Svífandi myndlistarmaður og fuglatemjari
Ármann Kristinn hefur gaman af íþróttum og síðastliðið sumar sveif hann um á svifdreka. Hann hefur dálæti á músum og hefur tamið skógarþröst. Ármann stefnir að því að verða myndlistarmaður.
Nafn: Ármann Kristinn Björnsson.
Aldur: Ég er 12 ára.
Stjörnumerki: Vog.
Búseta: Túngata 2.
Skóli: Kirkjubæjarskóli á Síðu.
Hvað finnst þér skemmtilegast í skólanum? Íþróttir.
Hvert er uppáhaldsdýrið þitt? Mús.
Uppáhaldsmatur: Tortillur.
Uppáhaldshljómsveit: One Direction.
Uppáhaldskvikmynd: Indiana Jones.
Fyrsta minning þín? Man ekki!
Æfir þú íþróttir eða spilarðu á hljóðfæri? Ég æfi fótbolta, blak og frjálsar.
Hvað ætlar þú að verða þegar þú verður stór? Ég ætla að verða myndlistarmaður.
Hvað er það klikkaðasta sem þú hefur gert? Að temja skógarþröst.
Hvað er það leiðinlegasta sem þú hefur gert? Að flytja svona mikið.
Gerðir þú eitthvað skemmtilegt í sumar? Já, það fór vel. Ég fór til dæmis á svifdreka.