Langar að vera myndlistarkona og búa í Afríku
Jóhanna Ellen ætlar sér ekki að sitja auðum höndum í lífinu. Hana langar til að vera í björgunarsveit, búa til myndlist og hugsa um dýrin í Afríku. Uppáhaldsdýrið hennar er jagúar.
Nafn: Jóhanna Ellen Einarsdóttir.
Aldur: 8 ára.
Stjörnumerki: Vog.
Búseta: Breiðabólsstaður.
Skóli: Kirkjubæjarskóli á Síðu.
Hvað finnst þér skemmtilegast í skólanum? Vinir mínir.
Hvert er uppáhaldsdýrið þitt? Jagúar.
Uppáhaldsmatur: Pitsa, þorramatur, svið, kjötbollur, pylsur, hamborgarar, grjónagrautur og núðlur.
Uppáhaldshljómsveit: Pitbull.
Uppáhaldskvikmynd: Teddi týndi, landkönnuðurinn.
Fyrsta minning þín? Þegar ég kúkaði á gólfið.
Æfir þú íþróttir eða spilarðu á hljóðfæri? Ég spila á gítar og æfi fótbolta, sund og krakkablak.
Hvað ætlar þú að verða þegar þú verður stór? Myndlistarkennari, björgunarsveitarkona og myndlistarkona. Mig langar líka að búa í Afríku og hugsa um dýrin.
Hvað er það klikkaðasta sem þú hefur gert? Að hoppa úr tré mjög hátt uppi.
Hvað er það leiðinlegasta sem þú hefur gert? Lesa.
Gerðir þú eitthvað skemmtilegt í sumar? Já, þetta klikkaða sem ég gerði, og hitti frænku mína í þúsund skipti.