Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Verð skinna mjög lágt
Fréttir 9. október 2023

Verð skinna mjög lágt

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Í september fór fram uppboð á minkaskinnum hjá Saga Furs í Finnlandi. Meðalverðið var langt undir framleiðslukostnaði.

Einar Eðvald Einarsson, minkabóndi á Syðra­-Skörðugili, segir það jákvæða við uppboðið að liðlega nítíu prósent skinnanna seldust, sem sé meira en í fyrra. Meðalverð íslenskra skinna á árinu voru tæpar fjögur þúsund krónur á meðan framleiðslukostnaðurinn er á bilinu sjö til átta þúsund krónur. Þetta var síðasta uppboð ársins.

Áföll greinarinnar hafa verið stór undanfarin ár. Fyrst féll skinnaverðið árið 2016 í kjölfar mikillar offramleiðslu árið á undan. Covid­-faraldurinn lokaði síðan á stærstu markaðina í Asíu. Einar segir þrengingar greinarinnar yfirleitt ekki hafa varað nema í þrjú til fjögur ár. Núna hafi minkabændur farið í gegnum átta ára samdráttarskeið, sem sé einsdæmi.

Íslenskir minkabændur hafa í gegnum tíðina selt sín skinn á uppboði í Kaupmannahöfn. Eftir hrun greinarinnar í Danmörku hafi þeir fært sig til Saga Furs í Helsinki í Finnlandi. „Ég er ekki bjartsýnn á framtíðina, en auðvitað vonar maður að einhverjir standi þetta af sér,“ segir Einar. Árið 2015 hafi verið 32 starfandi minkabú á landinu, á meðan þau séu átta í dag.

Breytileikinn T137 verði viðurkenndur sem verndandi
Fréttir 22. nóvember 2024

Breytileikinn T137 verði viðurkenndur sem verndandi

Formlegt erindi liggur nú í matvælaráðuneytinu þar sem óskað er eftir því að arf...

Hlaðvarp um landbúnað í aðdraganda kosninga
Fréttir 22. nóvember 2024

Hlaðvarp um landbúnað í aðdraganda kosninga

Áherslur framboða í málefnum tengdum landbúnaði er umræðuefni hlaðvarpsins „Á hl...

Lán að ekki fór verr
Fréttir 22. nóvember 2024

Lán að ekki fór verr

Um sex þúsund varphænur drápust í eldsvoðanum sem varð í eggjabúi hjá Nesbúeggju...

Aldrei fleiri umsóknir um nýliðunarstuðning
Fréttir 22. nóvember 2024

Aldrei fleiri umsóknir um nýliðunarstuðning

Matvælaráðuneytið hefur úthlutað nýliðunarstuðningi í landbúnaði fyrir árið 2024...

Ákvörðun felld úr gildi
Fréttir 21. nóvember 2024

Ákvörðun felld úr gildi

Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu að nýlega samþykktar undaþágu...

Skráð heildartjón rúmur milljarður
Fréttir 21. nóvember 2024

Skráð heildartjón rúmur milljarður

Skráð heildartjón vegna kuldakasts og annars óvenjulegs veðurfars á árinu er rúm...

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu
Fréttir 21. nóvember 2024

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu

Áður en Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm boðaði Kaupfélag Skagfirðinga (KS) ...

Undanþágan dæmd ólögmæt
Fréttir 21. nóvember 2024

Undanþágan dæmd ólögmæt

Óvissa er uppi um framhald samruna og hugmynda Kaupfélags Skagfirðinga (KS) um h...