Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 mánaða.
Mikil leikgleði og kraftur einkennir félagsmenn Leikklúbbs Laxdæla en félagið sem slíkt er á stöðugri uppleið eftir nokkurn tíma í dvala.
Mikil leikgleði og kraftur einkennir félagsmenn Leikklúbbs Laxdæla en félagið sem slíkt er á stöðugri uppleið eftir nokkurn tíma í dvala.
Menning 28. mars 2024

Blessað barnalán

Höfundur: Sigrún Pétursdóttir

Leikklúbbur Laxdæla setur nú á svið verkið Blessað barnalán eftir Kjartan Ragnarsson, en félagið fagnaði hálfrar aldar afmæli árið 2021 með pomp og prakt.

Hefur leikfélagið verið starfandi síðan í mars 1971, stofnað að tilhlutan Kvenfélagsins Þorgerðar Egilsdóttur og Ungmennafélagsins Ólafs Pá, en þessi tvö félög höfðu áður staðið fyrir leiklistarstarfsemi í Dalasýslu. Fyrsta verk Leikklúbbs Laxdæla á sviði hét Skóarakonan dæmalausa sem aldrei áður hafði verið til sýninga hérlendis. Var það verk einnig sýnt á fertugsafmæli félagsins árið 2011.

Eftir nokkur ár mikillar virkni lagðist starfsemi þess í nokkurn dvala þar til í fyrra, en þá hlaut leikfélagið bæði styrk úr Frumkvæðissjóði DalaAuðs og Uppbyggingarsjóði Vesturlands með það fyrir augum að koma verki á svið, og efla leikfélagið sem skyldi. Var verkið Vodkakúrinn sýnt fyrir fullu húsi og hélt þrjár sýningar í Dalabúð í apríl 2023.

Velgengnin var svo sannarlega innblástur til að halda áfram og hefur félagið nú ráðið Gunnar Björn Guðmundsson leikstjóra til starfa við að koma á svið gamanleikritinu Blessað barnalán eftir Kjartan Ragnarsson. Fjallar það um aldraða fimm barna móður sem grípur til hvítrar lygi til þess að fá börnin sín öll í heimsókn, eftir að þau afboða komu sína hvert af öðru.

Uppselt er á frumsýninguna þann 27. mars en önnur og þriðja sýning verða dagana 30. mars og 1. apríl – allar klukkan 20. Miða – og mat – má panta á netfanginu leikklubburinn@ gmail.com og miðaverð er 3.500 kr. en 3.000 kr. fyrir eldri borgara og öryrkja, en einnig er hægt að kaupa smáréttaplatta og drykki.

Burt með gerviefnin
Líf og starf 21. janúar 2025

Burt með gerviefnin

Stöðugt rakastig jarðvegs tómataræktar á Ítalíu kom skemmtilega á óvart nú á lið...

Gallabuxnafár, grátið við skákborðið og brúðkaup MC
Líf og starf 20. janúar 2025

Gallabuxnafár, grátið við skákborðið og brúðkaup MC

Það ríkti engin lognmolla í skákheiminum á milli jóla og nýárs. Heimsmeistaramót...

Janúar er mánuður briddsins
Líf og starf 17. janúar 2025

Janúar er mánuður briddsins

Fjölmörg briddsmót fóru fram um jólin hér og þar um landið. Sums staðar þóttu br...

Kría – barnapeysa
Líf og starf 17. janúar 2025

Kría – barnapeysa

Peysan er prjónuð úr einföldum Þingborgarlopa og einum þræði af LoveStory saman....

Bústörf yfir hávetur
Líf og starf 15. janúar 2025

Bústörf yfir hávetur

Verkefni bænda halda áfram þrátt fyrir hátíðarhöld og lögbundna frídaga. Hér eru...

Heimabakað brauð
Líf og starf 15. janúar 2025

Heimabakað brauð

Brauðbakstur er merkilega einföld iðja en um leið afskaplega flókin. Hveiti, vat...

Stjörnuspá vikunnar
Líf og starf 13. janúar 2025

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn stígur gætilega til jarðar þessi fyrstu skref ársins, uppfullur forv...

Stiklað á stóru
Líf og starf 9. janúar 2025

Stiklað á stóru

Bændablaðið kom tuttugu og þrisvar sinnum út árið 2024. Hér eru endurbirtar sjö ...