Fyrsta minningin að hjóla á gömlu þríhjóli
Sólrún Lára er 12 ára og býr á Kirkjubæjarklaustri. Hún hefur gaman af myndlist og íþróttum og stefnir að því að verða tónlistarkona þegar hún verður stór.
Nafn: Sólrún Lára Sverrisdóttir.
Aldur: 12 ára.
Stjörnumerki: Tvíburi.
Búseta: Kirkjubæjarklaustri II.
Skóli: Kirkjubæjarskóli á Síðu.
Hvað finnst þér skemmtilegast í skólanum? Myndlist og íþróttir.
Hvert er uppáhaldsdýrið þitt? Kisa.
Uppáhaldsmatur: Hamborgarhryggur.
Uppáhaldshljómsveit: One Direction.
Uppáhaldskvikmynd: Hunger Games og Twilight.
Fyrsta minning þín? Þegar ég var að hjóla í kringum húsið hennar ömmu minnar á gömlu þríhjóli sem ég átti og ég datt af því. Mamma og pabbi þurftu að keyra mig til Reykjavíkur og á slysó.
Æfir þú íþróttir eða spilarðu á hljóðfæri? Já, ég æfi blak, sund og fótbolta og ég spila á gítar.
Hvað ætlar þú að verða þegar þú verður stór? Tónlistarkona.
Hvað er það klikkaðasta sem þú hefur gert? Það er að ganga í svefni.
Hvað er það leiðinlegasta sem þú hefur gert? Taka til.
Gerðir þú eitthvað skemmtilegt í sumar? Já, ég fór hringinn og það var sól allan tímann, í tvær vikur.