Hölluklútur – úr íslenskri ull
EFNI:
Einband eða fíngert tvíband 120m eins og t.d.:
Dóru Band Einband jurtalitað (25g)
Þingborgar Einband (25g)
Dís frá Uppspuni (25g)
Gilitrutt frá Helene Magnusson (25g)
Einband frá Hespu (25g)
Þetta band sem hér er mælt með er með 220- 240 mtr í 50 gr. Hægt er að nota hvaða garn annað sem er í svipuðum grófleika.
ÁHÖLD:
prjónar 4.5mm heklunál 4.5mm
BYRJUN:
Fitjið upp 3 L. Prj. slétt til baka. Setjið prjónamerki (PM) fyrir byrjun umferðar á réttu (Ré) og gott að hafa prjónamerki á réttunni allan tímann til að ruglast ekki á röngu (Rö) og réttu. Prjónið 4 umf. slétt og endið aftur á PM.
Útaukningar - á réttunni.
Á röngunni er altaf prjónað slétt til baka! 1. Ré: prj. 2L sl, slá upp á, 1L sl. ( = 4 L)
MUNSTRIÐ – „Gatasnar“:
„Gatasnar“ með útaukningum:
1. umf (Ré): prj. 2 L sl., slá upp á, *2 L saman, slá upp á*, siðustu 2 L sl.
2. umf (Rö): prj. sl til baka
3. umf (Ré): prj. 2 L sl, slá upp á, *2 L saman, slá upp á*, siðustu 3 L sl.
4. umf (Rö): prj. sl til baka
Endurtekið þangað til 42 L eru á prjónunum.
„Gatasnar“ með úrtökum:
1. umf (Ré): prj. 2 L sl., 2 L saman, * slá upp á*, 2L saman*, siðustu 2 L sl.
2. umf (Rö): prj. sl til baka
3. umf (Ré): prj. 3 L sl., 2 L saman, * slá upp á*, 2L saman*, siðustu 2 L sl.
4. umf (Rö): prj. sl til baka
Endurtekið þangað til 7 L eru á prjónunum.
ENDIR:
1. Ré: prj. 3 L sl., 2 L saman, síðustu 2 L sl. ( = 6 L)
3. Ré: prj. 2 L sl., 2 L saman, síðustu 2 L sl. ( = 5 L)
5. Ré: prj. 1 L sl., 2 L saman, síðustu 2 L sl. ( = 4 L)
7. Ré: prj. 1 L sl., 2 L saman, síðustu 1 L sl. ( = 3 L)
Prjonið 4 umf sléttar og fellið af.
Heklið Picot kant (Hnútakantur) utan um klútinn:
Byrjið með því að stinga heklunálinni í jaðarlykkju, gerið eina loftlykkju og fastalykkju í sömu L. # Heklið 1 fastalykkju, þá 3 loftlykkjur, tengið þær í fastalykkjuna sem þær eru heklaðar upp úr með keðjulykkju til að mynda hnút. Heklið fastalykkju i næstu jaðarlykkju. Endurtekið frá #. Heklað er í eina jarðalykkju fyrir hverjar 2 prjónaumferðir.
Slítið frá og gangið frá endum. Skolið úr klútnum og leggið til þerris.