Íslenskir tómatar eru frábærir
Íslensku tómatarnir eru frábærir og oft marglitir í ýmsum stærðum, mikið hefur aukist úrvalið af íslenskum tómötum og gætum við tekið Ítali okkur til fyrirmyndar að setja aðeins fullþroskaða tómata á markað, sem eru rauðir innan sem utan.
Svo má leika sér með sósur og sultur þegar þeir eru of linir og of þroskaðir fyrir skurð.
Tómatsalsa eða góð pitsusósa
- 12 stk. þroskaðir tómatar
- 1 chili, sneiddur og fræhreinsaður
- 1-2 msk. flögusalt
- edik (5 prósent) af heildarþyngd
- 100-200 g sykur
- 1/2 tsk. pipar (cayenne)
- 2 tsk. paprikuduft
- 2 tsk. sinnepsduft
- 1/2 msk. heil piparkorn
- 1 tsk. sinnepsfræ
- 1 stk. lárviðarlauf
Dýfið tómötunum í sjóðandi vatn í 30 til 60 sekúndur, eða þangað til skinnið fer að flagna af.
Dýfið í kalt vatn, takið skinnið af. Skerið í bita og bætið við chili og paprikudufti. Látið suðuna koma upp og látið malla í 20 mínútur með loki. Sameinið restina af hráefni í kryddpoka eða tesíu, bætið við ediki og látið sjóða í sér potti. Lækkið niður hitann og eldið í 20 mínútur.
Fjarlægið kryddpoka og blandið saman edikblöndu og tómatmauki. Bætið við sykri og salti, látið sjóða við vægan þar til blandan hefur þykknað örlítið. Hægt er að setja maukið heitt í hreinar krukkur fyrir góðan geymslutíma í kæli.
Þetta fullkomin pastasósa með ögn af capers og parmesanosti og góð á pitsu.
Tómata- og mozzarella Caprese-salat á pitsu
- 8 sneiðar af fullþroskuðum tómötum
- 2 matskeiðar balsamic-edik
- 8 miðlungs lauf af ferskri basiliku
- 12 sneiðar ferskur mozzarellaostur
- Smá þurrkað oregano
- flögusalt
- ferskur malaður pipar
- 2 matskeiðar jómfrúarolífuolía
Raðið sneiddum tómötum á fat og setjið eitt basilikulauf ofan á hverja tómatsneið.
Setjið eina sneið af mozzarella ofan á hvert basiliku lauf svo það myndist lög.
Stráið smá oregano, salti og ferskum möluðum pipar, og úðið yfir með jómfrúarólífuolía. Endið með smá balsamic-ediki.
Forbakið pitsudeigið, penslið með ólífuolíu, raðið tómötunum og bakið örstutt undir grilli.
Tómat-salat á bökuðu brauði
- 4 hvítlauksrif
- 1 handfylli steinselja, lauslega söxuð
- 1 handfylli ferskur kóríander, lauslega saxaður
- ½ knippi fersk basilika, lauslega söxuð
- 1 bolli þroskaðir tómatar, fræhreins- aðir og hakkað gróft
- 2 tsk tómatmauk (pure) 10 matskeiðar jómfrúar ólífuolía
- 3 matskeiðar hrísgrjón edik (eða annað edik)
- 2 tsk. salt
- ½ tsk. nýmalaður svartur pipar
- ¼ tsk. tabasco-sósa
Tómatasamloka
Blandið saman hvítlauk, steinselju, kóríander, basiliku, tómat og tómatmauki í matvinnsluvél eða mortéli. Bætið við olíu og ediki og blandið í 1-2 mínútur, þar til sósa er mjög slétt. Bæta tabasco við ef fólk vill og smakkið til með salti og pipar. Sósa getur verið í kæli í nokkra daga.
Svo er raðað lagskipt tómötum basiliku og ristuðu brauði.