Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Hafragrautur, vorrúllur og lambaspjót
Matarkrókurinn 29. apríl 2016

Hafragrautur, vorrúllur og lambaspjót

Flest fólk annaðhvort elskar eða hatar hafragraut. Fyrir þá sem eru í seinni hópunum er kominn tími til að gefa höfrunum annað tækifæri. 
 
Þessi tími ársins kallar á það að fólk hiti sig upp með skál af heitum og góðum haframjölsrétti. Hafragrauturinn er fullur af heilkorna trefjum og sem morgunmatur mun hann halda þér ánægðum og söddum fram á daginn. 
 
Auðvelt er að bæta bragðefnum og ýmsu meðlæti ofan á hafragrautinn.
 
Spennandi tilbrigði við hafragraut
  • Einn saxaður banani, 3 msk. jógúrt, og nokkrar hakkaðar valhnetur
  • Ein smátt söxuð pera, pistasíuhnet- ur, ögn af  granola mixi eða heimarist- uðum höfrum  og hnetum 
  • Ein matskeið hnetusmjör og 
  • nokkur þurrkuð kirsuber og ein teskeið hlynsíróp 
  • Eða jafnvel að gera grautinn meira eins og máltíð.
  • Bæta í hann osti og framreiða með spæleggi og stökku beikoni.
  • Eða framreiða Parma-skinku, ólífuolíu og jafnvel klettasalat að Ítölskum hætti.
  • Svo má gera bragðgóðan eftirrétt með að bæta ögn af vanillu og fullt af frosnum eða ferskum berjum og er hægt að setja lagskipt með tilbúnum grjónagraut, því hann er meinhollur og kemur í stað rjóma og sykurs.

Víetnamskar ferskar grænmetisvorrúllur

  • Um 14 blöð hrísgrjónapappír (sú tegund er uppáhaldið mitt)
  • Nokkur blöð fersk minta
  • 200 g hrátt grænmeti að eigin vali, skorið þunnt og svo í lengjur
  • Um 14 blöð salat
  • Um 3 bollar ferskar baunaspírur, krydd jurtir eða annað ferskt salat eða græn- meti
  • Fyrir sósu
  • 4 msk. hrísgrjónaedik
  • 4 msk. fiskisósa
  • 1 bolli vatn  eða appelsínusafi
  • 1 msk .sykur
  • 1 hvítlaukur marin og saxaður fínt
  • 1 msk. fínt rifinn chili og engifer
Byrjaðu á því að mýkja  upp hrísgrjónapappír. Fylltu stóra skál með volgu vatni. Dýfa skal hrísgrjónapappírnum í um eina mínútu í vatnið, þar til blaðið er lint viðkomu. Setjið á hreinan klút. 
 
Raðið nokkrum fallegum laufum af mintu neðst á hrísgrjónapappírinn, síðan  rifið grænmetið. Toppið með kálblaði og handfylli  af baunaspírum eða öðru grænmeti sem er við höndina. Einnig mætti setja kjúkling, rækjur, hnetur og steinselju.
 
Rúllið upp þétt í hrísgrjónapappír. 
 
Undirbúið sósu. Í pönnu sameinið hrísgrjónaedik, fiskisósu, appelsínusafa (vatn) og sykur. Hitið þar til sykurinn er uppleystur, látið þá kólna. Bætið við hvítlauk og kryddi (chili og engifer). Sósan geymist í um viku í ísskáp.
 
Berið  vorrúllur fram með sósunni og njótið með vor í hjarta.
 
Sítrónulamb á  teini, kartöflu- og eplahrásalat
Þessi „kebab“ eða lambaspjót er auðveldur og bragðgóður grillréttur. Berið fram með kartöflum með epla- salati 
 
  • 600 g lambakjöt (til dæmis lundir, skorið í teninga).
  • Fyrir kryddlög
  • 50 ml jógúrt
  • safi og börkur af ½ sítrónu
  • 1 hvítlaukur marinn og saxaður fínt
  • 1 msk. fínt söxuð kryddjurt að eigin vali
 
Kartöflu- og eplasalat
  • 300 g soðnar kartöflur (kældar)
  • ½ msk. fínt hökkuð steinselja
  • ½ msk. fínt söxuð minta
  • ½ msk. graslaukur
  • 100 ml sýrður rjómi
  • 1 tsk. gróft sinnep
  • Safi úr  1 sítrónu
  • 100 g fennel, snyrt og rifið fínt með rifjárni
  • 100 g hvítkál, fínt rifið
  • 1  grænt epli skorið í bita
 
Aðferð
Ef þú ert með trépinna, leggið þá grillspjótin í vatn í um 10 mínútur. Hitið grillið. Í stórri skál er kryddlög og lambi blandað saman, veltið vel til að tryggja að kjötið sé vel hjúpað  og setjið til hliðar.
 
Blandið saman sýrðum rjóma, sinnepi og sítrónu í stóra skál. Bætið grænmeti við, soðnum kartöflum og epli – og hrærið vel.
 
Eldið lambið í um 6–8 mínútur, snúið teininum  á 2 mín. fresti. Berið fram með kartöflu- og eplasalati.

8 myndir:

Stórkarlasteik
Matarkrókurinn 5. júlí 2024

Stórkarlasteik

Nú fara jafnvel eldavélafælnustu karlpungar landsins að taka sér stöðu við grill...

Reykt svín og remúlaði
Matarkrókurinn 6. júní 2024

Reykt svín og remúlaði

Munurinn á heitreyktum og kaldreyktum mat er heilmikill.

Eitthvað ofan á brauð
Matarkrókurinn 10. maí 2024

Eitthvað ofan á brauð

Ef smjör er ekki eitt af sjö undrum veraldar þá hlýtur það að vera númer átta. N...

Hryggur um páskana
Matarkrókurinn 26. mars 2024

Hryggur um páskana

Það er nánast samofið páskunum að borða lambakjöt af einhverju tagi. Læri, hrygg...

Rasmus og Sven gera bollur
Matarkrókurinn 18. mars 2024

Rasmus og Sven gera bollur

Hakkréttir eru fín leið til að metta marga og vinsæll valkostur á heimilum lands...

Tvistað við ofurstann
Matarkrókurinn 4. mars 2024

Tvistað við ofurstann

Djúpsteiktur kjúklingur, sem flestir þekkja í gegnum ofursta nokkurn frá Kentuck...

Reykt ýsa, blaðlaukur og kartöflur
Matarkrókurinn 19. febrúar 2024

Reykt ýsa, blaðlaukur og kartöflur

Hvernig passar blaðlaukur, reykt ýsa og kartöflur saman? Jú barasta prýðilega, t...

Boli & brokkólí
Matarkrókurinn 31. janúar 2024

Boli & brokkólí

Nautakjöt og brokkólí er klassískur asísk-amerískur réttur sem á sennilega ættir...