Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Pönnusteiktur lax og sykursætur eftirréttur
Matarkrókurinn 27. febrúar 2015

Pönnusteiktur lax og sykursætur eftirréttur

Það bætir samviskuna að borða næringargóðan lax með öllum helstu vítamínum og hollri fitu. En það er allt í lagi að syndga af og til. Hér á eftir er uppskrift að fylltum súkkulaðieggjum með sykurpúðum og ferskum ávöxtum.   
 
Með þessu tvennu næst fullkomið jafnvægi milli hollustu og óhollustu! Ef maður vill minni sykur er hægt að nota dökkt súkkulaði. Það er þá brætt og formað til með því að blása upp vatnsblöðru og dýfa í súkkulaðið, sett í kæli eða frost, blaðran sprengd og þá er falleg súkkulaðskál komin sem hægt er að fylla með ávöxtum. Það er smá áskorun að útbúa þetta sælgæti og nauðsynlegt að hafa góðan hitamæli við hendina. 
 
Pönnusteiktur lax með brokkolí, blómkáli og hummus
  • 4 stk. roðlaus laxaflök
  • 50 g  púðursykur 
  • 2 matskeiðar sojasósa 
  • 1 höfuð brokkolí 
  • 1 höfuð blómkál 
  • 1 msk ólífuolía 
  • salt og svartur pipar
 
Aðferð
Hitið pönnu. Í skál sameinið sykur og sojasósu. Setjið til hliðar.
Léttsjóðið brokkolí og blómkál í um 3 mínútur.
 
Setjið lax á heita pönnu, úðið með olíu og kryddið með ½ tsk. salt og ¼ tsk. pipar.
Eldið fiskinn í um 8 til 10 mínútur, setjið helming af sojasósunni yfir fiskinn á síðustu 2 mínútum matreiðslunnar og restina eftir steikingu. Lax er bestur bleikur en hver eldar eftir sínum smekk. Berið laxinn fram með hummus.
 
Hummus
1 dós kjúklingabaunir 
2 hvítlauksgeirar, smátt saxaðir
1 1/2 tsk salt
5 msk ferskur sítrónusafi
1/4 bolli vatn
1/3 bolli Sesam-tahini (sesamfræ mauk), hrært vel 
1/4 bolli Extra Virgin ólífuolía
 
Aðferð
Setjið kjúklingabaunir, hvítlauk og salt í matvinnsluvél. Vinnið í mauk í 15 til 20 sekúndur. Bætið við sítrónusafa og vatni. Bætið við tahini og ólífuolíu.
 
Fyllt páskaegg með sykurpúðum, súkkulaðikremi og ávöxtum
Súkkulaðiskeljar, til dæmis páskaegg eða skálar úr dökku súkkulaði
Ber eða ávextir
Ganache – súkkulaðikrem
Sykurpúðar
 
GANACHE-súkkulaðikrem
  • 50 g mjólk
  • 70 ml rjómi
  • 50 g eggjarauður
  • 40 g sykur
  • 165 g  32% súkkulaði
  • 10 g Kakóduft
 
Aðferð
Látið rjómann og mjólkina sjóða. Blandið sykri og eggjarauðu. Hitið að 85 °C (nær suðu).
Hellið yfir 32% súkkulaði til að gera ganache (súkkulaðikrem). Bætið í kakódufti. Setjið í sprautupoka og fyllið tómar súkkulaðiskeljar eða jafnvel glös.
 
  • Sykurpúðar
  • 40 g eggjahvítur
  • 120 g sykur
  • 24 g glúkósi (má nota hunang eða Maple-sýróp)
  • 35 g vatn
  • 5 g matarlím
  • 25 g  33% súkkulaði
 
Aðferð
Setjið matarlím í ísvatn í um það bil 20 mínútur.
Elda sykur og vatn þar til það nær að 143 °C (aðeins byrjað að þykkna en ekki brúnast), og þá er matarlíminu bætt í sykurblönduna.
 
Þeytið  eggjahvítu og hellið sykurblöndunni yfir svo úr verður marens.
Látið kólna þar til sykurpúðinn fer að þykkna.
 
Þegar blandan er farin að þykkna er bræddu 33% súkkulaði bætt í.
 
Takið páskaegg og skerið toppinn af með heitum hníf sem búið er að hita yfir pönnu eða kerti,  fyllið með sykurpúðanum og súkkulaðikreminu. Líka er hægt að nota glerglös. Skreytið með berjum.

2 myndir:

Grunnsósur fyrir sósuþjóð
Matarkrókurinn 30. október 2024

Grunnsósur fyrir sósuþjóð

Mér er nokk sama hvort tölfræðin er opinberlega skráð, allir kokkar landsins vit...

Vandamál eplabónda í Kópavogi
Matarkrókurinn 16. október 2024

Vandamál eplabónda í Kópavogi

Ég segi ekki að Bændasamtökin séu á bakinu á mér með að skrá mig í félagið en tæ...

Kjötsúpa
Matarkrókurinn 2. október 2024

Kjötsúpa

Íslenska kjötsúpan er í grunninn alltaf eins en samt ekki. Allir og allar fjölsk...

Subbu-Jobbi
Matarkrókurinn 18. september 2024

Subbu-Jobbi

Nú þegar skólarnir eru að byrja veitir ekki af því að æfa sig í frægustu samloku...

Piparosta-grísapasta
Matarkrókurinn 21. ágúst 2024

Piparosta-grísapasta

Eftir gular viðvaranir og alla þessa rigningu hættir sér ekki nokkur út að grill...

Grillréttir, íslenskt nautakjöt og bleikja
Matarkrókurinn 29. júlí 2024

Grillréttir, íslenskt nautakjöt og bleikja

Hásumar á Íslandinu fagra, á góðum degi, sólin skín jafnvel, kannski er ekki háv...

Stórkarlasteik
Matarkrókurinn 5. júlí 2024

Stórkarlasteik

Nú fara jafnvel eldavélafælnustu karlpungar landsins að taka sér stöðu við grill...

Reykt svín og remúlaði
Matarkrókurinn 6. júní 2024

Reykt svín og remúlaði

Munurinn á heitreyktum og kaldreyktum mat er heilmikill.