Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Jólaævintýri Hugleiks
Menning 4. desember 2023

Jólaævintýri Hugleiks

Höfundur: Sigrún Pétursdóttir

Við minnum á að Leikfélagið Hugleikur, sem allir landsmenn þekkja, setur nú á svið Jólaævintýri Hugleiks.

Verður verkið sýnt í Gamla bíói dagana 10. og 17. desember, en það byggir á Jólasögu Charles Dickens um Ebenezer Scrooge. Að hætti hugleikskra manna gefst áhorfendum nú tækifæri til þess að sjá útsetningu þessa fræga verks í íslenskum raunveruleika seint á 19. öld, vel skreytta með söng og dansi. Fyrir þá sem ekki vita hefur félagið þá sérstöðu meðal íslenskra leikfélaga að leikverkin sem það hefur sýnt eru nánast öll samin af meðlimum hópsins og ávallt með tengingar úr íslensku þjóðlífi.

Hugleikur setti Jólaævintýrið fyrst á svið fyrir 18 árum og má segja að fáir meðlima leikfélagsins geti hugsað sér jólin án þess að hlýða á tónlist sýningarinnar. Höfundar þeirra fögru tóna eru Ljótu hálfvitarnir, þeir Snæbjörn Ragnarsson (Skálmöld) og Þorgeir Tryggvason. Þeir eru einnig höfundar verksins ásamt Sigrúnu Óskarsdóttur og Sigríði Láru Sigurjónsdóttur.

Jólaævintýri Hugleiks er hin besta skemmtun fyrir alla aldurshópa, lystilega stýrt af Gunnari Birni Guðmundssyni sem hefur m.a. leikstýrt fjölda áramótaskaupa.

Sýnt verður sunnudagana 10. og 17. desember, báða daga klukkan 16 og svo 20. Miðasölu er að finna á Tix (www.tix.is) og rétt er að taka fram að sýnt verður í Gamla bíói og því ekki við öðru að búast en að stemningin verði sérstaklega jólaleg og falleg.

Skylt efni: Hugleikur

Nauðsyn samvinnu
Líf og starf 17. mars 2025

Nauðsyn samvinnu

Árið 2025 ýtir úr vör þungum róðri tískuiðnaðarins þar sem nýsköpun og sjálfbærn...

Úr sveit á sigurbraut
Líf og starf 17. mars 2025

Úr sveit á sigurbraut

Systkinin Árný Helga og Stefán Þór Birkisbörn voru meðal keppenda á Vetrarólympí...

Fjölnir Íslandsmeistari skákfélaga 2025
Líf og starf 17. mars 2025

Fjölnir Íslandsmeistari skákfélaga 2025

Íslandsmóti skákfélaga lauk um liðna helgi í Reykjavík. Skákdeild Fjölnis varð Í...

Nýir Íslandsmeistarar
Líf og starf 14. mars 2025

Nýir Íslandsmeistarar

Landsliðsmennirnir Sigurbjörn Haraldsson og Magnús Magnússon urðu Íslandsmeistar...

Góður í dreifbýli og borg
Líf og starf 13. mars 2025

Góður í dreifbýli og borg

Bændablaðið fékk til prufu nýjan rafmagnsbíl af gerðinni Polestar 3. Þessi bílat...

Ljóðskáld á tíræðisaldri
Líf og starf 12. mars 2025

Ljóðskáld á tíræðisaldri

Ásmundur Magnús Hagalínsson hefur gefið út sína fyrstu ljóðabók, en hann er nýor...

Stjörnuspá vikunnar
Líf og starf 10. mars 2025

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn kemur sterkur inn í næstu vikur. Hann þarf að nýta krafta sína vel o...

Nýburagjafir vekja lukku
Líf og starf 5. mars 2025

Nýburagjafir vekja lukku

Nokkur sveitarfélög halda uppi þeirri skemmtilegu hefð að gefa nýburum ársins í ...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f