Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en mánaðar gamalt.
„Ég held að það sé ekki nógu mikil samstaða hjá bændum,“ segir Þórunn Sigurðardóttirn, sauðfjárbóndi á Dvergasteini í Seyðisfirði. Hún telur að þeir gætu ekki tekið höndum saman eins og kollegar þeirra erlendis. Væru slík mótmæli á döfinni reiknar hún ekki með að hún kæmist frá búskapnum til að taka þátt.
„Ég held að það sé ekki nógu mikil samstaða hjá bændum,“ segir Þórunn Sigurðardóttirn, sauðfjárbóndi á Dvergasteini í Seyðisfirði. Hún telur að þeir gætu ekki tekið höndum saman eins og kollegar þeirra erlendis. Væru slík mótmæli á döfinni reiknar hún ekki með að hún kæmist frá búskapnum til að taka þátt.
Líf og starf 11. mars 2024

Bændamótmæli á Íslandi?

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Mótmæli bænda í Evrópu hafa verið í fréttum undanfarin misseri þar sem þeir valda usla í stórborgum og tefja umferð á hraðbrautum.

Aðferðir þeirra hafa meðal annars falist í að dreifa mykju í þéttbýli, hella niður mjólk eða gera vegatálma með heyrúllum. Með þessu vilja
þeir vekja athygli á erfiðri stöðu stéttar sinnar.

Er orðið tímabært að íslenskir bændur fari að mótmæla að evrópskri
fyrirmynd? Þetta var spurning sem Bændablaðið lagði fyrir lítið úrtak bændastéttarinnar. Þá voru þeir einnig inntir eftir því hvort þeir tækju þátt ef slík mótmæli væru á döfinni. Svör þeirra voru mismunandi, en heilt yfir virðast þeir vilja beita friðsömum aðferðum fyrst.

„Ég tel að aðrar leiðir séu ekki fullreyndar,“ segir Hafdís Sturlaugsdóttir, sauðfjárbóndi í Húsavík á Ströndum. Aðspurð um hvort hún tæki þátt í slíkum mótmælum segir hún það velta á því hvernig þau væru lögð upp. „Ég færi allavega ekki á dráttarvélinni.“

„Það er alveg rétt að gjörðir hafa ekki fylgt orðum síðustu ár,“ segir Halla Sif Svansdóttir Hölludóttir, garðyrkjubóndi á Melum á Flúðum. „Það er spurning þegar engar breytingar verða á búvörusamningum hversu langt bændur þurfa að fara til að bregðast við því.“ Hún veltir fyrir sér hvort stemning væri fyrir því að dreifa mykju fyrir framan Alþingi og segist geta komið með laufblöð og afskurð ef svo beri undir.

„Nei, ég tel það ekki endilega tímabært,“ segir Jón Árni Magnússon, sauðfjárbóndi í Steinnesi í Austur-Húnavatnssýslu. „Við þurfum að láta í okkur heyra en þurfum að gera það á málefnalegan hátt. Ég myndi fara suður til að sýna mátt í fjöldanum en tæki ekki þátt í ofstækisaðgerðum.“ Mynd / Eydís Ósk Indriðadóttir

„Það er spurning hvenær rétti tímapunkturinn er til þess,“ segir Bjarni Rúnarsson, kúabóndi á Reykjum í Skeiða- og Gnúpverjahreppi. „Ég er samt á því að við mættum vera almennt háværari þannig að það gæti komið sá tímapunktur að við þurfum að ræsa vélarnar og tengja dreifarana við.“ Hann segir enga spurningu um hvort hann tæki þátt í slíkum mótmælum, enda ekki langt fyrir hann að fara. „Ef maður gerir það ekki sjálfur, hver gerir það þá?“

„Nei, er ekki betra að taka þetta á öðrum vettvangi?“ segir Birgir Freyr Ragnarsson, kúabóndi í Flatey á Mýrum í Hornafirði. Hitt væri reyndar gott sjónvarp. Þá segir hann svo leiðinlegt að ferðast með haugsugu að hann myndi ekki nenna að keyra með hana til Reykjavíkur.

„Nei, af því að ég tími alls ekki búfjáráburði í svoleiðis mótmæli,“ segir Sigríður Ólafsdóttir, sauðfjárbóndi í Víðidalstungu í Vestur-Húnavatnssýslu. Það færi eftir skipulagi mótmælanna hvort hún tæki þátt sjálf, en hún færi allavega ekki með mykju með sér.

Skylt efni: mótmæli

Safnað fyrir Einstök börn
Líf og starf 26. apríl 2024

Safnað fyrir Einstök börn

Stóðhestaveisla Eiðfaxa var haldin 13. apríl í HorseDay-höllinni á Ingólfshvoli ...

Umhverfisvænar blómaskreytingar
Líf og starf 25. apríl 2024

Umhverfisvænar blómaskreytingar

Náttúruleg fegurð var í fyrirrúmi á námskeiði um blómaskreytingar í Garðyrkjuskó...

Sumardagurinn fyrsti
Líf og starf 25. apríl 2024

Sumardagurinn fyrsti

Samkvæmt dagatalinu kemur sumarið 25. apríl. Bændablaðið leitaði því til lesenda...

Lóan
Líf og starf 23. apríl 2024

Lóan

Lóan er komin! Um þessar mundir eru heiðlóur að tínast til landsins en apríl er ...

Jöklapeysur úr íslenskum lopa
Líf og starf 23. apríl 2024

Jöklapeysur úr íslenskum lopa

Mjólkurfræðingurinn og frumkvöðullinn Pétur Pétursson setur nú á fót hönnunarsam...

Að höndla sér hross til reiðar
Líf og starf 22. apríl 2024

Að höndla sér hross til reiðar

Orðsins list kemur að þessu sinni úr Íslendingasögunum.

Sigurður í Pylsumeistaranum er Kjötmeistari Íslands
Líf og starf 16. apríl 2024

Sigurður í Pylsumeistaranum er Kjötmeistari Íslands

Sigurður Haraldsson í Pylsumeistaranum var krýndur Kjötmeistari Íslands í fagkep...

Paella með skelfiski
Líf og starf 16. apríl 2024

Paella með skelfiski

Paella er einfaldur réttur og til í ýmsum útgáfum, grunnurinn þó alltaf sá sami ...