Verulegur samdráttur í innflutningi á áburði
Matvælastofnun hefur birt leiðrétta skýrslu yfir áburðareftirlit síðasta árs.
Vegna mistaka í upplýsingagjöf hjá einu innflutningsfyrirtæki var gefið upp mun meira heildarmagn innflutts áburðar en raunin var. Í upprunalegu skýrslunni var tiltekið að innflutt magn hefði verið 77.892 tonn, en samkvæmt uppfærðum upplýsingum nam innflutningurinn 42.378 tonnum.
Samkvæmt tilkynningu Matvælastofnunar þýðir það að verulegur samdráttur varð í innflutningi á milli ára, eða um 8.400 tonn.