Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 mánaða.
Prins með móður sinni, Ekkju, úti í haga í Akurey 2 en hann er með einstaklega fallega litasamsetningu.
Prins með móður sinni, Ekkju, úti í haga í Akurey 2 en hann er með einstaklega fallega litasamsetningu.
Fréttir 11. ágúst 2023

Ýruskjótt folald með einkennilega blesu

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

Ýruskjóttur blesóttur kallast litasamsetning þessa fallega folalds.

„Hann er eini hesturinn með þessa samsetningu á Íslandi eða brún ýruskjóttur og varblesóttur,“ segir Bríet Auður Baldursdóttir á Akurey 2 í Rangárþingi eystra, einn eigenda folaldsins Prins, sem er með þessa einstöku litasamsetningu. Prins fæddist þann 18. júní síðastliðinn. Litaafbrigðið ýruskjótt kemur frá afa hans, Ellert ifrá Baldurshaga, sem var fyrsti hesturinn sem skilgreindur var ýruskjóttur. Foreldrar Prins eru Ófeigur frá Baldurshaga, móálóttur ýruskjóttur með vagl í auga, og móðir er Ekkja frá Nesi, sótrauð, breiðblesótt, leistótt með grásprengt fax og tagl. Auk Bríetar eru María Brá og Ronja Bella Baldursdætur eigendur Prins.

Blesa Prins þykir sérstaklega athyglisverð en þekkist í erlendum hestakynjum og nefnist þar „Badger face“ en hefur ekki sést áður á Íslandi.

Sama sláturhús sektað þrisvar
Fréttir 17. maí 2024

Sama sláturhús sektað þrisvar

Matvælastofnun (MAST) hefur þrisvar sinnum á þessu ári lagt stjórnvaldssekt á sv...

KS hagnaðist um 5,5 milljarða króna
Fréttir 17. maí 2024

KS hagnaðist um 5,5 milljarða króna

Hagnaður Kaupfélags Skagfirðinga af rekstri félagsins á árinu 2023 reyndist rúml...

Vorverkum bænda seinkar
Fréttir 16. maí 2024

Vorverkum bænda seinkar

Veturinn sem leið var sá kaldasti frá vetrinum 1998 til 1999, samkvæmt tíðindum ...

Riðuveiki útrýmt innan 20 ára
Fréttir 16. maí 2024

Riðuveiki útrýmt innan 20 ára

Landsáætlun um riðuveikilaust Ísland hefur verið sett í samráðsgátt stjórnvalda.

Kornþurrkstöð reist í Eyjafirði
Fréttir 16. maí 2024

Kornþurrkstöð reist í Eyjafirði

Grunnur undir kornþurrkstöð í Eyjafirði er nú að taka á sig mynd í landi Laugala...

Mjólkurframleiðendur fá arðgreiðslu
Fréttir 16. maí 2024

Mjólkurframleiðendur fá arðgreiðslu

Kúabændur á starfssvæði Auðhumlu mega gera ráð fyrir arðgreiðslu frá samstæðunni...

Vetnisknúin skip í smíðum
Fréttir 15. maí 2024

Vetnisknúin skip í smíðum

Smíði er hafin á tveimur vetnis­ skipum á vegum Samskipa. Áætlað er að þeim verð...

Drómasýki í hrossum
Fréttir 13. maí 2024

Drómasýki í hrossum

Drómasýki er vaxandi vandamál í íslenskri hrossarækt. Til stendur að stofna star...