Meira eða minna í heyskap í allt sumar
Fyrsta minning Björgvins Daða er frá því að hann var að læra að hjóla og klessti á tré. Uppáhalds dýrið hans eru holdanaut enda getur hann vel hugsað sér að verða bóndi þegar hann verður stór.
Nafn: Björgvin Daði Harðarson.
Aldur: 12 ára.
Stjörnumerki: Hrútur.
Búseta: Efri-Ey 1.
Skóli: Kirkjubæjarskóli á Síðu.
Hvað finnst þér skemmtilegast í skólanum? Íþróttir.
Hvert er uppáhaldsdýrið þitt? Holdanaut.
Uppáhaldsmatur: Kjötsúpa.
Uppáhaldshljómsveit: Avanged Sevenfold.
Uppáhaldskvikmynd: Fast and the furious.
Fyrsta minning þín? Ég var að læra að hjóla og klessti á tré.
Æfir þú íþróttir eða spilarðu á hljóðfæri? Nei.
Hvað ætlar þú að verða þegar þú verður stór? Bóndi, bifvélavirki eða bílasprautari.
Hvað er það klikkaðasta sem þú hefur gert? Sleðaferð með pabba og Viðari frænda.
Hvað er það leiðinlegasta sem þú hefur gert? Sóknarskrift.
Gerðir þú eitthvað skemmtilegt í sumar? Ég var meira eða minna í heyskap í allt sumar.