Æfir frjálsar íþróttir og lærir á fiðlu og blokkflautu
Eva Ævarsdóttir er 7 ára stelpa sem á heima í Fellshlíð í Eyjafjarðarsveit. Hún er í Hrafnagilsskóla og þykir skemmtilegast í textílmennt og handmennt. Eva æfir frjálsar íþróttir og lærir á fiðlu og blokkflautu.
Nafn: Eva Ævarsdóttir.
Aldur: 7 ára.
Stjörnumerki: Ljón.
Búseta: Fellshlíð í Eyjafjarðarsveit.
Skóli: Hrafnagilsskóli.
Hvað finnst þér skemmtilegast í skólanum? Textílmennt og myndmennt.
Hvert er uppáhaldsdýrið þitt? Hestur.
Uppáhaldsmatur: Tortilla með hakki og grænmeti.
Uppáhaldshljómsveit: Justin Bieber.
Uppáhaldskvikmynd: Alvin og íkornarnir.
Fyrsta minning þín? Þegar við fórum til Austurríkis og mamma og Þór bróðir minn týndust í lestinni!
Æfir þú íþróttir eða spilarðu á hljóðfæri? Ég æfi frjálsar og spila á fiðlu og blokkflautu.
Hvað ætlar þú að verða þegar þú verður stór? Þjónn á veitingastað og danskennari.
Hvað er það klikkaðasta sem þú hefur gert? Stökkva á sleða.
Gerðir þú eitthvað skemmtilegt í sumar? Ég fór í útilegu með ömmu og frænkum mínum og líka í sumarbústað með þeim, og það var gaman.