Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Prins með móður sinni, Ekkju, úti í haga í Akurey 2 en hann er með einstaklega fallega litasamsetningu.
Prins með móður sinni, Ekkju, úti í haga í Akurey 2 en hann er með einstaklega fallega litasamsetningu.
Fréttir 11. ágúst 2023

Ýruskjótt folald með einkennilega blesu

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

Ýruskjóttur blesóttur kallast litasamsetning þessa fallega folalds.

„Hann er eini hesturinn með þessa samsetningu á Íslandi eða brún ýruskjóttur og varblesóttur,“ segir Bríet Auður Baldursdóttir á Akurey 2 í Rangárþingi eystra, einn eigenda folaldsins Prins, sem er með þessa einstöku litasamsetningu. Prins fæddist þann 18. júní síðastliðinn. Litaafbrigðið ýruskjótt kemur frá afa hans, Ellert ifrá Baldurshaga, sem var fyrsti hesturinn sem skilgreindur var ýruskjóttur. Foreldrar Prins eru Ófeigur frá Baldurshaga, móálóttur ýruskjóttur með vagl í auga, og móðir er Ekkja frá Nesi, sótrauð, breiðblesótt, leistótt með grásprengt fax og tagl. Auk Bríetar eru María Brá og Ronja Bella Baldursdætur eigendur Prins.

Blesa Prins þykir sérstaklega athyglisverð en þekkist í erlendum hestakynjum og nefnist þar „Badger face“ en hefur ekki sést áður á Íslandi.

Þróun á kjötframleiðslu styður ekki við markmið stjórnvalda um aukið fæðuöryggi
Fréttir 17. mars 2025

Þróun á kjötframleiðslu styður ekki við markmið stjórnvalda um aukið fæðuöryggi

Talsvert hefur verið fjallað um mikilvægi fæðuöryggis landsins að undanförnu, bæ...

Upplýsingar uppfærðar um lambakjöt
Fréttir 14. mars 2025

Upplýsingar uppfærðar um lambakjöt

Eitt af þróunarverkefnum búgreina sem nýlega var veittur styrkur úr matvælaráðun...

Tangi besta nautið
Fréttir 14. mars 2025

Tangi besta nautið

Tangi 18024 frá Vestra-Reyni undir Akrafjalli hlaut nafnbótina besta naut fætt á...

Áform dregin til baka
Fréttir 13. mars 2025

Áform dregin til baka

Áform fjármála- og efnahagsráðherra um frumvarp til breytingar á tollalögum, þar...

Kvíaból fyrirmyndarbú ársins
Fréttir 13. mars 2025

Kvíaból fyrirmyndarbú ársins

Kvíaból í Köldukinn var útnefnt fyrirmyndarbú nautgripabænda árið 2025 á deildar...

Lyfta heildinni með samstarfi
Fréttir 12. mars 2025

Lyfta heildinni með samstarfi

Eitt af helstu málunum sem voru rædd á fundi loðdýrabænda var áætlun um dýraskip...

Hrossabændur vilja aðkomu að búvörusamningum
Fréttir 12. mars 2025

Hrossabændur vilja aðkomu að búvörusamningum

Nokkuð fámennt var á fundi hrossabænda á deildarfundi búgreina en þar var rætt u...

Búvélasali nýr formaður FA
Fréttir 12. mars 2025

Búvélasali nýr formaður FA

Friðrik Ingi Friðriksson, forstjóri og eigandi Aflvéla og Burstagerðarinnar, var...