Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 mánaða.
Leiklistarráðstefna í Retz
Menning 21. febrúar 2024

Leiklistarráðstefna í Retz

Höfundur: Sigrún Pétursdóttir

Tuttugasta og fimmta ráðstefna IDEA Drama / Theatre in Education verður haldin dagana 22. til 27. mars, í Retz, Austurríki, nú í 50. skipti.

IDEA (International Drama/ Theatre and Education Association) eru samtök einstaklinga og fagfélaga sem styðja og efla leiklist og fræðslu henni tengdri. IDEA er opið svæðisbundnum og alþjóðlegum samtökum sem og öðrum stofnunum, aðilum, tengslanetum, samtökum, menntastofnunum eða einstaklingum sem starfa við leiklist og menntun.

Um ræðir alþjóðlega leiklistarráðstefnu IDEA sem haldin hefur verið árlega nú í 50 ár. Munu fastagestir, sumir sem mætt hafa alveg frá upphafi, standa fyrir uppákomum eða fræða og gleðja gesti með minningum sínum.

Meginviðfangsefni ársins í ár hefur yfirskriftina: Samskipti & umhyggja – hvert barn skiptir máli, staður unga fólksins í heiminum eða Sharing&Caringevery child matters, The Place of Young People in our World á frummálinu. Litið er til þess að sérhver þátttakandi kynnir persónulegt sjónarhorn inn í heim leiklistar með reynslu sinni og menntun – sem á móti gerir ráðstefnuna bæði farsælli og fjölbreyttari.

Farið verður yfir ýmis málefni og línurnar lagðar fyrir næstu fimmtíu árin þar sem þátttakendur eru hvattir til að koma hugmyndum sínum á framfæri með samvinnu og hugmyndaflæði. Vinnustofudagar eru á dagskrá, fyrirlestrar og kynningar – fjölbreytt leikhúslíf er í nánasta umhverfi og að sama skapi er víngerð rík í menningunni og því upplagt að kynna sér hana einnig að einhverju leyti.

Nánari upplýsingar er að finna á vefsíðu BÍL www. leiklist.is eða á síðunni www.ideadrama.org.

Skylt efni: leiklist

Smyrill
Líf og starf 20. nóvember 2024

Smyrill

Smyrill er minnsti og jafnframt algengasti ránfuglinn á Íslandi. Hann er nokkuð ...

Róbóti í stuði
Líf og starf 19. nóvember 2024

Róbóti í stuði

Róbótar Internetsins verða betri og betri í bridds. Þeir eru reyndar oft slakir ...

Förum okkur hægar
Líf og starf 18. nóvember 2024

Förum okkur hægar

Mikið hefur verið fjallað um „fast fashion“ eða hraðtísku í fjölmiðlum sl. ár, þ...

Íslandsmót skákfélaga
Líf og starf 15. nóvember 2024

Íslandsmót skákfélaga

Árlega eru haldin tvö mjög fjölmenn skákmót á Íslandi, Íslandsmót skákfélaga og ...

Íslensku hreindýrin í nýrri ljósmyndabók
Líf og starf 13. nóvember 2024

Íslensku hreindýrin í nýrri ljósmyndabók

Út er komin ljósmyndabókin Á slóðum íslenskra hreindýra í fylgd með Skarphéðni G...

Nautaskankar
Líf og starf 13. nóvember 2024

Nautaskankar

Þverskornir nautaskankar, oft ranglega merktir sem Osso Buco, eru ekki oft í hil...

Stjörnuspá vikunnar
Líf og starf 11. nóvember 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn hefur sjaldan verið óþreyjufyllri en þarf að hægja á sér ef vel á að...

Metnaðarfullt umhverfi
Líf og starf 8. nóvember 2024

Metnaðarfullt umhverfi

Lífið á garðyrkjustöðinni Espiflöt í Reykholti er litríkt. Næstu daga geta lesen...