Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 mánaða.
Aðalfundurinn ályktaði um brottfall laga um gæðamat á æðadún.
Aðalfundurinn ályktaði um brottfall laga um gæðamat á æðadún.
Mynd / Aðsendar
Fréttir 7. desember 2023

Verðmætasköpun eykst og mikil sala

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Æðarræktarfélag Íslands (ÆÍ) hélt aðalfund að Keldnaholti 18. nóvember. Alls mættu liðlega sextíu manns, þar af rúmlega tíu í gegnum fjarfundarbúnað.

Í einu af nokkrum erindum á fundinum fór Elías Gíslason yfir sölu- og markaðsmál. Þar kom fram að mikil aukning hefur verið í sölu á æðardúnssængum framleiddum á Íslandi. Árið 2020 hafi sængurnar verið sjö og hálft prósent af heildarverðmæti en var hlutfallið komið upp í rúm tuttugu og átta prósent árið 2022. Helstu viðskiptaþjóðirnar séu Bretland sem kaupi liðlega fjörutíu og sjö prósent sænganna og Bandaríkin sem versli tæp nítján prósent.

Frá aðalfundi Æðarræktarfélags Íslands á dögunum.

Margrét Rögnvaldsdóttir, formaður ÆÍ, segir í samtali við Bændablaðið að aukninguna megi rekja að hluta til þess að bein sala í gegnum netið er orðin auðveldari. Þetta sé jákvætt því verðmætaaukningin verði til hér á Íslandi.

Samkvæmt upplýsingum frá Margréti eru engar eldri birgðir til af dún í landinu og er verðið búið að vera hátt undanfarið. Japan hafi lengi verið stærsta viðskiptalandið með hrádún, en á síðasta ári var mestur útflutningur til Þýskalands.

Þá samþykkti fundurinn ályktun þar sem frumvarp um brottfall laga um gæðamat á æðardún er harðlega gagnrýnt. Í þeim lögum segir að allur æðardúnn skuli metinn og veginn af lögskipuðum dúnmatsmönnum áður en komi til dreifingar á innanlandsmarkaði eða til útflutnings.

Margrét segir ekkert samráð hafa verið við ÆÍ og það sé einhugur meðal félagsmanna um að missa ekki lögin í einu vetfangi. Þau hafi verið sett vegna ákalls æðarbænda, en fram að því hafi æðardúnn sem innihélt ryk og aðskotahluti verið fluttur út.

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði
Fréttir 15. júlí 2024

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði

Matvælaráðuneytið segir í svari við fyrirspurn ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, að sa...

Farsæll áhugaræktandi
Fréttir 15. júlí 2024

Farsæll áhugaræktandi

Þrír synir undan heiðursverðlaunahryssunni Álöfu frá Ketilsstöðum komu fram á La...

Hundrað hesta setningarathöfn
Fréttir 12. júlí 2024

Hundrað hesta setningarathöfn

Setningarathöfn Landsmóts hestasmanna er alla jafna hátíðleg.

Til þess var leikurinn gerður
Fréttir 11. júlí 2024

Til þess var leikurinn gerður

Stjórn Búsældar hefur fyrir sitt leyti samþykkt söluna á Kjarnafæði Norðlenska t...

Skammur aðdragandi að sölunni
Fréttir 11. júlí 2024

Skammur aðdragandi að sölunni

Bræðurnir Eiður og Hreinn Gunnlaugssynir hafa sem áður segir samþykkt kauptilboð...

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska
Fréttir 11. júlí 2024

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska

Meginmarkmið kaupa Kaupfélags Skagfirðinga (KS) á Kjarnafæði Norðlenska (KN) er ...

Tilþrif á Landsmóti
Fréttir 11. júlí 2024

Tilþrif á Landsmóti

Enginn skortur var á glæsilegum tilþrifum stólpafáka sem komu fram í gæðingakepp...

Verður langstærsta kjötafurðastöð landsins
Fréttir 11. júlí 2024

Verður langstærsta kjötafurðastöð landsins

Kaupfélag Skagfirðinga (KS) hefur gert kauptilboð í allt hlutafé Kjarnafæðis Nor...