Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Versta uppskera í 25 ár
Fréttir 21. mars 2019

Versta uppskera í 25 ár

Höfundur: Vilmundur Hansen

Ólífubændur á Ítalíu standa frammi fyrir því að uppskera á ólífum í ár er 57% minni en í meðalári og sú minnsta í 25 ár.

Ástæða uppskerubrestsins eru sagðar vera breytingar á veðri sem hafi leitt til þess að veðurfar á stórum ólífuræktarsvæðum sé orðið óhagstætt fyrir ólífutré. Hugsanlegt er talið að Ítalía þurfi að flytja inn ólífur þegar líða tekur á árið.

Breytingarnar á veðri sem eru að valda ítölskum og öðrum ólífuræktarbændum í kringum Miðjarðarhafið vandræðum felast í óvenju miklum rigningum, óvenjulegum vorfrostum, hvössum vindum og sumarþurrkum.

Sérfræðingar á vegum Sameinuðu þjóðanna á sviði loftslagsbreytinga segja að breytingar á veðurfari við Miðjarðarhafið sem dregið hafa úr ólífuuppskeru séu upphafið að enn meiri breytingum í veðri þar um slóðir.

Ólífutré eru viðkvæm fyrir snöggum og tíðum veðrabreytingum og slíkar breytingar gera þau einnig viðkvæmari fyrir sýkingu og ekki síst bakteríu sem kallast xylella fastidiosa og herjað hefur á ólífutrjáalundi í löndunum við Miðjarðarhaf undanfarin ár.

Yfirvöld á Ítalíu hafa lofað að hlaupa undir bagga með bændum en tap þeirra er metið í hundruðum milljóna evra.

Samkvæmt spám kommisara Evrópusambandsins má búast við að uppskera á ólífum á þessu ári verði að minnsta kosti 20% minni í Portúgal og 42% minni í Grikklandi en í meðalári.

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði
Fréttir 15. júlí 2024

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði

Matvælaráðuneytið segir í svari við fyrirspurn ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, að sa...

Farsæll áhugaræktandi
Fréttir 15. júlí 2024

Farsæll áhugaræktandi

Þrír synir undan heiðursverðlaunahryssunni Álöfu frá Ketilsstöðum komu fram á La...

Hundrað hesta setningarathöfn
Fréttir 12. júlí 2024

Hundrað hesta setningarathöfn

Setningarathöfn Landsmóts hestasmanna er alla jafna hátíðleg.

Til þess var leikurinn gerður
Fréttir 11. júlí 2024

Til þess var leikurinn gerður

Stjórn Búsældar hefur fyrir sitt leyti samþykkt söluna á Kjarnafæði Norðlenska t...

Skammur aðdragandi að sölunni
Fréttir 11. júlí 2024

Skammur aðdragandi að sölunni

Bræðurnir Eiður og Hreinn Gunnlaugssynir hafa sem áður segir samþykkt kauptilboð...

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska
Fréttir 11. júlí 2024

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska

Meginmarkmið kaupa Kaupfélags Skagfirðinga (KS) á Kjarnafæði Norðlenska (KN) er ...

Tilþrif á Landsmóti
Fréttir 11. júlí 2024

Tilþrif á Landsmóti

Enginn skortur var á glæsilegum tilþrifum stólpafáka sem komu fram í gæðingakepp...

Verður langstærsta kjötafurðastöð landsins
Fréttir 11. júlí 2024

Verður langstærsta kjötafurðastöð landsins

Kaupfélag Skagfirðinga (KS) hefur gert kauptilboð í allt hlutafé Kjarnafæðis Nor...