Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Landssamband eldri borgara kynnir til leiks öldungalandslið leikara!
Mynd / gunnlod jona
Menning 1. febrúar 2023

Landssamband eldri borgara kynnir til leiks öldungalandslið leikara!

Höfundur: Sigrún Pétursdóttir

Leiksýningin Marat/Sade, sem frumsýnd var föstudagskvöldið 20. janúar í Borgarleikhúsinu, markaði tímamót, enda stigu á svið margir af elstu og ástsælustu leikurum þjóðarinnar í einni og sömu sýningunni. Þau yngstu um sjötugt og þau elstu komin fast að níræðu!

Sýningin, sem heitir öðru nafni Ofsóknin og morðið á Jean Paul Marat, sýnt af vistmönnum geðveikrahælisins í Charenton undir stjórn De Sade markgreifa ... er eitt af öndvegisverkum 20. aldarinnar – marglaga og margslungið í efni og formi. Bæling og losti, kúgun og uppreisn, hinir jaðarsettu gegn valdinu!

Margrét Guðmundsdóttir (89 ára) leikur Charlotte Corday, sem er hvað þekktust fyrir að hafa ráðið Jean Paul Marat af dögum í frönsku byltingunni. Margrét lék sama hlutverk í uppfærslu Þjóðleikhússins árið 1967, eða fyrir tæpum 56 árum síðan. Hún hefur sannarlega engu gleymt!

Næsta sýning er 5. febrúar kl. 20 – en miða er hægt að nálgast á vefsíðu Borgarleikhússins. Þarna er um einstakt tækifæri að ræða, upplifun og sjónarspil sem gleður okkur ekki á hverjum degi.

Stjörnuspá vikunnar
Líf og starf 15. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn er eitthvað órór þessa dagana enda einhver stífla á verkefnum í krin...

Gerum okkur dagamun
Líf og starf 12. júlí 2024

Gerum okkur dagamun

Nú er ekki seinna vænna en að fara að leggja línurnar fyrir sumarið og með það t...

Bænder
Líf og starf 12. júlí 2024

Bænder

Sumir fara á Tinder. Aðrir hafa ekki tíma í slíkt vegna anna í búskapnum. Hér, k...

Vættafundur á Eyjabökkum
Líf og starf 10. júlí 2024

Vættafundur á Eyjabökkum

Orðsins list kemur að þessu sinni frá Oddbjörgu Sigfúsdóttur.

Sumarkveðja
Líf og starf 10. júlí 2024

Sumarkveðja

Nú þegar lífið kviknar með sumrinu og golan leikur við kinn, skulum við gleðjast...

Himbrimi
Líf og starf 9. júlí 2024

Himbrimi

Himbrimi er nokkuð stór vatnafugl og er einn af einkennisfuglum íslenskra heiðav...

Sumarsveiflan 2024
Líf og starf 8. júlí 2024

Sumarsveiflan 2024

Áherslur tískunnar fara nokkuð vítt og breitt þetta árið en nú þegar er farið að...

Dugur og elja ofar öllu
Líf og starf 8. júlí 2024

Dugur og elja ofar öllu

Eitt þeirra mætu kvenfélaga sem hér á landi sitja er Kvenfélag Hringsins sem hef...