Öldurnar á Tenerife eru hærri en geldneytahús
Kári Daníelsson á Hjálmsstöðum 1 finnst ljúffengt að fá sér Bartaborgara í ferðamannafjósinu í Efstadal. Honum líkar vel við hesta en fyrsta minningin er þegar systir hans kom í heiminn.
Nafn: Kári Daníelsson.
Aldur: 10 ára, alveg að verða 11 ára.
Stjörnumerki: Meyjunni.
Búseta: Hjálmsstöðum 1 í Laugardal.
Skóli: Bláskógaskóla á Laugarvatni.
Hvað finnst þér skemmtilegast í skólanum? Sund og náttúrufræði.
Hvert er uppáhaldsdýrið þitt? Hestur.
Uppáhaldsmatur: Mér finnst Bartaborgari í ferðamannafjósinu í Efstadal geggjaður.
Uppáhaldshljómsveit: Rjóminn.
Uppáhaldskvikmynd: Fast and the furious 7.
Fyrsta minning þín? Þegar litla systir mín kom í heiminn.
Æfir þú íþróttir eða spilarðu á hljóðfæri? Ég æfi blak, fótbolta, fimleika og körfubolta. Í körfunni er ég í úrvalsbúðum. Svo spila ég á hljómborð.
Hvað ætlar þú að verða þegar þú verður stór? Vélaverktaki.
Hvað er það klikkaðasta sem þú hefur gert? Á Tenerife, öldugangurinn var svakalegur. Stærstu öldurnar voru hærri en geldneytahúsið okkar.
Gerðir þú eitthvað skemmtilegt í sumar? Ég er að vinna í sveitinni og fæ borgað fyrir það.