Ætlar að verða bóndi, smiður og vera í björgunarsveit
Hlynur Snær Elmarsson er 7 ára strákur sem býr á Hríshóli í Eyjafjarðarsveit. Hann ætlar að verða bóndi og smiður þegar hann verður stór og starfa að auki í björgunarsveit. Næsta vetur ætlar hann að læra að spila á gítar.
Nafn: Hlynur Snær Elmarsson.
Aldur: 7 ára.
Stjörnumerki: Vog.
Búseta: Hríshóll, Eyjafjarðarsveit.
Skóli: Hrafnagilsskóli.
Hvað finnst þér skemmtilegast í skólanum? Handmennt og myndmennt.
Hvert er uppáhaldsdýrið þitt? Hundur.
Uppáhaldsmatur: Pítsa.
Uppáhaldshljómsveit: Pollapönk og Ljótu hálfvitarnir.
Uppáhaldskvikmynd: Sveppi og Villi og Gói bjargar málunum.
Fyrsta minning þín? Þegar við fórum í 10 daga útilegu með frænda mínum.
Æfir þú íþróttir eða spilarðu á hljóðfæri? Ég er í boltatímum og æfi fótbolta. Svo ætla ég að spila á gítar næsta vetur.
Hvað ætlar þú að verða þegar þú verður stór? Bóndi og smiður og vera í björgunarsveit.
Hvað er það klikkaðasta sem þú hefur gert? Stökkva úr rimlunum í íþróttahúsinu niður á dýnu og fótbrjóta mig næstum því.
Gerðir þú eitthvað skemmtilegt í sumar? Ég fór í útilegu á Vestfjörðum.
Næst » Hlynur Snær skorar á Arnar Geir, frænda sinn, að svara næst.