Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 mánaða.
Hér má sjá úrvalslið Leikfélags Hörgdæla
Hér má sjá úrvalslið Leikfélags Hörgdæla
Mynd / Leikfélag Hörgdæla
Menning 15. mars 2024

Bróðir minn Ljónshjarta sett á svið

Höfundur: Sigrún Pétursdóttir

Ein hugljúfasta saga Astridar Lindgren segir frá tilveru þeirra bræðra Snúðs og Jónatans sem þurfa að standa frammi fyrir bæði drekum og dularfullu fólki sem siglir oftar en ekki undir fölsku flaggi.

Segir sagan frá því er yngri bróðirinn Snúður er dauðvona en Jónatan, sá eldri, reynir að hughreysta hann og segir honum að eftir dauðann hefjist ferðin mikla í Kirsuberjadal Nangijala þar sem ævintýrin bíða. Svo fer að Jónatan deyr á undan en fljótlega eru þeir bræður sameinaðir í spennandi atburðarás er þeir hittast aftur í Nangijala. Þar virðist lífið vera yndislegt þangað til kemst upp að það er svikari í Kirsuberjadal sem er hliðhollur því illa sem finnst í þeim heimi, riddaranum Þengli og hans fólki ásamt eldspúandi drekanum Kötlu sem eiga sitt aðsetur í Þyrnirósadal.

Tók Leikfélag Hörgdæla verkið upp á arma sína og hóf æfingar nú í byrjun árs. Alls eru 14 leikarar í sýningunni og enn fleiri sem koma að verkinu á einn eða annan hátt. Leikstjóri er Kolbrún Lilja Guðnadóttir og sér tónlistarmaðurinn Svavar Knútur Kristinsson um tónana. Miklar undirtektir og spenningur eru vegna fyrirhugaðrar sýningar og er nú þegar uppselt á frumsýninguna þann 7. mars. Frekari sýningar eru 9., 10., 16. og 17. mars klukkan 16 og svo 21. mars klukkan 20. Næst er sýning 27. mars klukkan 20, 28., 29. og 30. mars klukkan 16, næst 4. apríl kl. 20 og síðustu sýningar eru 6. og 7. apríl klukkan 16.

Almennt miðaverð er 4.500 kr., 3.500 kr. fyrir börn upp að 15 ára aldri svo og eldri borgara. Miða má fá á vefsíðu tix – www.tix.is, en sýnt verður í Félagsheimilinu á Melum.

Rétt er að geta þess að það verða svokölluð Strobe ljós (blikkandi ljós) í sýningunni sem gætu valdið einhverjum sýningargestum óþægindum.

Bræðurnir Snúður og Jónatan og að lokum illmennið Kader.

Smyrill
Líf og starf 20. nóvember 2024

Smyrill

Smyrill er minnsti og jafnframt algengasti ránfuglinn á Íslandi. Hann er nokkuð ...

Róbóti í stuði
Líf og starf 19. nóvember 2024

Róbóti í stuði

Róbótar Internetsins verða betri og betri í bridds. Þeir eru reyndar oft slakir ...

Förum okkur hægar
Líf og starf 18. nóvember 2024

Förum okkur hægar

Mikið hefur verið fjallað um „fast fashion“ eða hraðtísku í fjölmiðlum sl. ár, þ...

Íslandsmót skákfélaga
Líf og starf 15. nóvember 2024

Íslandsmót skákfélaga

Árlega eru haldin tvö mjög fjölmenn skákmót á Íslandi, Íslandsmót skákfélaga og ...

Íslensku hreindýrin í nýrri ljósmyndabók
Líf og starf 13. nóvember 2024

Íslensku hreindýrin í nýrri ljósmyndabók

Út er komin ljósmyndabókin Á slóðum íslenskra hreindýra í fylgd með Skarphéðni G...

Nautaskankar
Líf og starf 13. nóvember 2024

Nautaskankar

Þverskornir nautaskankar, oft ranglega merktir sem Osso Buco, eru ekki oft í hil...

Stjörnuspá vikunnar
Líf og starf 11. nóvember 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn hefur sjaldan verið óþreyjufyllri en þarf að hægja á sér ef vel á að...

Metnaðarfullt umhverfi
Líf og starf 8. nóvember 2024

Metnaðarfullt umhverfi

Lífið á garðyrkjustöðinni Espiflöt í Reykholti er litríkt. Næstu daga geta lesen...