Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Mía María
Hannyrðahornið 5. júlí 2022

Mía María

Höfundur: Hönnun: Ingibjörg Sveinsdóttir

Garn: 65 g Hulduband frá Uppspuna, 100% íslensk ull (130 m).

Prjónar: Sokkaprjónar nr. 4,5 eða 80 cm hringprjónn fyrir töfralykkju aðferð.

Stærð: Peysan passar á Yorkshire terrier hunda eða aðra álíka stóra hunda. 

Ummál um miðjan búk er 36-40 cm. Lengd peysu er 35 cm. Lengd erma er 3 cm. 

Prjónafesta: 18 L x 40 umf = 10x10 cm.

Skýringar:

S =  prjónið slétt      B =  prjónið brugðið     Umf  = Umferð        L =  lykkja

Peysan er prjónuð frá hálsi og niður.

Uppfit og stroff

Fitjið upp 40 L og tengið í hring. Umferð byrjar framan á hálsi. Setjið merki í byrjun umferðar.

Prjónið stroff 15 umf, 1S, 1B.

Háls

Prjónið eina umf S. 

Prjónið næstu umf S en aukið út um eina L í byrjun umf og aðra L í enda umf. Útaukningin verður framan á hálsinum.

Endurtakið þessar tvær umf. Alls er aukið út 8 sinnum = 56L. Hér er gott að máta peysuna á hundinn, hvort þú vilt hafa hana víðari eða þrengri, styttri eða örlítið lengri.

Prjónið 2 umf S án útaukningar.

Ermagöt fyrir framfætur

Prjónið 2S. Prjónið næstu 10L með bandi í öðrum lit (sem verður svo tekið úr til að prjóna ermarnar). Færið lykkjurnar 10 aftur á hægri prjóninn og prjónið venjulega. Prjónið S þar til 12L eru eftir af umf. Prjónið næstu 10L með bandi í öðrum lit (gat fyrir hina ermina). Færið lykkjurnar 10 aftur á hægri prjón og prjónið venjulega út umf.

Búkur

Prjónið 25 umf S í hring, eða þar til peysan nær nánast að afturfótum hundsins. 

Nú er prjónað stroff undir kviðnum og slétt á hliðunum og bakinu. Prjónið stroff, 1S, 1B fyrstu 8L af umf og síðustu 8L af umf. Prónað er slétt þar á milli. Prjónið 6 umf á þennan hátt. Í seinustu umferðinni eru allar stroff lykkjurnar felldar af (sjá útskýringu á affellingu). 

Prjónað er stroff, (1S, 1B) fram og til baka yfir þær 40L sem eftir eru á hliðunum og bakinu. Prjónið 20 umf, eða eins og passar fyrir þinn hund þannig að peysan nái aftur að skotti. Fellið laust af (sjá útskýringu á affellingu).

Ermar fyrir framfætur

Rekið upp böndin sem prjónuð voru fyrir ermagötin og setjið lykkjurnar á prjóna. Umferð byrjar innanfótar. Ef kemur gat á samskeytum erma og búks takið þá upp band þar á milli og prjónið með lykkjunum sem eru beggja vegna.

Prjónið 10 umf S og því næst 6 umf stroff, 1S, 1B. Fellið laust af (sjá útskýringu á affellingu).

Prjónið hina ermina eins.

Affelling

Takið fyrstu lykkjuna framaf eins og hún sé prjónuð brugðin, 1S, *prjónið þessar tvær lykkjur saman með því að setja vinstri prjóninn inn í lykkjurnar að framanverðu og prjóna þær saman að aftanverðu með hægri prjóninum, prjónið næstu lykkju*. Endurtakið þar til allar lykkjur hafa verið prjónaðar saman á þennan hátt. Slítið bandið frá og dragið í gegnum síðustu lykkjuna. 

Frágangur

Gangið frá endum, þvoið peysuna í volgu vatni, kreystið vatnið úr, leggið til þerris.

Fleiri uppskriftir eftir hönnuð er að finna á Ravelry: 

https://www.ravelry.com/designers/ingibjorg-sveinsdottir

Peysan Björk
Hannyrðahornið 20. nóvember 2024

Peysan Björk

Stærðir: XS S M L XL XXL. Yfirvídd: 88 94 100 111 120 128.

Lily Leaper Socks
Hannyrðahornið 6. nóvember 2024

Lily Leaper Socks

Prjónaðir stuttir sokkar í stroffprjóni úr DROPS Fiesta. Fiesta er nýtt nylonsty...

Peysan Fis
Hannyrðahornið 22. október 2024

Peysan Fis

Létta, lipra peysan sem göngugarpar elska að skella í bakpokann.

Bubba
Hannyrðahornið 24. september 2024

Bubba

Stærðir: XS S M L XL XXL.

Manstu vorið?
Hannyrðahornið 10. september 2024

Manstu vorið?

Þessi fallega peysa með gatamynstri á ermum er prjónuð úr DROPS Alpaca og DROPS ...

Búðarháls
Hannyrðahornið 27. ágúst 2024

Búðarháls

Uppskrift að vesti fyrir Ullarviku á Suðurlandi 2024

Dömupeysa
Hannyrðahornið 13. ágúst 2024

Dömupeysa

Prjónuð peysa úr DROPS Cotton Merino. Stykkið er prjónað ofan frá og niður með t...

Hölluklútur – úr íslenskri ull
Hannyrðahornið 9. júlí 2024

Hölluklútur – úr íslenskri ull

Hölluklútar af ýmsu tagi.