Bændamótmæli á Íslandi?
Mótmæli bænda í Evrópu hafa verið í fréttum undanfarin misseri þar sem þeir valda usla í stórborgum og tefja umferð á hraðbrautum.
Mótmæli bænda í Evrópu hafa verið í fréttum undanfarin misseri þar sem þeir valda usla í stórborgum og tefja umferð á hraðbrautum.
Bændur hafa mótmælt starfsskilyrðum sínum víða um Evrópu undanfarnar vikur og haft töluverð áhrif á umferð um borgir og sett mark sitt á umfjöllun fjölmiðla. Virðast mótmælin að einhverju leyti vera að skila árangri.
Þýskir bændur hafa að undanförnu mótmælt áformum stjórnvalda um að draga úr niðurgreiðslum á dísilolíu og skattaívilnunum fyrir landbúnaðartæki með því að hefta umferð á hraðbrautum og dreifa skít í þéttbýli.
Í sumar stóðu bændur í Hollandi og víðar um Evrópu fyrir öflugum mótmælum vegna ýmissa ákvarðana stjórnvalda sem snerta umhverfismál, landbúnað, verðhækkanir og afkomu bænda og neytenda.