Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Jólaævintýri Hugleiks
Menning 4. desember 2023

Jólaævintýri Hugleiks

Höfundur: Sigrún Pétursdóttir

Við minnum á að Leikfélagið Hugleikur, sem allir landsmenn þekkja, setur nú á svið Jólaævintýri Hugleiks.

Verður verkið sýnt í Gamla bíói dagana 10. og 17. desember, en það byggir á Jólasögu Charles Dickens um Ebenezer Scrooge. Að hætti hugleikskra manna gefst áhorfendum nú tækifæri til þess að sjá útsetningu þessa fræga verks í íslenskum raunveruleika seint á 19. öld, vel skreytta með söng og dansi. Fyrir þá sem ekki vita hefur félagið þá sérstöðu meðal íslenskra leikfélaga að leikverkin sem það hefur sýnt eru nánast öll samin af meðlimum hópsins og ávallt með tengingar úr íslensku þjóðlífi.

Hugleikur setti Jólaævintýrið fyrst á svið fyrir 18 árum og má segja að fáir meðlima leikfélagsins geti hugsað sér jólin án þess að hlýða á tónlist sýningarinnar. Höfundar þeirra fögru tóna eru Ljótu hálfvitarnir, þeir Snæbjörn Ragnarsson (Skálmöld) og Þorgeir Tryggvason. Þeir eru einnig höfundar verksins ásamt Sigrúnu Óskarsdóttur og Sigríði Láru Sigurjónsdóttur.

Jólaævintýri Hugleiks er hin besta skemmtun fyrir alla aldurshópa, lystilega stýrt af Gunnari Birni Guðmundssyni sem hefur m.a. leikstýrt fjölda áramótaskaupa.

Sýnt verður sunnudagana 10. og 17. desember, báða daga klukkan 16 og svo 20. Miðasölu er að finna á Tix (www.tix.is) og rétt er að taka fram að sýnt verður í Gamla bíói og því ekki við öðru að búast en að stemningin verði sérstaklega jólaleg og falleg.

Skylt efni: Hugleikur

Hvað er í jólamatinn og af hverju?
Líf og starf 23. desember 2024

Hvað er í jólamatinn og af hverju?

Spurning dagsins: Hvað er í jólamatinn og af hverju?

Besta gjöfin
Líf og starf 20. desember 2024

Besta gjöfin

Í jólabókaflóðinu sem nú stendur sem hæst kennir ýmissa grasa. Þar innan um stin...

Jólaföt á grænum nótum
Líf og starf 20. desember 2024

Jólaföt á grænum nótum

Vistvænt jóladress er eitthvað sem ætti að vera efst á listanum um þessar mundir...

Særður fram úr myrkviðum aldanna
Líf og starf 20. desember 2024

Særður fram úr myrkviðum aldanna

Íslenski jólakötturinn var næstum horfinn úr menningunni fyrir um hálfri öld þeg...

Á döfinni í desember
Líf og starf 20. desember 2024

Á döfinni í desember

Uppákomur og skemmtanir eru árvissir viðburðir um þetta leyti og ýmislegt áhugav...

Fórn vetrarsólstaða
Líf og starf 20. desember 2024

Fórn vetrarsólstaða

Víða um heim koma geitur fyrir í trúarbrögðum og eru heiðnar norrænar jólahefðir...

Uppselt þar til í janúar
Líf og starf 18. desember 2024

Uppselt þar til í janúar

Leikfélag Hveragerðis tók fyrir leikverkið vinsæla, Ávaxtakörfuna, nú í haust un...

Mannamót
Líf og starf 17. desember 2024

Mannamót

Bjarki Elvar Stefánsson sigraði á Íslandsmeistaramóti í Hornafjarðarmanna sem fó...