Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Verð skinna mjög lágt
Fréttir 9. október 2023

Verð skinna mjög lágt

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Í september fór fram uppboð á minkaskinnum hjá Saga Furs í Finnlandi. Meðalverðið var langt undir framleiðslukostnaði.

Einar Eðvald Einarsson, minkabóndi á Syðra­-Skörðugili, segir það jákvæða við uppboðið að liðlega nítíu prósent skinnanna seldust, sem sé meira en í fyrra. Meðalverð íslenskra skinna á árinu voru tæpar fjögur þúsund krónur á meðan framleiðslukostnaðurinn er á bilinu sjö til átta þúsund krónur. Þetta var síðasta uppboð ársins.

Áföll greinarinnar hafa verið stór undanfarin ár. Fyrst féll skinnaverðið árið 2016 í kjölfar mikillar offramleiðslu árið á undan. Covid­-faraldurinn lokaði síðan á stærstu markaðina í Asíu. Einar segir þrengingar greinarinnar yfirleitt ekki hafa varað nema í þrjú til fjögur ár. Núna hafi minkabændur farið í gegnum átta ára samdráttarskeið, sem sé einsdæmi.

Íslenskir minkabændur hafa í gegnum tíðina selt sín skinn á uppboði í Kaupmannahöfn. Eftir hrun greinarinnar í Danmörku hafi þeir fært sig til Saga Furs í Helsinki í Finnlandi. „Ég er ekki bjartsýnn á framtíðina, en auðvitað vonar maður að einhverjir standi þetta af sér,“ segir Einar. Árið 2015 hafi verið 32 starfandi minkabú á landinu, á meðan þau séu átta í dag.

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...

Bjart er yfir Miðfirði
Fréttir 19. desember 2024

Bjart er yfir Miðfirði

Bændurnir á bæjunum Bergsstöðum og Urriðaá í Miðfirði fengu heimild til að kaupa...

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum
Fréttir 18. desember 2024

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum

Nýverið var samningur um byggðaþróunarverkefni Brothættra byggða undirritaður mi...

Mánaðarleg upplýsingagjöf
Fréttir 18. desember 2024

Mánaðarleg upplýsingagjöf

Hagstofa Íslands hyggst frá næstu áramótum birta mánaðarlega upplýsingar um fjöl...