Uppáhaldsdýrið er dverghamstur
Bjarni Dagur er að verða 10 ára og æfir sund, blak, fótbolta og frjálsar íþróttir en honum finnst leiðinlegt að horfa á handbolta. Hann hefur afrekað að klifra upp hurð.
Nafn: Bjarni Dagur Bjarnason.
Aldur: 9 að verða 10 ára.
Stjörnumerki: Fiskur.
Búseta: Hraunkot.
Skóli: Kirkjubæjarskóli á Síðu.
Hvað finnst þér skemmtilegast í skólanum? Að lesa.
Hvert er uppáhaldsdýrið þitt? Dverghamstrar.
Uppáhaldsmatur: Hamborgari.
Uppáhaldshljómsveit: Engin.
Uppáhaldskvikmynd: Hungurleikarnir 1.
Fyrsta minning þín? Þegar ég fór í réttirnar og áður en ég fékk gleraugun og skreið á veggi.
Æfir þú íþróttir eða spilarðu á hljóðfæri? Ég æfi sund, krakkablak, fótbolta og frjálsar.
Hvað ætlar þú að verða þegar þú verður stór? Ég veit það ekki.
Hvað er það klikkaðasta sem þú hefur gert? Þegar ég klifraði upp hurð.
Hvað er það leiðinlegasta sem þú hefur gert? Að horfa á handboltaleik.
Gerðir þú eitthvað skemmtilegt í sumar? Þegar ég flutti í Hraunkot.