Leiklistarráðstefna í Retz
Tuttugasta og fimmta ráðstefna IDEA Drama / Theatre in Education verður haldin dagana 22. til 27. mars, í Retz, Austurríki, nú í 50. skipti.
IDEA (International Drama/ Theatre and Education Association) eru samtök einstaklinga og fagfélaga sem styðja og efla leiklist og fræðslu henni tengdri. IDEA er opið svæðisbundnum og alþjóðlegum samtökum sem og öðrum stofnunum, aðilum, tengslanetum, samtökum, menntastofnunum eða einstaklingum sem starfa við leiklist og menntun.
Um ræðir alþjóðlega leiklistarráðstefnu IDEA sem haldin hefur verið árlega nú í 50 ár. Munu fastagestir, sumir sem mætt hafa alveg frá upphafi, standa fyrir uppákomum eða fræða og gleðja gesti með minningum sínum.
Meginviðfangsefni ársins í ár hefur yfirskriftina: Samskipti & umhyggja – hvert barn skiptir máli, staður unga fólksins í heiminum eða Sharing&Caring – every child matters, The Place of Young People in our World á frummálinu. Litið er til þess að sérhver þátttakandi kynnir persónulegt sjónarhorn inn í heim leiklistar með reynslu sinni og menntun – sem á móti gerir ráðstefnuna bæði farsælli og fjölbreyttari.
Farið verður yfir ýmis málefni og línurnar lagðar fyrir næstu fimmtíu árin þar sem þátttakendur eru hvattir til að koma hugmyndum sínum á framfæri með samvinnu og hugmyndaflæði. Vinnustofudagar eru á dagskrá, fyrirlestrar og kynningar – fjölbreytt leikhúslíf er í nánasta umhverfi og að sama skapi er víngerð rík í menningunni og því upplagt að kynna sér hana einnig að einhverju leyti.
Nánari upplýsingar er að finna á vefsíðu BÍL www. leiklist.is eða á síðunni www.ideadrama.org.