Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Heilsteikt blómkál með tahini sesammauki og tómatsalsa
Mynd / BGK
Matarkrókurinn 9. júlí 2021

Heilsteikt blómkál með tahini sesammauki og tómatsalsa

Höfundur: Bjarni Gunnar Kristinsson

Blómkál er líklega uppáhalds­grænmeti margra og hægt að borða það á hverjum degi á uppskerutíma í fjölbreyttum útgáfum.

Ef þið hafið ekki tíma til að baka blómkálið er bara hægt að sjóða það þar til það er nógu mjúkt að hægt er stinga það auðveldlega með gaffli. Setjið það síðan í ofninn með túrmerik og grillið þar til það er gullið.

Heilsteikt blómkál

  • 1 stór blómkálshaus
  • 1 tsk. turmeric duft
  • 1 tsk. malað cumin duft
  • 1 tsk. malað kóríander
  • ¼ tsk. chili flögur
  • 1/3 bolli ólífuolía
  • 1 tsk. salt
  • 2 bollar tahini (sesammauk fæst í flestum búðum, oft notað í hummus)
  • 1/2 bolli ristaðar pistasíuhnetur til skreytingar
  • 2 msk. granateplafræ til skreytingar

Fyrir tómatsalsa

Aðferð

Hitið ofninn í 175 gráður. Setjið blómkálshausinn á bökunarplötu með bökunarpappír.

Blandið saman túrmerik við einn bolla af sjóðandi vatni og setjið til hliðar í 15-20 mínútur.

Túrmerikvökvanum er blandað við krydd, olíu og salt. Hellið blöndunni yfir blómkálið og verið viss um að það sé jafnt húðað.

Þekið bakkann með filmu og steikið blómkálið í ofni í 2 klukkustundir, hristið á 30 mínútna fresti með túrmerik-vatninu. Bætið við meiri olíu ef þess gerist þörf til að halda blómkálinu röku.

Fjarlægið álpappírinn og steikið í aðrar 10 mínútur til að brúna blómkálið aðeins.

Á meðan blómkálið brúnast, búið til tómatsalsa. Sameinið öll innihaldsefnin í skál og blandið vel saman. Kryddið eftir smekk með salti.
Til að bera fram, dreifið tahini dýfunni á stórt fat og setjið blómkálið ofan á. Skerið út fleyg af blómkáli og fyllið tómatsalsa að innan og um jaðar blómkálsins. Skreytið með rifnum pistasíuhnetum, granateplafræjum og chili-flögum – ef þess er óskað.

Grillað ferskju Melba með hindberjum

Ekki gleyma hindberjasósunni í þessum klassíska sumareftirrétti. Hægt er að fylla holuna eftir steininn með súkkulaði og raða ferskum hindberjum yfir til skrauts og framreiða með eða án íss.

Peach Melba

  • 2 stórar þroskaðar ferskjur
  • 2 msk. brætt ósaltað smjör
  • 2 msk. ljósbrúnn sykur
  • Fyrir hindberjasósuna
  • 1/2 box hindber
  • 2 msk. sykur
  • Rjómaís að eigin vali, má sleppa og nota meira af íslenskum hindberjum.

Aðferð

Skref 1
Hitið grillið að miðlungshita. Skerið ferskjurnar í helming og snúið til að taka steininn úr. Stingið skinn með gaffli. Hrærið saman smjöri og ljósbrúnum sykri í skál; penslið smjörblöndunni yfir ferskjuhelmingana og þekið alveg.

Skref 2
Lagið hindberjasósuna; hrærið hindber saman við sykur í skál og látið sitja í fimm mínútur. Merjið í gegnum sigti í aðra skál, þrýstið með skeið til að draga eins mikið af vökva og mögulegt er. Fargið hratinu (hægt að nota frosin ber í sósuna).

Skref 3
Grillið ferskjur á báðum hliðum þar til ferskjurnar eru mjúkar, 5 til 10 mínútur. Berið fram heitt, toppað með ís og hindberjasósu. Eða skreytið með berjunum.

Skylt efni: blómkál

Einfalt og gott um jólin
Matarkrókurinn 20. desember 2024

Einfalt og gott um jólin

Allir vilja hafa hlutina eftir sínu höfði um jólin og hefðirnar í flestum fjölsk...

Graflax hjólarans
Matarkrókurinn 11. desember 2024

Graflax hjólarans

Alveg eins og það var einu sinni leiðinlegt að fá sokka í jólapakkann en svo gam...

Hefðir og hangikjöt
Matarkrókurinn 27. nóvember 2024

Hefðir og hangikjöt

Ég vil aðeins hita upp fyrir jólin, sem eru rétt handan við hornið, og hvetja ti...

Grunnsósur fyrir sósuþjóð
Matarkrókurinn 30. október 2024

Grunnsósur fyrir sósuþjóð

Mér er nokk sama hvort tölfræðin er opinberlega skráð, allir kokkar landsins vit...

Vandamál eplabónda í Kópavogi
Matarkrókurinn 16. október 2024

Vandamál eplabónda í Kópavogi

Ég segi ekki að Bændasamtökin séu á bakinu á mér með að skrá mig í félagið en tæ...

Kjötsúpa
Matarkrókurinn 2. október 2024

Kjötsúpa

Íslenska kjötsúpan er í grunninn alltaf eins en samt ekki. Allir og allar fjölsk...

Subbu-Jobbi
Matarkrókurinn 18. september 2024

Subbu-Jobbi

Nú þegar skólarnir eru að byrja veitir ekki af því að æfa sig í frægustu samloku...

Piparosta-grísapasta
Matarkrókurinn 21. ágúst 2024

Piparosta-grísapasta

Eftir gular viðvaranir og alla þessa rigningu hættir sér ekki nokkur út að grill...