Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 mánaða.
Það er alltaf líf og fjör í leikhúsinu – jafnt á sviðinu og fyrir aftan það.
Það er alltaf líf og fjör í leikhúsinu – jafnt á sviðinu og fyrir aftan það.
Menning 4. mars 2024

Lína Langsokkur

Höfundur: Sigrún Pétursdóttir

Lína Langsokkur er ein þeirra ástkæru sögupersóna sem hafa fylgt okkur síðan fyrir miðja síðustu öld.

Eydís Ósk Sævarsdóttir í hlutverki Línu Langsokks.

Höfundur hennar, Astrid Lindgren, segir frá stelpunni Línu, sem níu ára gömul hefur þann ofurkraft að vera sterkasta stúlka í heimi og býr alein í húsinu Sjónarhóli með hestinum sínum og apanum Níels þar sem faðir hennar er ævintýramaður á sjó. Hún vingast við nágrannabörnin, þau Tomma og Önnu, en saman lenda þau í alls kyns ævintýrum.

Leikfélag Mosfellsbæjar hefur nú sýningar á verkinu, en um þrjátíu manns koma að uppsetningunni. Leikstjóri er Aron Martin Ásgerðarson, leikmynda- og búningahönnuður Eva Björg Harðardóttir, tónlistarstjóri Þorsteinn Jónsson og danshöfundur Elísabet Skagfjörð.

Leikfélagið segir mikinn áhuga hafa verið á verkinu en æfingaferlið hófst með kynningarfundi þann 15. janúar og mæting mjög góð. Eins og vaninn er skrá þeir sem áhuga hafa niður upplýsingar um sig og hvar áhugasvið þeirra liggur, hvort sem það er að standa á sviði, við leikmyndasmíð, hönnun og gerð búninga, í tónlist, ljósum eða öðru. Strax í sömu viku voru leik- og söngprufur og síðan hófust æfingar sem hafa gengið mjög vel.

Frumsýning er sunnudaginn 3. mars en verður sýnt í Bæjarleikhúsinu klukkan 14. Áframhaldandi sýningar verða á sunnudögum og fer miðasala fram á tix.is

Úr sarpi Bændablaðsins: Íslenskir garðar skipta máli
Líf og starf 12. ágúst 2024

Úr sarpi Bændablaðsins: Íslenskir garðar skipta máli

Garðrækt hófst ekki á Íslandi fyrr en um miðja 18. öldina. Ein elsta frásögn af ...

Óðinshani
Líf og starf 9. ágúst 2024

Óðinshani

Óðinshani er fremur smávaxinn sundfugl og er einn af tveimur tegundum sundhana s...

Bændabýlin þekku
Líf og starf 7. ágúst 2024

Bændabýlin þekku

Orðsins list kemur að þessu sinni frá Steingrími Thorsteinssyni.

Gerum okkur dagamun
Líf og starf 6. ágúst 2024

Gerum okkur dagamun

Nú er ekki seinna vænna en að fara að leggja línurnar fyrir sumarið og með það t...

Gerum okkur dagamun
Líf og starf 30. júlí 2024

Gerum okkur dagamun

Nú er ekki seinna vænna en að fara að leggja línurnar fyrir sumarið og með það t...

Saga Gunnarsholts á Rangárvöllum
Líf og starf 30. júlí 2024

Saga Gunnarsholts á Rangárvöllum

Bókaforlagið Sæmundur hefur nýverið gefið út bók Sveins Runólfssonar, fyrrverand...

Tónlistarkennari hlaut menningarverðlaun
Líf og starf 25. júlí 2024

Tónlistarkennari hlaut menningarverðlaun

Tónlistarkennarinn Marika Alavere hlaut menningarverðlaun Þingeyjarsveitar árið ...

Fræðsla um nytjabúskap
Líf og starf 24. júlí 2024

Fræðsla um nytjabúskap

Nytjar náttúrunnar eru sífellt ofar á baugi og nú hafa fræði- og áhugamenn tekið...