Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 mánaða.
Hönnuðurinn Paula Ulargui Escalona við vinnslu og hönnun klæðisstranga sem notaður var í fatnað á tískuviku Parísarborgar fyrir nokkru.
Hönnuðurinn Paula Ulargui Escalona við vinnslu og hönnun klæðisstranga sem notaður var í fatnað á tískuviku Parísarborgar fyrir nokkru.
Menning 19. mars 2024

Plöntur eða plast?

Höfundur: Sigrún Pétursdóttir

Vinnsla ýmiss konar klæðis úr plönturíkinu hefur verið í þróun síðastliðin ár en áhorfendur á tískuviku Parísar fyrir nokkru síðan ráku upp stór augu þegar fyrirsætur pallanna báru fatnað sem á greri gras og aðrar plöntur.

Það sem bar fyrir augu gesta var afrakstur hugmyndavinnu spænska textílhönnuðarins Paulu Ulargui Escalona, en hún ásamt teymi sínu eyddi um fjórum mánuðum í að rannsaka hvaða flíkur og fylgihlutir hentuðu best sem undirlag undir ræktun. Einnig gerðu þau rannsóknir á hvaða plöntur yxu við hvað fjölbreyttustu aðstæður og urðu niðurstöðurnar þær að jurt chia fræja (Salvia hispanica) og kattagras (Nepeta cataria) kæmu helst til greina.

Næst var lagst í heilmikla ræktun, enda þurfti að tryggja að plönturnar döfnuðu vel í kjöraðstæðum, þó þær yxu á óhefðbundnum jarðvegi.

Umhverfisvænir áhrifavaldar

Í kynningu á tískuvikunni benti Paula á að fatnaðurinn yrði ekki fáanlegur, enda nær ómögulegur til framleiðslu – en markmiðið væri að vekja athygli á og endurspegla þá hreyfingu innan iðnaðarins sem benti á sjálfbærari vinnslu en áður.

Við nánari umhugsun lét þó hönnuðurinn hafa eftir sér að í rauninni væri hægt að halda lífi í gróðrinum sem yxi í fatnaðinum, ef vel væri að gætt. Slíkt verkefni gæti jafnvel verið sumum til góða – enda bæði gott fyrir andlega heilsu að þurfa að sjá um eitthvað og tengjast náttúrunni.
Paula, sem er af einni yngstu kynslóð hönnuða í dag, segir samferðamenn sína í dag hugsa sig tvisvar um hvaða efni þau nota í hönnun og áskorun um sjálfbærni hátt á baugi. Þau geri sér grein fyrir hvaða vald þau hafa í höndunum og hvernig þau geta haft áhrif á þá loftslagsvá sem liggur yfir með því að vinna að list sinni á jákvæðan og
umhverfisvænan hátt.

Iðnaðarmengun par exellence

Innan hönnunargeirans almennt hefur víðtæk hugarfarsbreyting átt sér stað á síðastliðnum árum þar sem meirihluti er sammála þeirri hugmynd að hönnun sé stór þáttur í að snúa við þeirri hnignun sem átt hefur sér stað í umhverfismálum.

Plastmengun í heiminum er ein stærsta áskorunin sem nær allur iðnaður stendur frammi fyrir. Á vefsíðu „Surfers against Sewage“ eða „Brimbrettakappar gegn úrgangi“ koma nokkrar allskelfilegar tölur fram.

Plastmengun í tölum af vefsíðu Surfers against Sewage

  • 8 milljónir plastrusls hefur ferð sína í hafið á hverjum degi.
  • 12 milljónum tonna af plasti er hent í hafið árlega.
  • 80% alls rusl sjávar er plast.
  • 5,25 trilljónir makró- og örplasts fljóta um í hafinu, alls um 270 tonn að þyngd.
  • 100.000 sjávarspendýr og skjaldbökur auk 1 milljónar sjófugla drepast árlega vegna plastmengunar sjávar.

Þetta eru ótrúlegar tölur, en ættu að vekja okkur mannkynið til umhugsunar. Ein plastflaska getur haldið lögun sinni í hálfa öld umvafin lífríki sjávar og svo brotnað hægt og rólega niður í smærri hluta sem hverfa aldrei.

Það gefur til kynna þá sorglegu og áhugaverðu staðreynd að allt plast sem hefur verið framleitt er enn til í einhverri mynd – á meðan rannsóknir sýna að æ meira plast er notað en nokkru sinni fyrr.

Af plasti ertu kominn

Með neyslu sjávarfangs í huga er spurningin ekki lengur hvort við innbyrðum plast við neyslu þess heldur hversu mikils og hvernig það hefur áhrif á heilsuna okkar. Plastefni á borð við DDT og PCB hafa m.a. verið tengd innkirtlaröskun og jafnvel krabbameini auk þess sem örplast hefur fundist í blóði manna og frekar hrikalegt að hugsa til þess að það berist þá frá barnshafandi konum til barna sinna í gegnum fylgjuna. Og fyrir þá sem neyta ekki fiskmetis eða bera börn – en draga hins vegar andann má benda á að lífverur sjávar framleiða yfir helming alls súrefnis.
Auðvitað er ekki allt plast slæmt. Því það er aldrei allt slæmt. En það er hins vegar stór munur á plasti í hjálmum og því sem notað er við mjaðmaskiptaaðgerðir – og svo plastpoka sem kannski er notaður í korter en tekur einhver hundruð ár að brotna niður.

(Skv. vef Landspítalans kemur fram að mjaðmaskiptaaðgerð felst í meginatriðum í því að teknir eru burt náttúrulegir liðfletir sjúklingsins og settir í staðinn íhlutir úr ólífrænu efni. Flestir gerviliðir samanstanda af íhlutum úr cobalt-chrome málmblöndu og einnig er notast við slitsterkt polyethylen plast.)

Stjörnuspá vikunnar
Líf og starf 15. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn er eitthvað órór þessa dagana enda einhver stífla á verkefnum í krin...

Gerum okkur dagamun
Líf og starf 12. júlí 2024

Gerum okkur dagamun

Nú er ekki seinna vænna en að fara að leggja línurnar fyrir sumarið og með það t...

Bænder
Líf og starf 12. júlí 2024

Bænder

Sumir fara á Tinder. Aðrir hafa ekki tíma í slíkt vegna anna í búskapnum. Hér, k...

Vættafundur á Eyjabökkum
Líf og starf 10. júlí 2024

Vættafundur á Eyjabökkum

Orðsins list kemur að þessu sinni frá Oddbjörgu Sigfúsdóttur.

Sumarkveðja
Líf og starf 10. júlí 2024

Sumarkveðja

Nú þegar lífið kviknar með sumrinu og golan leikur við kinn, skulum við gleðjast...

Himbrimi
Líf og starf 9. júlí 2024

Himbrimi

Himbrimi er nokkuð stór vatnafugl og er einn af einkennisfuglum íslenskra heiðav...

Sumarsveiflan 2024
Líf og starf 8. júlí 2024

Sumarsveiflan 2024

Áherslur tískunnar fara nokkuð vítt og breitt þetta árið en nú þegar er farið að...

Dugur og elja ofar öllu
Líf og starf 8. júlí 2024

Dugur og elja ofar öllu

Eitt þeirra mætu kvenfélaga sem hér á landi sitja er Kvenfélag Hringsins sem hef...