Kjúkingaborgarar með tómatyndi og hakkbollur
Kjúklingaborgarar með „tómatyndi“ (e. relish) eru flottir á grillið eða á grilli pönnu. Þegar fólk fer að nota tómatyndi á hamborgara er erfitt að snúa aftur í vegabúllumajóneshamborgarasósuna.Og ef fólk notar gróft brauð ætti samviskan ekki að skemma fyrir þessum bragðgóða borgara.
Í þennan rétt er hægt fara 4 stk. úrbeinuð kjúklingalæri, gott að slá létt með buffhamri og fylla með osti, það er bæði hægt að nota skinnið eða sleppa því ef fólk vill hollari rétt.
Tómatyndi
Hráefni:
2 saxaðir plómutómatar
1 stk. saxaður rauðlaukur
½ búnt söxuð steinselja
1 jalapeno-pipar, fræhreinsaður og saxaður
1 matskeið gott edik
½ tsk. kóríanderfræ mulin
½ tsk. sinnepsfræ
¼ tsk. salt
ferskur pipar úr kvörn
Aðferð
Hrærið saman í skál, tómat, lauk, steinselju, jalapenopipar ,ediki, kóríander og sinnepsfræjum, salt og pipar.
Grillið hamborgara á olíubornu grilli á miðlungsháum hita; Lokið grillinu og eldið þangað til ekki er lengur bleikur safi inni kjötinu og hitamælir sýnir 85 °C, um 15 mínútur.
Raðið auka meðlæti að eigin vali, til dæmis salat, paprikur og ögn af sýrðum rjóma.
Tilvalið að hugsa um heilsuna og sleppa frönsku kartöflunum og skera kaldar bökunarkartöflur í svipaðar stærðir og frönsku kartöflurnar og krydda með ólífuolíu og límónusafa, og framreiða með lárperu og kóríander til að fá sumarbragð og ferskleika.
Hakkbollur úr alifuglakjöti
Hráefni:
450g alifuglahakk (hægt að taka kjúklingakjöt í matvinnsluvél)
2 stk. skalottlaukar
1 egg
½ dl heilhveitibrauð raspur
Extra virgin ólífuolía
Ögn af hakkaðri myntu
¼ tsk. salt
Ferskmalaður pipar
Aðferð
Blandið saman egg, brauð rasp, myntu, salt og pipar. Bætið í kjúkling og blandið vel. Með blautum höndum skiptið hrærunni í fjórðunga og búið til 4 bollur. Pressið niður í kringlótt form eða bolla og gott er að hafa plastfilmu eða poka yfir. Hver bolla á að vera um 1 cm þykkt. Setjið í kæli í allt að 4 klst. eða vefjið í plastfilmu og frystið í loftþéttum umbúðum í allt að 2 vikur.