Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 mánaða.
Hrefna Sigurðardóttir, Ýr Jóhannsdóttir og Birta Rós Brynjólfsdóttir.
Hrefna Sigurðardóttir, Ýr Jóhannsdóttir og Birta Rós Brynjólfsdóttir.
Mynd / Sunna ben
Menning 23. nóvember 2023

Pítsustund verk ársins

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Veitt voru verðlaun í þremur flokkum á Hönnunarverðlaunum Íslands 9. nóvember síðastliðinn.

Pítsustund var sigurvegari í flokknum verk ársins. Það var gjörningur haldinn á HönnunarMars 2023 í samstarfi Fléttu og Ýrúrarí. Opnaður var pítsustaður þar sem þæfðar voru ullarpítsur í sérstakri þæfingarvél.

Efniviðurinn var afgangsull frá íslenskum ullariðnaði sem annars hefði verið fargað. Ullarpítsurnar voru seldar eins og venjulegar pítsur, þar sem kaupendur völdu álegg af matseðli og biðu á meðan pöntunin var þæfð. Í umsögn dómnefndar segir að Pítsustund hafi verið „frumlegt og gott dæmi um það hvernig hönnun getur vakið fólk til umhugsunar um ábyrgð þess á umhverfinu með skemmtilegum og áhugaverðum hætti“.

Á bak við Ýrúrarí stendur Ýr Jóhannsdóttir og á bak við Fléttu standa Hrefna Sigurðardóttir og Birta Rós Brynjólfsdóttir. Þær síðarnefndu unnu jafnframt verðlaun fyrir Loftpúðann í flokknum vara ársins.

Stjörnuspá vikunnar
Líf og starf 15. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn er eitthvað órór þessa dagana enda einhver stífla á verkefnum í krin...

Gerum okkur dagamun
Líf og starf 12. júlí 2024

Gerum okkur dagamun

Nú er ekki seinna vænna en að fara að leggja línurnar fyrir sumarið og með það t...

Bænder
Líf og starf 12. júlí 2024

Bænder

Sumir fara á Tinder. Aðrir hafa ekki tíma í slíkt vegna anna í búskapnum. Hér, k...

Vættafundur á Eyjabökkum
Líf og starf 10. júlí 2024

Vættafundur á Eyjabökkum

Orðsins list kemur að þessu sinni frá Oddbjörgu Sigfúsdóttur.

Sumarkveðja
Líf og starf 10. júlí 2024

Sumarkveðja

Nú þegar lífið kviknar með sumrinu og golan leikur við kinn, skulum við gleðjast...

Himbrimi
Líf og starf 9. júlí 2024

Himbrimi

Himbrimi er nokkuð stór vatnafugl og er einn af einkennisfuglum íslenskra heiðav...

Sumarsveiflan 2024
Líf og starf 8. júlí 2024

Sumarsveiflan 2024

Áherslur tískunnar fara nokkuð vítt og breitt þetta árið en nú þegar er farið að...

Dugur og elja ofar öllu
Líf og starf 8. júlí 2024

Dugur og elja ofar öllu

Eitt þeirra mætu kvenfélaga sem hér á landi sitja er Kvenfélag Hringsins sem hef...