Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Prins með móður sinni, Ekkju, úti í haga í Akurey 2 en hann er með einstaklega fallega litasamsetningu.
Prins með móður sinni, Ekkju, úti í haga í Akurey 2 en hann er með einstaklega fallega litasamsetningu.
Fréttir 11. ágúst 2023

Ýruskjótt folald með einkennilega blesu

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

Ýruskjóttur blesóttur kallast litasamsetning þessa fallega folalds.

„Hann er eini hesturinn með þessa samsetningu á Íslandi eða brún ýruskjóttur og varblesóttur,“ segir Bríet Auður Baldursdóttir á Akurey 2 í Rangárþingi eystra, einn eigenda folaldsins Prins, sem er með þessa einstöku litasamsetningu. Prins fæddist þann 18. júní síðastliðinn. Litaafbrigðið ýruskjótt kemur frá afa hans, Ellert ifrá Baldurshaga, sem var fyrsti hesturinn sem skilgreindur var ýruskjóttur. Foreldrar Prins eru Ófeigur frá Baldurshaga, móálóttur ýruskjóttur með vagl í auga, og móðir er Ekkja frá Nesi, sótrauð, breiðblesótt, leistótt með grásprengt fax og tagl. Auk Bríetar eru María Brá og Ronja Bella Baldursdætur eigendur Prins.

Blesa Prins þykir sérstaklega athyglisverð en þekkist í erlendum hestakynjum og nefnist þar „Badger face“ en hefur ekki sést áður á Íslandi.

Skráð heildartjón rúmur milljarður
Fréttir 21. nóvember 2024

Skráð heildartjón rúmur milljarður

Skráð heildartjón vegna kuldakasts og annars óvenjulegs veðurfars á árinu er rúm...

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu
Fréttir 21. nóvember 2024

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu

Áður en Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm boðaði Kaupfélag Skagfirðinga (KS) ...

Undanþágan dæmd ólögmæt
Fréttir 21. nóvember 2024

Undanþágan dæmd ólögmæt

Óvissa er uppi um framhald samruna og hugmynda Kaupfélags Skagfirðinga (KS) um h...

Pólar hestar fyrirtæki ársins
Fréttir 19. nóvember 2024

Pólar hestar fyrirtæki ársins

Markaðsstofa Norðurlands hefur valið hestaleiguna Pólar hestar sem fyrirtæki árs...

Byggja stóra íþróttamiðstöð
Fréttir 18. nóvember 2024

Byggja stóra íþróttamiðstöð

Í Árnesi er verið að byggja fyrstu íþróttamiðstöðina í Skeiða- og Gnúpverjahrepp...

Afstaða framboða til landbúnaðarmála
Fréttir 15. nóvember 2024

Afstaða framboða til landbúnaðarmála

Stjórnmálaflokkarnir sem eru í framboði til alþingiskosninga, sem fram fara 30. ...

Nýjar höfuðstöðvar
Fréttir 15. nóvember 2024

Nýjar höfuðstöðvar

Samkvæmt ákvörðun Guðlaugs Þórs Þórðarsonar umhverfis-, orku- og loftslagsráðher...

Fiðrildategund nefnd eftir Björk
Fréttir 15. nóvember 2024

Fiðrildategund nefnd eftir Björk

Skordýrafræðingurinn Harry Pavulaan hjá Nebraska-háskóla hefur nefnt nýja fiðril...