Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Krúttleg húfa
Hannyrðahornið 17. apríl 2018

Krúttleg húfa

Höfundur: Handverkskúnst
Ég féll alveg fyrir þessari húfu og prjónaði eina. Uppskriftin Drops Baby 29-9 samanstendur af buxum og peysu í stíl við húfuna. Húfan er prjónuð úr Baby Merino en einnig er hægt að nota Alpaca og BabyAlpaca Silk frá Drops. 
 
Stærðir:  
(fyrirburi) 0/1 - 1/3 - 6/9 - 12/18 mán (2 - 3/4) ára
 
Höfuðmál:
ca (28/32) 34/38 - 40/42 - 42/44 - 44/46 (48/50 - 50/52) cm 
Garn: Drops Baby Merino - 50 g í allar stærðir
 
Prjónar:
Hringprjónn 40 cm, nr 3 og sokkaprjónar nr 3– eða þá stærð sem þarf til að 27 lykkjur verði 10 cm á breidd.
 
UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: 
GARÐAPRJÓN (prjónað fram og til baka):
Lykkjurnar prjónast slétt í öllum umferðum.
 
Munstur: Sjá mynsturteikningu A.1. Mynsturteikning sýnir allar umferðir í mynstri séð frá réttu. Veljið rétt mynstur fyrir stærð. 
 
ÚRTAKA-1:
ATH: Öll úrtaka er gerð frá réttu.
 
Fækkið lykkjum þannig: Prjónið 1 kantlykkju með garðaprjóni, takið 1 lykkju óprjónaða eins og prjóna eigi hana slétt, 1 lykkja slétt, steypið óprjónuðu lykkjunni yfir (= 1 lykkja færri), prjónið sléttprjón þar til 3 lykkjur eru eftir, 2 lykkjur slétt saman (= 1 lykkja færri), 1 kantlykkja með garðaprjóni.
 
HÚFA:
Húfan er prjónuð fram og til baka, ofan frá og niður. Fitjið upp (79) 89-99-103-107 (115-121) lykkjur á hringprjón 3 með Baby Merino. Prjónið GARÐAPRJÓN – sjá útskýringu að ofan, þar til stykkið mælist 3 cm. Prjónið nú þannig: (25) 28-32-34-35 (39-42) lykkjur með garðaprjóni, A.1 yfir (29) 33-35-35-37 (37-37) lykkjur og prjónið (25) 28-32-34-35 (39-42) lykkjur með garðaprjóni. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA. Prjónið svona þar til stykkið mælist (14) 14-15-16-16 (18-19) cm. Prjónið 4 umferðir garðaprjón. Í næstu umferð frá réttu er fellt af fyrir eyrnaleppum þannig: Fellið af fyrstu (5) 8-10-10-9 (11-12) lykkjurnar, prjónið sléttar lykkjur yfir næstu (20) 20-22-24-26 (28-30) lykkjurnar (= fyrra eyrnaskjól) og setjið þessar á band, fellið af næstu (29) 33-35-35-37 (37-37) lykkjur, prjónið garðaprjón yfir næstu (20) 20-22-24-26 (28-30) lykkjurnar (= seinna eyrnaskjól) og setjið þessar á band, fellið af síðustu (5) 8-10-10-9 (11-12) lykkjurnar. Klippið frá.
 
EYRNASKJÓL:
= (20) 20-22-24-26 (28-30) lykkjur. Setjið til baka lykkjur af öðru bandinu á prjóninn, prjónið garðaprjón og fellið af 1 lykkju innan við 1 kantlykkju á hvorri hlið á stykki – LESIÐ ÚRTAKA-1, þannig: Fækkið um 1 lykkju hvoru megin á stykki í 4. hverri umferð alls (6) 6-5-5-6 (6-7) sinnum og 1 lykkja hvoru megin á stykki í annarri hverri umferð alls (2) 2-4-5-5 (6-6) sinnum = 4 lykkjur. Eyrnaskjólið mælist ca (6) 6-6-6-7 (8-8) cm. Fellið af og festið enda. Endurtakið á hinu eyrnaskjólinu.
 
FRÁGANGUR:
Saumið saman hliðarna, saumið þær kant í kant í ystu lykkju. Brjótið síðan húfuna þannig að saumurinn liggi við miðju að aftan, saumið síðan uppfitjunarkantinn alveg eins. 
 
BAND:
Klippið 6 þræði ca 60 cm og þræðið þá hálfa leið í gegnum toppinn á eyrnaskjólinu, þ.e.a.s. að það verða alls 12 þræðir til að flétta með. Fléttið eina fléttu. Hnýtið hnút neðst niðri. Gerið alveg eins á hinum eyrnaskjólinu.
 
 
 
 
Prjónakveðja,
Mæðgurnar í Handverkskúnst
www.garn.is
Peysan Björk
Hannyrðahornið 20. nóvember 2024

Peysan Björk

Stærðir: XS S M L XL XXL. Yfirvídd: 88 94 100 111 120 128.

Lily Leaper Socks
Hannyrðahornið 6. nóvember 2024

Lily Leaper Socks

Prjónaðir stuttir sokkar í stroffprjóni úr DROPS Fiesta. Fiesta er nýtt nylonsty...

Peysan Fis
Hannyrðahornið 22. október 2024

Peysan Fis

Létta, lipra peysan sem göngugarpar elska að skella í bakpokann.

Bubba
Hannyrðahornið 24. september 2024

Bubba

Stærðir: XS S M L XL XXL.

Manstu vorið?
Hannyrðahornið 10. september 2024

Manstu vorið?

Þessi fallega peysa með gatamynstri á ermum er prjónuð úr DROPS Alpaca og DROPS ...

Búðarháls
Hannyrðahornið 27. ágúst 2024

Búðarháls

Uppskrift að vesti fyrir Ullarviku á Suðurlandi 2024

Dömupeysa
Hannyrðahornið 13. ágúst 2024

Dömupeysa

Prjónuð peysa úr DROPS Cotton Merino. Stykkið er prjónað ofan frá og niður með t...

Hölluklútur – úr íslenskri ull
Hannyrðahornið 9. júlí 2024

Hölluklútur – úr íslenskri ull

Hölluklútar af ýmsu tagi.