­is­­stofnunar Bretlands­eyja er talið að Bretlandseyjar gætu átt við alvarlegan vatnsskort að etja á næsta aldarfjórðungi. 
 
Skýrsla um vatnsbirgðir og vatns­notkun á Bretlandseyjum var lögð fram á ráðstefnunni Waterwise í síðustu viku. Samkvæmt skýrslunni er vatnsþörf íbúa Bretlands í dag svo mikil að vatnsmagn í boði annar vart eftirspurn. Helsta ástæða þessa er sagður vera vaxandi fólksfjöldi og hækkandi hiti vegna loftslagsbreytinga.  
 
Í tillögu til að stemma stigu við líklegum vatnsskorti er lagt til að fólk dragi úr vatnsnotkun sinni um allt að einn þriðja og að farið verði í gagngerar endurbætur á vatnalögnum í landinu til að draga úr leka þeirra. Talið er að um 35% af öllu vatni sem fara um vatnsleiðslur á Bretlandseyjum tapist vegna leka. Einnig er sagt nauðsynlegt að koma upp nýjum vatnslónum og auka hreinsun á vatni til muna. 
 
Samkvæmt skýrslunni verða Bretar og stjórnvöld í landinu að hætta að stinga hausnum í sandinn þegar kemur að stöðu vatnsmála í landinu. Talið er að um 2040 muni hitabylgjur verða tíðar og líklega árvissar á Bretlandseyjum og að það muni auka vatnsþörfina en á sama tíma draga úr framboði á vatni. Talið er að fólksfjöldi á Bretlandseyjum muni fara úr 67 milljónum í 75 milljónir um miðja þessa öld sem mun að sjálfsögðu auka vatnsþörfina. 
 
Á ráðstefnunni kom fram að meðalnotkun Breta á vatni í dag er um 140 lítrar á dag en að notkunin þurfi að fara í 100 lítra á dag til að vel megi vera. Einnig kom fram að Bretar hafa ekki byggt nýtt vatnslón í áratugi og að vegna þess þurfi að flytja neysluvatn langar vegalengdir eftir hriplekum vatnsleiðslum og að úr því verði að bæta hið bráðasta.
Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...

Bjart er yfir Miðfirði
Fréttir 19. desember 2024

Bjart er yfir Miðfirði

Bændurnir á bæjunum Bergsstöðum og Urriðaá í Miðfirði fengu heimild til að kaupa...

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum
Fréttir 18. desember 2024

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum

Nýverið var samningur um byggðaþróunarverkefni Brothættra byggða undirritaður mi...

Mánaðarleg upplýsingagjöf
Fréttir 18. desember 2024

Mánaðarleg upplýsingagjöf

Hagstofa Íslands hyggst frá næstu áramótum birta mánaðarlega upplýsingar um fjöl...